— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 332, 333, 334 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/10/05 16:02

bætir allt að bergja á skál
blíðkast lund og magi
Upp rís stinnur eins og stál
stuðlasmiður hagi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/10/05 17:01

Hagi grænn er horfinn frá,
haustið labbar yfir,
eltir hvítust vetrarvá,
vefur allt sem lifir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/10/05 17:33

lifir okkur ævistarf
ættum það að vanda
viljinn er jú það sem þarf
- og þumlar beggja handa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/05 17:33

Vímus mælti:

Heggur mörgum hausinn af
Heiðglyrnir all rammur
reistan böllinn rak á kaf
í raka pussu allt hann gaf.

Bölvað kæruleysi er þetta í ykkur, sáuð þið ekki að það er búið að rjúfa keðjuna, kíkið á fyrri síðu... ef þið eruð ósammála þá skuluð þið gleyma þessu innleggi...

Gaf ég lúðum lausan taum
lá og drakk mitt Víti.
keðja slitin, gefið gaum
gatið það er lýti.

Gleymið þessu, ég ætla að smíða inn í þráðinn á eftir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/10/05 17:41

Ég setti bót á þráðinn. Næsta orð er þá 'handa'.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/05 17:44

Handa minna held ég upp
hér og margt mig kætir
Sparkið nú með spor í hupp
spekúlantar mætir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/10/05 17:45

Rétt Skabbi, las ekki nógu langt aftur.

Lýtið mátti laga strax
lútinn bætir Skabbi
óðs um gátt fer eins og lax
- elfar straum af kvabbi

Handa þræði heljarstökk
hoppar Enter slingur
Keðjan ekki klingir skökk
kætist hagyrðingur

of seinn

mætir hérna bragarbróðir
bætir okkar villuslóðir
kætast margir illa óðir
ætast varla núna sjóðir

jæja þá slapp ég loksins inn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/05 18:24

Sjóður Barba-bragar hér
best má ekki tæmast
Hláturstárin þerr'á þér
þegar hann vill klæmast

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/10/05 00:58

Klæmast mætti meira hér
ég mælist til þess núna
Sá sem ætlar eftir mér
yrki ljóð um kúna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/10/05 01:43

Kúnar allir karlmenn munu,
kvinnan ekki dalar.
Fyrir hring og orðarunu
allar erum falar.

Falt var kvenndið, föl var mey
fékkst á góðu verði.
Seldi holdið, sorglegt grey
svikavef hún gerði.

Gerður, ólánsmeyjan, man
mikið betri tíma.
Dróttin dýpra hafði plan
við drykkju Gerður þarf að glíma.

Glími ég við glópalán
góðri lukku kann ei stýra.
Vildi heldur vera án
vergjarnra og illra fíra.

Úff.. búin í bili.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/10/05 02:10

fíra góða finna mátt
fljóðið bjarta
menn sem ekki hafa hátt
hættu að kvarta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/10/05 10:13

Meinar Þú að minna og færra
mæti Þér til yndi
Að lífið ekki stefni í stærra
staðni og burtu syndi

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 3/10/05 12:46

Syndi yfir sjóinn ég
sjálfan kraftinn nota
horfi ég á hættuleg
hákarlagrey og rota

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 3/10/05 13:40

Rotaði ég einn ræfil hér,
ruslamenni mikið.
Með klækjum asninn ávann sér,
á kjaftinn fyrir vikið.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/10/05 13:58

Vikið hef ég vegi af
vandaða og breiða
Því mér drottinn þráa gaf
þótta, kerskni og leiða.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 3/10/05 15:45

Leiðar lóða tíkurnar
langarí að fáða
Prinsippið og píkurnar
pjattaðar með kláða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 3/10/05 15:48

Kláða mikinn klofi í
karlinn greyið líður,
ef stundar sukk og svínarí
og sýktum píkum ríður.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 16:05

riðið hef ég Rússameyjum,
Rúmeníusnótum
hefðarfrúm frá Azor-eyjum
og Inkapíum, ljótum

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 332, 333, 334 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: