— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:03

Já velkomnir Offari og Ullargoði... mikil skáld nú þegar mætt... eru fleiri á svæðinu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:03

Og Loki mættur í þeim töluðu orðum... velkominn kæri vinur... glæsilega ort...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:06

Nú veit ég ekki hvort menn hafa undirbúið sig að ráði, en eitt af yrkisefnunum var bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar... ef menn hafa skilið mig rétt, þá er ég að vísa í vinstri flokkana sem ætla að mæta nokkuð bundnir til kosninga í vor... hefur einhver skoðun á því?

Yrkisefnin í kvöld eru:
1) Fastur liður: kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun
5) Hálftóm eða hálffull glös

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:07

Þingflokkarnir eru eins;
einskisnýtir froðusnakkar.
Vinna fólki mest til meins
meðalgreindir skólakrakkar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/9/06 22:08

Skammkell heiti, skíthæll og hér gestur,
þykist vita þett'og hitt,
þykist vera prestur.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:09

Saman vilja sænga nú
Samfylkingin fær nú trú
á vini væna
vinstri græna
Fjörug verður sambúð sú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:09

Já velkominn Skammkell... stjórnmálaflokkarnir fá ekki háa einkunn hjá Ullargoða... ég gæti trúað Offara til að lauma á góðri vísu um málið... (og þar kom það)...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 11/9/06 22:10

Maribo nú mættur er
á mölina er fluttur
Hárprúður, hnokinn og sver
og helst til stuttur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:11

hehe velkominn Maribo... sé að það hefur einhver náð að draga þig hingað... hafa einhverjir fleiri góð orð um stjórnmálaflokkana...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:15

Haustið er komið, hrútarnir dansa,
hressir um tanga,
rasa um túnin, rollur til vansa,
réttirnar fanga

Hefur einhver heimspekilega vísu um haustið... Ég átti víst ekki að yrkja, en ég stóðst ekki mátið í þögninni

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:15

Hnýta Grímur vísast vill
vinstri mittislindann.
Hugsjónin er hreint ei ill;
haldur leiði blindann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:16

Blessað lambið, líttu á;
laga ég nú pækilinn.
Honum uppúr senn má sjá
sinn hvorn af þér hækilinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/9/06 22:17

Smá um flokkana.

‹Hefur áhyggjur af því að vera ekki nógu hraðskældinn.›

Fram og aftur fylking sú
forðast hættur ekki.
Vinstri grænna von og trú
og vit fer ei í sekki.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:17

Yfir kvöldsins stund og stað
streymir haustið blíða.
Gerum aldrei öðrum það;
að yrkja róg og níða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:17

Haustið núna húmar að
haustið okkur róar
Haustið já þú heldur það
haustið stundum snjóar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:17

Ég var heldur fljótur á mér... hér kom ein góð frá Loka um vinstri halla... og Skammkell kom með eina... engar áhyggjur, allir komast að, nægur er tíminn...

en haustið, tími réttanna, haustlitanna, berjatínslu og vindbelgings...

(og í þeim töluðu orðum kom haustflóð af vísum)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 11/9/06 22:19

Bundinn var ég bændaflokk
bara af gömlum vana
Núna mun ég stíga á stokk
stjórnmálin að nýju plana

P.S Já ég elti ykkur hingað yfir, það var fátt um fína drætti hinumeginn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/9/06 22:20

Loksins haustið lítur við,
lævíst skaut burt sumarið.
Kerling hraust þann hefur sið
að hefj'upp raust er eldar svið.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
        1, 2, 3, 4, 5 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: