— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 82, 83, 84 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 10/3/04 21:22

Skallabjarti skíthausinn
skirpti hor'á lútinn.
Heldég ætti hundinginn
að herða bindishnútinn.

Of seinn.

Púla ég með penn'og blað
pýrðum augum, þrútinn.
Hakka í mig torf og tað
til að setj'á lútinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 10/3/04 21:45

Fyrir Barbapabba:

Púlar hann við próflestur,
pungsveittur og lúinn.
Fnæsir eins og flóðhestur,
flöskubjórinn búinn.

Og fyrir Mjása:

Bindishnútinn basla við,
blóta hátt og emja.
Lufsan lafir niðrá kvið,
leitt er hana að temja.

Æ,æ of seinn

Lútinn er mér ljúft að skoða,
lesa vísur góðar.
Hér er miklu úr að moða,
margur hérna ljóðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 10/3/04 22:59

Ljóðar lagði pennan niður
laglegasta skáld
Blekið þurrt, enginn friður
skáldagáfan sáld

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/3/04 23:07

sáldrast gjarnan seðlakös
súlustöðum á
streymir allt í eina nös
ungapabba hjá

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 10/3/04 23:45

Hjákátlegur horfir á
hanann gala,
kötturinn kúrir inní bæ
kONAN þvær úr bala.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/3/04 00:46

Balamdu í Bólevíu
bjórinn fékk
saup’ann uns í einni spýju
upp úr gekk

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 11/3/04 10:06

Gekk ég yfir Ísaland
úfna mýri og brunasand
og skörðótt fjöll því skelfing and-
skoti vantað´ okkur bland.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/3/04 10:36

blanda Smali viljum vart
vodka halir drekka
landa valið seljum svart
suður dala brekka

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 11/3/04 11:58

Brekkan er brött
og brúin er mjó
Gatan er glött
en ég geng hana þó.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/3/04 13:26

þó að veikist vefurinn
varla steikist hugur
er á reiki refurinn
ráf'í kreiki flugur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/3/04 14:01

flugur smáar smíða sér
smellnar knáar stökur
hugur frái hækka fer
hnellnar sjáum vökur

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 11/3/04 14:26

vökur lengjast vetur þverr
veinar drengjakórinn
en mér gengur ávallt verr
að mér þrengir skórinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/3/04 14:29

vökustaurar deyða dróm
dreymdi sauraveiði
þá er auratuðlan tóm
týnt er gauraseyði

of seinn

skórinn hælinn skarí frekt
skakkir þrælar ösla
engin sæla engin spekt
ávallt vælinn gösla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/3/04 17:13

Göslast áfram góurinn
gegnum lífið fullur.
Ekki beysinn bógurinn
berklar hrjá og sullur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/3/04 17:54

Sullur.löngum sullað gat í maga
sæta langa sumardaga..
Bulla löngum bullað gat í haga
Beitt þá aga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/3/04 22:29

Agalausir aularnir
yfir lútinn pissa.
Stuðla ekki staularnir
stór er þeirra skyssa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 11/3/04 22:50

Skyssa mörg er skondin hér,
skringilegar kviður.
Þorskhausar hingað þrengja sér,
því er verr og miður.

(Kannski kemur þessi kveðskapur mér í hóp nefndra þorskhausa)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/3/04 23:15

Miður vær'að missa þig
mælsku-björninn Hafra.
Ljóðagums þitt lífgar mig
ljúft er það að slafra.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 82, 83, 84 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: