— GESTAPÓ —
Nýir tímar - nýjar hugmyndir
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/9/06 14:35

Eins og öllum er ljóst sem skoða Gestapó þennan fyrsta sólarhring eftir opnun þá hefur orðið róttæk breyting á uppsetningu Gestapó... hér er komið nýtt svæði sem heitir Skáldskaparmál og engin gömul innlegg sjást hér sem voru á Kveðist á.

Hvort þau koma aftur er óvíst, en hvort sem þau koma eða ekki þá er hér um nýtt upphaf að ræða og ef þau koma aftur þá er mín uppástunga sú að gamla efnið úr Kveðist á verði aðgengilegt á sér svæði og ómengað af öðru efni, til skoðunar en ekki hægt að svara né breyta því...

Strax við opnun kom sú þróun fram að byrja aftur á gömlum góðum þráðum, enda eru menn íhaldssamir oft á tíðum og ég engin undantekning þar og fór ég strax í að líma tvo aðalþræðina eins og vanalega...

En nú er það spurning, eigum við að gleyma gömlu uppsetningunni og reyna að þróa þetta upp á nýtt eða byggja upp samskonar svæði og Kveðist á var orðið?
Hvað finnst ykkur, einhverjar nýjar hugmyndir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/9/06 14:57

Skrambinn. Búinn að skrifa fínt svar og þá datt allt út í þessa einu mínútu sem ég reyndi að senda inn ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› Allt hvarf við það sama og nú á ég ekki lengur þetta ágæta svar í höfðinu.

Það litla sem situr eftir er að ég tel að þróunin eigi eftir að leiða þetta í ljós, minnisstæðir þræðir eru snöggir að vera endurvaktir. Nýir munu fylla í skörð gleymdra þráða.

Það sem ég sakna hinsvegar mest er það að umræðum um bragfræðireglur, allir tenglarnir á www.rimur.is og útskýringarnar eru týndar í bili. Ég er enda orðinn stirður af kveðskaparleysi sumarsins ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›.

Voru ekki einnig í bígerð tilraunareglur í bragfræði eða er það vitleysa í mér? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Tjah - þegar stórt er spurt...

Persónulega þætti mér alveghreint afleitlega grábölvað ef gamla skranið yrði týnt & tröllumgefið, þarsem ég hef ígegnum tíðina ekki verið svo samvizkusamur að afrita öll mín bragarskrif (einsog ég veit að sumir, t.a.m. Skabbi, gera). Á hinnbóginn er svo vert að hafa í huga að megnið af því sem varðveitt var á gamla Kveðist á - svæðinu telst svosem kannske ekki endilega til ómetanlegra menningarverðmæta.

Skabbi skrumari mælti:

[...] þá er mín uppástunga sú að gamla efnið úr Kveðist á verði aðgengilegt á sér svæði og ómengað af öðru efni, til skoðunar en ekki hægt að svara né breyta því...

Þetta er nokkuð skynsamlegt, & vonandi er þetta mögulegt, þ.e.a.s. ef einhversstaðar finnst pláss fyrir slíkan skranhaug. Einnig mætti hugsa sér að hafa efnið aðgengilegt í vissan tíma, t.d. nokkrar vikur. Þetta yrði kunngjört á skilmerkilegan hátt, svo menn gætu þá hverfyrirsig bjargað sínum höfundarverkum innan þeirra tímamarka, áðuren safnið yrði endanlega tekið úr umferð.

Skabbi skrumari mælti:

Strax við opnun kom sú þróun fram að byrja aftur á gömlum góðum þráðum, enda eru menn íhaldssamir oft á tíðum og ég engin undantekning þar og fór ég strax í að líma tvo aðalþræðina eins og vanalega...

Þónokkrir gömlu þráðanna innihéldu keðjur - ef ég man rétt var þarna t.a.m. að finna nokkuð samfellda keðju sem hófst fyrir margt löngu (Kveðist á > Enn er kveðist á > Kveðist á III). Keðjur af þessu tagi eru framtak sem ekki verðskuldar að glatast & aðmínuviti væri ákjósanlegt ef hægt yrði að flétta lokainnlegg slíkra þráða saman við upphaf nýrra framhaldsþráða hér.

Svo finnst mér umaðgera að líma hiklaust þá þræði sem eru í senn vandaðir hvað innihald varðar, skýrt skilgreindir hvað viðfangsefni varðar, & líklegir tilað hvetja höfunda áfram í gæðakveðskap. Ef þráður virkar síðan ekki sem skyldi, hlýtur að mega "taka af honum límið" (einsog segir í Rokk í Reykjavík).

Skabbi skrumari mælti:

En nú er það spurning, eigum við að gleyma gömlu uppsetningunni og reyna að þróa þetta upp á nýtt eða byggja upp samskonar svæði og Kveðist á var orðið? [...]

Skv. því sem ég hef ritað héraðofan er svarið í raun ´nei´ við hvorutveggja. Við skulum ekki gleyma fornöldinni algerlega, en við skulum heldur ekki gleyma okkur í henni sem slíkri. Núverandi vefsvæði, Skáldskaparmál er tæknilega alveg samskonar & Kveðist á var , svo af sjálfu leiðir að við stöndum á verulega svipuðum grunni & áður, en getum vitaskuld auðveldlega byggt nýjungar þar ofaná & útfrá, eftir því sem andinn blæs mönnum í brjóst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 1/9/06 17:31

Þar sem minni mitt er af mjög skornum skammti, man ég ákaflega lítið af þeirri speki sem eftir
mig liggur hér og ég tel það alvarlegt mál ef komandi kynslóðir þurfi að alast upp án þess að
geta tileinkað sér hinn sérstaka lífstíl Vímusar. Ég neita að trúa því að ráðamenn Baggalúts
vilji hafa það á samviskunni að ungmenni þessa lands ráfi um í villu síns vegar í stað þess að
geta fetað í fótspor Næturgaltar allra tíma og orðið þannig þjóð sinni til sóma og ómælds gagns.
Andskotinn hafi það!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:37

jæja strákar...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ég trúi ekki öðru en að ritstjórnin opni svæði þar sem hægt verður að lesa allar vísurnar, sem bárust fyrir sumarlokun. Þar liggja mörg gullkorn, sem ekki mega fara í glatkistuna.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/9/06 10:57

Já... gullkornin eru mörg, efast ekki um að það verði aðgengilegt á einhvern hátt þegar fram líða stundir...

Annars er strax komin frábær hugmynd sá ég... þ.e. hagyrðingakvöld, ég legg til að þau verði í hverri viku, verst að ég kemst ekki á fyrsta kvöldið... þ.e. í kvöld...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 11:14

Mér finnst gott að geta birjað hér aftur með falda fortíð, þetta er eins og að fá uppreisn æru, engar gamlar syndir að naga mig..

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/9/06 19:57

Ég vildi gjarnan fá gömlu þræðina upp á yfirboðið. Sérstaklega þar sem ég á ekki afrit af eigin leir síðan frá því í apríl ef ég man rétt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 4/9/06 23:25

Ég tek undir með Nafna
‹Tekur undir með Nafna›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/06 09:04

Mér skilst að þræðirnir muni allir koma upp á yfirborðið fyrir rest, Enter vildi ekki tefja opnun meira en orðið var og opnaði því með hálf tómt Gestapó... Þræðir munu því koma aftur, þó ekki víst hvort þeir verði í Sorpmynjasafninu eða annars staðar...

Ef ég væri þið, þá myndi ég þrýsta á að kveðist á muni birtast sem ein held (hvort heldur lokuð eða ei)... því ef gamlir þræðir enda í sorpminjasafninu með öllu hinu, þá verður vonlaust fyrir ykkur að tína út úr því kveðskapinn ykkar... ég aftur á móti á allan minn kveðskap á stafrænu formi í tölvunni minni og því skiptir það minna máli fyrir mig...

Ég sé það fyrir mér uppsetninguna svona:

Málstofa
Menning og menntir
Sandkassinn
Skáldskaparmál

Sorpmenjakveðskapur (lokað)
Baggalútía
Sorpmenjasafnið

Þá væri kveðskapurinn aðgengilegur og ekki innan um allt hitt sorpið.... bara hugmynd, hvað segir Enter?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ég legg til að nánari umræða & vangaveltur um nýjungina Hagyrðingamót fari fram á þessum þræði héreftir - eða þá að við gerum hreinlega sér-þráð fyrir slíkt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/06 10:17

Ég flyt mínar hugmyndir hér yfir og stroka svo út innlegg á hinum til að hreinsa til... allir sáttir við það?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Eigum við ekki að láta nægja í bili að minnka letrið í þeim - & tilkynna frekar að hér eftir sé ekki óskað eftir viðbótum fyrren næsta mót hefst... ?

Ég var þegar byrjaður að smækka þau innlegg sem ég lét frá mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/06 10:23

Okey... nýjasta (gleymdu einkapóstinum hehe)... jú sammála... læt þig um þetta Z minn... farinn í kaffi, þú reddar þessu á meðan... hehe...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/06 10:31

Já hér kemur innlegg sem ég legg til að verði strokað út úr Hagyrðingamótsþræðinum, þar er held ég hugmyndin að ekkert sé skrifað nema tilkynningar um hagyrðingamót og mótið sjálft. Ókey, hér er innleggið:

Mikið hefur þetta verið vel heppnað fyrsta hagyrðingamót, ég komst því miður ekki því ég hafði boðað mig í annað á sama tíma. Nú halda allir að ég sé að fara yfirum í Egótrippi að ætla að búa til einhverjar reglur, en ég ætla nú samt að koma með nokkrar hugmyndir og þið ráðið svo hvort þær séu góðar eða ekki.

Ég kem nú með þá hugmynd að þetta verði vikulega og alltaf á sama tíma... þannig getur maður verið viss um hvenær maður á að mæta, ef mönnum finnst það of oft, þá getum við breytt því yfir í einu sinni í mánuði og þá hugsanlega fyrsta mánudag hvers mánaðar...

Ég legg til að skipst verði á að stjórna þessum hagyrðingamótum, svo það lendi ekki alltaf á þeim sama... Bölverkur var síðast og legg ég til að hann biðji einhvern um að halda það næsta (hann er reyndar búinn að minnast á það við mig að halda það næsta)... Svo myndi ég biðja þann næsta og svo koll af kolli... einnig geta menn biðlað til síðasta stjórnanda að fá að vera næst.

Hægt væri að uppfæra fyrsta innleggið þannig að upplýsingar kæmu um hverjir væru búnir og hvenær þeir voru, dæmi:

4 sept 2006: Bölverkur - Umræðuefni: 1 kynning á sjálfum sér. 2 Hvað gerðir þú um helgina? 3 nýliðin fótboltahelgi. 4 þenslan. 5 sílikonbrjóst. 6 frjálst val á efni
Næst: 11 sept 2006: Skabbi skrumar - Umræðuefni: 1 Kynning á sjálfum sér. 2 efni. 3 efni. 4 efni. 5 efni. 6 efni

Stjórnandi hverrar viku, myndi koma með umræðuefni kvöldsins með ákveðnum fyrirvara, ég legg til með klukkustundar fyrirvara, þannig að ef mótið er klukkan 22:00, þá kæmu inn umræðuefnin um klukkan 21:00... þannig fá þáttakendur tækifæri á að undirbúa sig eitthvað... Síðan er lagt til að opið verði á umræðuefnin að lágmarki í einn klukkutíma, jafnvel lengur, en alldrei lengur en í tvo klukkutíma...

Stjórnandi hvers kvölds er síðan sá eini sem má koma með vísnalaus innlegg...

Ef þessi uppsetning er í lagi, þá vil ég biðja Bölverk um að setja inn þessar reglur í fyrsta innleggi þráðarins... eftir því sem við á...

-------
Síðan kom Offari með þá hugmynd að hafa dagsfyrirvara á þessu, og Z. Natan vildi orða það með sólarhringsfyrirvara... má þá ekki stroka út þau innlegg af hinum þræðinum?


--------------------------------
Jú - því hér eru afrit: - z n ó j -

Offari mælti:

En Offari er alltaf andlaus á kvöldin, Er ekki hægt að hafa lengri fyrirvara á viðfangsefnunum?

Skabbi skrumari mælti:

Þetta var bara hugmynd, mætti þess vegna vera 4 tíma fyrirvari, dagsfyrirvari eða jafnvel meiri fyrirvari... hvað finnst ykkur?

Offari mælti:

Dagsfyrirvari ætti að nægja. Er leyfilega að drekka öl á þessum hagyrðingamótum?[

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Legg til orðalagið: „A.m.k. sólarhringsfyrirvara “
- þá er líka hægt að treysta því að stjórnandinn sé örugglega farinn að huga að málinu . . .

Skabbi - eigum við ekki að flytja þessa umræðu yfir í Nýjunga/hugmyndaþráð, ellegar þá stofna sérþráð fyrir spekúlasjónir um Hagyrðingamót ? (sjá ath.semd mína þaraðlútandi í innleggi Skabba héraðframan).

Viðbót : (Nú sé ég að Barbapabbi er mættur - beini þessu spursmáli vitanlega einnig til hans).

Skabbi skrumari mælti:

Já, það er kannske rétt... kannt þú slíkt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/9/06 10:33

‹Fer að eyða sínum innelggjum›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/06 10:35

Gleymdi einu:

Z.Natan Znillingur mælti:

-------------------------------------------

- Sammála því sem Skabbi leggur til héraðofan. Auk þess legg ég til að þráður þessi verði héreftir eingöngu nýttur fyrir Hagyrðingamótið sjálft & allra nauðsynlegustu tilkynningar stjórnenda þess, en ekki nýttur til frekara spjalls né kvæðabirtinga.
M.ö.o. - að menn leggi almennt ekkert inná þráðinn eftir að móti er slitið.
/ - z n ó j -

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: