— GESTAPÓ —
Langar þér frítt í bíó ?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/5/06 12:54

Þessa spurningu fékk Hvæsi senda í rafræna pósthólfið sitt og verð ég að játa að ég er ekki bestur í íslensku, en mér finnst eitthvað bogið við þessa setningu.

‹Reynir að rétta hana af með handafli›

Hvað segja snillingarnir hér ? Hvort segi ég "langar þér" eða "langar þig" ?
‹Klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/5/06 13:03

Mig langar.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 10/5/06 13:07

Hvað varst þú beðinn um að reiða fram margar krónur í sms formi til að hljótast sá heiður að fá fríann bíómiða á mynd sem sýgur meira en pólsk portkona?

Góðar stundir.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/5/06 13:13

Ég bara sá ekki tilganginn í því að opna svona sorapóst og get því ekki svarað því hvað það myndi kosta.
En þetta er víst flott gróðaleið, kaupa 10 bíómiða á 8,000kr , segja svo 200 manns að senda sms á 200kr per. stk.... þá er maður kominn í gróða.‹Ljómar upp›
Og fyrst þetta eru íslenskukröfurnar, þá getur ekki verið erfitt að stofna svona gullnámu. ‹Ljómar enn meira upp en þó með smá kaldhæðnistón›

Það þarf ekki mikið til að fá vinnu við svona fjölmiðlun fyrst maður fær svona póst sendann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/5/06 13:22

Hvæsi mælti:

Hvað segja snillingarnir hér ? Hvort segi ég "langar þér" eða "langar þig" ?

„Langar þig“. En best er auðvitað að segja „Langar yður“ ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/5/06 15:27

Stefnir löngun yðar til að horfa á biograf? er setning sem verður ei við slegið.

Má ekki bjóða yður á biograf-sýningu? er einnig sterkur valkostur.

Og svo er Biograf-sýningu vil ég bjóða yður á alltaf klassi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/5/06 15:31

‹Fer að speglinum og tekur til við að æfa Upptökulínur eða Veiðilínur
(enska pick-up lines)›

Skulum vjer fara á sjálfrennireið oss að sjá hreyfimynd í kvöld ?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/5/06 16:38

Fjölmiðlar eru að fara í rassgatið á ömmu djöfulsins. Um daginn sá ég "Mér hlakkar til sumarsins" sagt af fréttakonu á RÚV. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Ég sem hélt að þessi villa væri aðeins gerð af geldingum og hálfvitum.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 16/5/06 03:49

Mér hlakkar til að mig hlakki til sumarsins, annars ætla ég að skipta mér ekki af mínum mig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 16/5/06 08:11

Ég hlakka nú bara ekkert til.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/5/06 10:49

Mér hlakkar svo til!

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 16/5/06 13:04

Míns hlakkar til.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tumi Tígur 16/5/06 13:31

Minns líka.

Sonur andskotans · Skógardrísill · Prins Frumskógarins · Tígull
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Mér kvíðir fyrir sumarinu

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 16/5/06 18:00

Sumarið er komið ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu› en mér leiðist í bíó, sama og þeggið.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 16/5/06 20:04

ég er að spá í að bíða með að sjá myndina þar til hún verði sýnd í samkomusal krossins.ég efast ekki um að Gunnar kross muni sýna myndina

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/5/06 20:53

Vonandi mun Gunnar frelsa þig undan litlitlirstafiríupphafisetninga syndinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/5/06 01:28

Hvað þá gleymapunktiílokmálsgreinar syndinni.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: