— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:21

Já fyrst við erum að skálda um haustið, þá er smá útúrdúr hérna... kann einhver góða vísu um sláturgerð?


Yrkisefnin í kvöld eru:
1) Fastur liður: kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun
5) Hálftóm eða hálffull glös

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:23

Þetta lífs á leiðum mér
lærist seint að fullu;
Of mörg þá ég borða ber
bláa fæ ég drullu.

Þessi er líka um matareitrun

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 11/9/06 22:24

Haustið það er hræðilegt
himinn kaldur, svartur
Yrki trauðlega og tregt
til hann verði aftur bjartur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:24

Man ég hlátur man ég grátur,
mamma vambir saumar,
rolluskjátur, rautt er slátur,
risamör í laumar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/9/06 22:25

Er haustar geð mitt glaðnar við,
gróa andans laukar.
Löngu sumri gefi grið
góða haustið, þess ég bið.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:25

Nú engist ég sundur og saman
með saursting og hvítur í framan
Ég get ekki riðið,
en gengið og skriðið.
Nú finnst Guði á himnum víst gaman.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:26

Já eru menn komnir yfir í matareitrun... það er ljóta bölið, gullfoss og geysir og allt það... hafa einhverjir meira um það að segja?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:27

Aumur verð af vondum mat
verkjar þá í maga
Ólgar maginn fúlt mitt frat
fretið þarf að laga.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 11/9/06 22:31

Ég kveð ykkur núna. Skyldan kallar. En hef hugsað mér að koma betur undirbúinn á næsta hagyrðingamót.
Þessar vísur ykkar eru bráðsmellnar og skemmtilegar.
Gangi ykkur vel!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Haustið kemur sumar fer
hnýgur sól að sinni
sálar óró í mér er
sökkvir kynhvöt minni

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:34

Velkomnir Gísli og félagar... dálítið óhefðbundið frá ykkur... en það er nú í lagi fyrst það eruð þið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:37

Hálffullt glas af víni veitir
varma í skrokk og háls.
Hálftómt glasið hugann reitir
helst til reiðibáls.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:38

Enn hafa menn tíma til að koma með vísur um fyrrnefnd yrkisefni:

1) kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun

Svo er það aðalefni kvöldsins, hafa menn eitthvað um það að segja?
5) Hálftóm eða hálffull glös

Ullargoði klikkar ekki á því... kominn með eina vísu um glösin... meðan hinir eru að hugsa málið, láttu þér detta eitthvað skemmtilegt í hug...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:42

Ef hefbundnir bræður væru
bragur okkar væri sár
Skammast myndu skáldin færu
skæla láta flæða tár.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:42

Glasið fulla getur klárast
glas hálft þar á milli
Getur bæði glatt og tárast
og gætt mér dömu hylli

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:43

Flaskan mín er furðu létt,
full hún virtist áðan rétt;
ligg ég aleinn út' á stétt,
ekki virðist för mín slétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Óhefðbundinn er Gísli sá
Yrkir eins og belja
hælum Skrumara tærnar ei ná
svo stolt sitt verður að svelja

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:44

Oft mér sælu glasið gaf,
görótt bæð'og frómt,
híf'upp glasið, hressist skraf
hálffullt sem og tómt.

        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: