— GESTAPÓ —
Tónlistarvirtúósarnir Supernova og Magni
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 1/9/06 10:42

Það er áhugaverð staðreynd að Supernova eða Sprengistjarna eins og það útleggst á íslensku er heitið á því sem gerist þegar stórar stjörnur brenna út og springa.

Ætli þessir ágætu hljómsveitameðlimir geri sér grein fyrir þessari íróníu.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/9/06 10:43

hehehe

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 1/9/06 13:17

Þetta er hreinlega nokkuð góður punktur.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/9/06 14:10

Sprengistjörnur eru nú fallegar úr fjarska...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 1/9/06 16:35

Ég er kynvillti dvergurinn Dave Navarro...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 1/9/06 19:03

Ég fylgist alltaf með þessu. Sveitin er kannski ekki mjög aðlaðandi en það verður að viðurkennast að Magni hefur verið að standa sig vel.
Ég er allavega stolt af honum, bjóst aldrei við að hann kæmist svona langt.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 1/9/06 20:08

Ég styð strák í úrslitaþáttinn en vona að hann verði í öðru sæti.

Íslenskt RSSN spjallborð

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég tek undir með Galdrameistaranum og vona að úr því sem komið er nái Magni að komast í úrslitaþáttinn. Hann hefur verið landi og þjóð til sóma.
Hins vegar líst mér ekkert á þessa hljómsveit og mun ekki koma til með að fylgjast með henni í framtíðinni.
Ég spái því að Lukas Rossi verði fyrir valinu sem söngvari Supernova og má þá segja að þar hæfi skel kjafti.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 2/9/06 00:33

Herbjörn Hafralóns mælti:

Ég spái því að Lukas Rossi verði fyrir valinu sem söngvari Supernova og má þá segja að þar hæfi skel kjafti.

Tel ég nokkuð ljóst að með slíkri áhöfn sem skipuð er mönnum á borð við Tómas Lí þá verði ekkert annað en jógúrtklof fyrir valinu og þar sem engin af fljóðum þeim sem fram eru sig að bera standa svo mikið sem undir nafni (hvað þá meira), þá tel ég nokkuð ljóst að úrslitin séu ráðin fyrir löngu síðan. Dílana mun bera sigur úr býtum og það einróma. Kæmi mér það þó alls ekki á óvart þó hann Magni okkar elskulegur lendi í þriðja sæti og ræfilsrottan hann Lúkas endi í silfursætinu.

En þetta eru auðvitað bara ígrundandir alls ógrundaðar.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/9/06 01:37

Ég segi að Lúkas albínóakambur vinni, Magni verði óvænt nr. 2 og Dilana nr. 3.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 2/9/06 02:27

Ég held að það verði enginn lokaþáttur. Hljómsveitin verður hætt áður vegna rifrildis. Eða tónstíflu. Ég hef sjaldan heyrt jafn innantóm og innihaldslaus lög og þau sem þeir eru búnir að vera að opinbera sem sínar tónsmíðar í þáttunum.
Svo ætlaði Gilfreður gítargarmur að taka vesalings söngvarana (og Lúkas) og kenna þeim að semja lög núna í vikunni!

Heyr á endemi!

En ef svo undarlega færi að hljómsveitin entist fram yfir lokaþáttinn, þá sýnist mér að þið hafið gleymt að það eru fleiri möguleikar á niðurröðun í sætin. Til dæmis gæti Tóbías orðið efstur í turninum og látið það sem vind um eyru þjóta þó Lúkas magnaði upp dílemmu fyrir neðan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Amen.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/9/06 11:43

Ég er algjörlega að fíla þessa þætti ræmur. Get ekki betur séð en að „Magnidude“ beri höfuð og herðar yfir mannskapinn eins og hann leggur sig. Hrinleikahús af bestu gerð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/9/06 15:08

Ég heilsa yður síra Skammkell! Yðar hefur verið saknað!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 2/9/06 21:18

Þakka þér, kantor Sívertsen. Við þurfum að fara að hittast og ganga frá messuskránni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/9/06 21:19

Og það dugar ekki nema í raunheimum tel ég yfir allnokkru af messuvínsprufunum sem okkur bárust einmitt um daginn.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 2/9/06 21:20

Líst oss það kostr góðr!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/9/06 21:25

Halló Skammkell! Má ekki bjóða þér kakó?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: