— GESTAPÓ —
Sléttubönd
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 1/9/06 09:32

Hér eru frumort sléttubönd eftir hann Leibba Djass

Ölið skaltu drekka lítið
skaðast hugans þróun
bölið fylgir ekkert skrítið
er það tímans sóun

[Það er hægt að lesa þetta afturábak og áfram, en ef það vantar stuðla og höfuðstafi þá er þetta ekki Sléttubönd... Skabbi]

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/9/06 12:13

Til að gera góð sléttubönd þá þurfa stuðlar og höfuðstafir að mynda skemmtilega og órjúfanlega heild... prófum:

Ölið skaltu lepja lítið
lagast hugans þróun
bölið fylgir skrambi skrítið
skelfur tímans sóun

Sóun tímans skelfur skrítið
skrambi fylgir bölið
þróun hugans lagast lítið
lepja skaltu ölið

Leibbi Djass (eftir smá lagfæringar... Skabbi)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 03:08

(stolið frá kvæðamannafélaginu Iðunni)

Halur aldinn þuldi þá
— þegninn fróði brosti —:
„Dalur faldinn mjöllu má
miðla góðum kosti.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/06 15:40

Þó hingað til hafi ekki komið góð frumsamin sléttubönd, þá ætla ég að halda áfram...

Baka til ég kvæði kveð
kann þó vart að yrkja,
staka sú er pína, peð,
prýði ei mun styrkja.

Styrkja mun ei prýði peð,
pína er sú staka,
yrkja að vart þó kann, kveð
kvæði ég til baka.

Svolítið misheppnað...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/9/06 20:04

Gerir tilraun.

Glaður nú hann mætir mér
máttur er hans kraftur
Maður hælir sjálfum sér
sáttur er hann aftur.

Aftur hann er sáttur sér
sjálfum hælir maður
Kraftur hans er máttur mér
mætir hann nú glaður.

Er þetta rétt svona?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/9/06 10:32

Maður verður að vera með (hjér gós noþþíng)...

Snæðir hollt, þó aldrei egg
aukabitann drýgja.
Græðir stolt þá lengi legg
lauk á, vit þá svía.

(http://www.lexis.hi.is/osamb/osamb.pl?finna=ok&flyk=svía&fofl=so)

Svía vit, þá lauk á legg
lengi stolt þá græðir.
Drýgja bitann aukaegg
aldrei hollt þó snæðir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/9/06 19:37

Karla fulla, lygaljóð
ljúflings, aldrei bæta.
Varla munu falleg fljóð
fleka þá og græta.

Græta þá og fleka fljóð.
Falleg munu varla.
Bæta aldrei, ljúflingsljóð,
lygafulla karla.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/06 14:34

Tennur narta staurinn stífa,
stúlkan fastar bítur.
Rennur sleipan barma bífa
blautur vökvinn flýtur.

Flýtur vökvinn blautur bífa,
barma sleipan rennur.
Bítur fastar stúlkan stífa,
staurinn narta tennur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 26/9/06 20:48

Lóan flýgur burtu brátt,
blakar vængjum þýðum.
Móann fölvar austan átt
ásamt norðan hríðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/9/06 09:16

Aftur tæmist flaskan full
fyrr en klæmist raftur.
Kjaftur dæmdur svolgrar sull
sorgar flæmdur kraftur.

Kraftur flæmdur, sorgarsull
svolgrar dæmdur kjaftur.
Raftur klæmist fyrr en full
flaskan tæmist aftur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/10/06 19:47

Vindur lekur þungur, þýður,
þreyttur gengur maður.
Kindur rekur, blístrar, bíður
bölvar eitthvað þvaður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/10/06 23:02

Endaþarmur bólginn böll
brúnan litar hroða.
Lenda milli hreina höll
heldur vil ég skoða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 23:30

Refur illur veifar vönd,
varla detta fjendur.
Hefur alltaf brugðið bönd,
brostin vísa stendur.

Stendur vísa, brostin bönd
brugðið alltaf hefur.
Fjendur detta, varla vönd
veifar illur refur.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 17/10/06 21:54

Píku konan etur enn,
ekkert seður frúna.
Líku engu margir menn,
munu svelta núna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/10/06 23:18

Núna Airwaves dunar dátt,
dansar fullur lýður.
Fúna gólfið brotnar brátt,
brostið hjarta svíður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 17:52

Drepum kulda, einnig él,
allir mega vita.
Lepjum dauðans skitnu skel
skjólið færir hita.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 18:04

Napur fýkur vindur vært
vitjar okkar beggja.
Dapur strýkur kvendið kært,
kannar þokka leggja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 18:09

Feiminn segist skreppa skjótt
skundar sinnar leiðar.
Heiminn eygir, þjálfar þrótt
þreytir kvinnu veiðar.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: