— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/11/09 22:25

Fara skal ég fjandans til
flýja landsins hríðarbyl
óreyðuna eftir skil
upp úr, þannig, kemst ég hyl
því heilbrigt líf í hlýjunni ég hefja vil.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/11/09 22:29

Ertu að fara að flýja burt?
Fokkings vertu hér um kjurt.
Hérna vantar vana menn,
sem vilja skatta borga enn.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/11/09 19:09

Ég muna má fífil minn fegri,
er fallítt og getulaus negri,
ljótur, með háls eins og hegri
og Hólmsteini leiðinlegri.

Þótt vart ætti að þurfa að taka það fram er rétt að nefna að þetta eru öfugmæli

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 30/11/09 21:49

Jólin koma, Jésú minn
Júdókappar stórir
Lendarskýla loðið skinn
Leðurdvergar fjórir.

Spurning hvort maður ætti að stofna steypuþráð?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
3/12/09 18:49

Bókhlaðan kvöldi fyrir próf. Þetta hefur maður upplifað áður.

Enn ég sit við sama keipinn,
senn minn lestur þyrfti' að herða.
En menntaskólamegabeibin
mína einbeitingu skerða.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 6/12/09 16:43

Ég á fjalli á nú á,
áin sú er kuldablá,
áin mun því ylinn þrá,
ánni skal ég strax því ná.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 11/12/09 07:26

Dunda ég við dæluna
daga jafnt sem nætur
Læt ég loksins æluna
leika mér um fætur.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/09 17:57

Ljót er stund á lútnum nú
Lappi hættur.
Væn er stund á Vogi nú
Vímus mættur

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/12/09 23:48

Kynlíf og ofbeldi selja mest.

Kynlíf og ofbeldi koma sér vel
sé krónan á skallanum.
Ríkisstjórn Íslands ég ráð þetta fel,
svo reddi þeir hallanum.

Hún Ísbjörgu setji í undirföt rýr,
og eggjandi stellingar,
og auglýsi bretann sem ofbeldisfýr
sem æsist við kellingar.

Svo aðgang hún selur að sjóinu hér,
og senn lokar gatinu.
Þá snemmhendis landstjórinn lúsugi fer;
ég lýsi á hann fratinu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 5/1/10 00:12

Þórarinn orti um þrjúsund
en þó er ég miklu bestur.
Því innleggin mín þykja þúsund
og því er ég heiðursgestur!

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/1/10 10:45

Heiðursgestur Heimskauta- er -froskur
sem hefur ort hér kvæði bæði og vísur.
Fögnum þeim sem fer hér um svo sposkur,
og færum honum blút og stél (og dísur).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 5/1/10 13:05

Vísu þessa konungurinn kveður
kvæðið það er ort af honum Hlebba
Iðulega elgina hann veður
því ætti að gefa kallinum í glas (og mebba).

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 21/1/10 03:09

Þá er eitt
er mér leitt
ástar deytt
ekki neitt

... yndið

Vonin sú
einatt þú
elskan jú
..... nóttin.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 27/1/10 20:48

Oleg Titov Óli Stef
Óttar Proppé Laddi
Tímon Púmba Túpolev
Tító, grísinn Baddi

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/2/10 00:23

Þetta er ekki ort í tilefni nýliðins afmælis...

Ærulausir aumingjar
undanvilltir hálfvitar
vesælþrungnir vafningar
varmenni og stórþjófar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/2/10 17:21

Spekingarnir sperra stél.
Með spilltum kviknar villt von:
Að spilavítisenglavél
verði senn á Hilton.

Þykist vita að stuðlasetning sé ekki rétt í þriðju línu en finnst orðið bara svo fjandi flott...

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/2/10 23:22

Lagar (eða skemmir) smá:

Heimskautafroskur mælti:

Spekingarnir sperra skrautleg stél.
Með spilltum kviknar villt von:
Að saklaus spilavítisenglavél
verði senn á Hilton.

Þykist vita að stuðlasetning sé ekki rétt í þriðju línu en finnst orðið bara svo fjandi flott...

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/2/10 09:17

Takk. Þetta er miklu betra!

Billi bilaði mælti:

Lagar (eða skemmir) smá:

Heimskautafroskur mælti:

Spekingarnir sperra skrautleg stél.
Með spilltum kviknar villt von:
Að saklaus spilavítisenglavél
verði senn á Hilton.

Þykist vita að stuðlasetning sé ekki rétt í þriðju línu en finnst orðið bara svo fjandi flott...

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: