— GESTAPÓ —
„Stefán stóð í ströngu...“
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Jamm - góðakveldið hér.

Margir kannast við hugtakið ´tungubrjótur´ - það merkir orð & setningar sem erfitt eða illmögulegt er að koma óbrengluðum útúr sér á venjulegum upplestrarhraða, & nánast líffræðilega ómögulegt að endurtaka oftar en 2-5 sinnum á meiri hraða (nema fyrir óeðlilega skýrmælt fólk). Oft rek ég eyrun í einstök orð sem eru fyrirtaksefniviður í þessu samhengi - oftast stafar þetta af flóknum samhljóðasamsetningum. Nú langar mig að vita hvort lesendur luma á dæmum, eða kæra sig um að ´smíða´ nýja tungubrjóta.

Klassísk, þekkt dæmi:
- Frank Zappa í svamp-frakka
- Þríbrotin blýkringla
- Hnoðri í norðri verður að veðri (þótt síðar verði)

Alþekktasta tungubrotsþrautin er síðan líkasttil þulan um hann Stebba, sem kepptist svo eftirminnilega við strýtroðslu, standandi á ótilgreindri ströndu.

- En jæja, þá hefjum við leikinn :

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Úlfar var úrvals-varúlfur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/9/06 21:30

brigðgengt bráðabirgðaákvæði

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/9/06 21:32

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Úlfar var úrvals-varúlfur

Þessi hæfir minni tungutækni vel og þykir seint erfið á mínum bæ (þó svo ég sjái vel að hún geti tekið vel í óvanar tungur)

‹Sleikir útum›

En hvernig lýst þér og öðrum á þessa hérna?

'Bárður Bjarna bar bara rabbabara til araba"

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Isak Dinesen mælti:

brigðgengt bráðabirgðaákvæði

‹Ljómar upp›... (vegna) útflutnings fersks, íslensks, þorsks . . .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/9/06 21:37

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

‹LJómar upp›... (vegna) útflutnings fersks, íslensks, þorsks . . .

Ahhhhh, 'sks' ... yndislegt alveg hreint. Tekur vel í allar sinar í smettinu á mér.

Reynum nú öll við: 'Stuttur stubbur stakk strax í stúfinn'

Ekki mjög erfið en samt skemtileg því að bæði hefur hún 'st' og svo frekar harðar endingar í flestum orðum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Limbri mælti:

'Bárður Bjarna bar bara rabbabara til araba"

Það merkilega er, að ég á ekki í teljandi erfiðleikum með að bera þetta fram endurtekið, allhratt & örugglega, með vel skiljanlegum áherzlum m.a.s. - en get með öngvumóti gert slíkthiðsama við "Úlfar úrvalsvarúlf".

Limbri mælti:

Reynum nú öll við: 'Stuttur stubbur stakk strax í stúfinn'-


Þetta er viðráðanlegt að endurtaka í svona 2-3 skipti - svo fer ég að ruglast !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/9/06 21:43

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Það merkilega er, að ég á ekki í teljandi erfiðleikum með að bera þetta fram endurtekið, allhratt & örugglega... en get með öngvumóti gert slíkthiðsama við Úlfar úrvalsvarúlf.

Það er reyndar eitt í þessu öllu saman, að það er umtalsvert auðveldara að lesa þetta upp heldur en að leggja setningarnar á minnið og þylja þær svo upp án þess að lesa. En þetta var auðvitað bara smá útúrdúr.

Reynum okkur við: 'Frændi Friðriku frussaði fræjum frá Frakkanum'.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 1/9/06 21:46

Svo má auðvitað nota önnur tungumál líka:

Sjuttisju sjösjuka sjuksköterskor ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Best gæti ég trúað að við Limbri séum töluvert ólíkt skapaðir til tungunnar... ég fer nokkuð auðveldlega með Friðrikufrændann.

Vladimir Fuckov mælti:

Sjuttisju sjösjuka sjuksköterskor ‹Starir þegjandi út í loftið›

Þetta líst mér vel á. Endilega að pusa inn sem mestu - kann ekki einhver swahilískan tungubrjót ?

‹Hugsar sig um litla stund. Ræskir sig› Grasasna-dansarar gera vandræða-skandal . . .
‹Æfir sig hratt á þessu nokkrumsinnum í röð› Ó. Nú er þetta ekki lengur eins erfitt & mér fannst í fyrstu. Prófum annað :

Gargandi grasasna-fans grannans fannst á gangi !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/9/06 00:20

„rødgrød með fløde“ sem er uppáhald Dana.

og

„Donaudampfschifffahrtgesellschaftskapitänswitwenrente“ sem þýðir; eftirlaun ekkju skipstjóra hjá Dónárgufuskipafélaginu'.

Hér kemur einn á ensku:
A noise annoys an oyster. But a noisy noise annoys an oyster more, than a noise annoys an oyster.

Þessi síðasti kom af bloggsíðu held ég. http://pb.annall.is/2003-05-09/21.29.59

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/9/06 00:26

Að lokum einn íslenskur:

Ef sagir sæju sagir saga sæju sagir sagir saga.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vladimir Fuckov mælti:

Svo má auðvitað nota önnur tungumál líka:

Sjuttisju sjösjuka sjuksköterskor ‹Starir þegjandi út í loftið›

Kæri forseti ég held -að þettað eigi að vera svona:
Sju skönsjungande sjuksköterskur skötte sjuttiosju sjösjuka sjömän på sjunkande skeppet Shanghai

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/9/06 00:36

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Þetta líst mér vel á. Endilega að pusa inn sem mestu - kann ekki einhver swahilískan tungubrjót ?

‹Leitar í netheimum›

Fann zuluíska tungubrjóta ásamt fleirum

Ingqeqebulane yaqaqela uqhoqhoqho, uqhoqhoqho waqaqela iqaqa, iqaqa laqalaza.

Þessi er þó fyndnari:
Zaka zulu buka baju nampak bulu.
En hann þýðir; Gæinn opnaði skyrtuna svo þú sæir á honum bringuhárin.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/9/06 00:39

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Svo má auðvitað nota önnur tungumál líka:

Sjuttisju sjösjuka sjuksköterskor ‹Starir þegjandi út í loftið›

Kæri forseti ég held -að þettað eigi að vera svona:
Sju skönsjungande sjuksköterskur skötte sjuttiosju sjösjuka sjömän på sjunkande skeppet Shanghai

Sju skönsjungande sjuksköterskor skötte sjuttiosju sjösjuka sjömän på skeppet Shanghai. er það sem ég fann.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›
Farfar, får får får?
Nej, får får inte får, får får lamm. Sama hvað þetta þýðir þá er þetta frábært.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
litlanorn 2/9/06 00:44

ég man nú eftir einum sem ættaður er frá z.natan sjálfum að ég held, hljóðar svo:
„úlfar úrvalsvarúlfur fann víxlheklað silkilyklahylki“

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

B. Ewing mælti:

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Svo má auðvitað nota önnur tungumál líka:

Sjuttisju sjösjuka sjuksköterskor ‹Starir þegjandi út í loftið›

Kæri forseti ég held -að þettað eigi að vera svona:
Sju skönsjungande sjuksköterskur skötte sjuttiosju sjösjuka sjömän på sjunkande skeppet Shanghai

Sju skönsjungande sjuksköterskor skötte sjuttiosju sjösjuka sjömän på skeppet Shanghai. er það sem ég fann.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›
Farfar, får får får?
Nej, får får inte får, får får lamm. Sama hvað þetta þýðir þá er þetta frábært.

á Íslensku :Afi fá kindurnar kindur? Nei kindurnar fá ekki kindur kindurnar fá lömb

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

litlanorn mælti:

ég man [...]

Ánægjulegt að sjá þig, litlanorn.
Þarna hefur þó smávægilegur ruglingur átt sér stað hjá þér - víxlheklaða silkilyklahylkið er reyndar (þvímiður) ekki úr mínum hugarranni runnið. Ef ég man rétt er höfundurinn hávaxinn náungi, einn af mínum ágætustu vinum.

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: