— GESTAPÓ —
Kveðist á III
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/4/06 15:14

Sökum undarlegrar virkni 'Enn er kveðist á' opna ég hér framhaldsþráð.

Hann er þá sá þriðji í röðinni, í beinu framhaldi af:

Að kveðast á og Enn er kveðist á

Reglur eru þær sömu. Vísa skal hefjast á síðasta orði þeirrar vísu sem á undan fer.

Muna svo að vanda sig, bæði við bragfræðina og innihaldið.

Isak Dinesen endaði sína síðustu vísu á 'gini'

Gini helli gin mér í
og gretti smetti
áhyggjur og ábyrgð flý
á einu bretti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/4/06 15:24

Bretti stendur blátt og mjótt
bugað lífs af raunum.
Átti flytja austur fljótt
eina dós af baunum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 20/4/06 15:31

baunadós ég bara á
beysið ekki líf mitt
segðu hvernig meika má,
magi, þetta kíf mitt

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/4/06 15:44

Mitt í klíðum mætti ég
mörgæsum í göngum.
Herren Gud nú hætti ég
helgartúrum löngum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 20/4/06 16:50

Löngum stundum lá ég hér
og leiddist ósköp mikil.
Núna á ég ígulker
og ælugrænan lykil.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 20/4/06 19:41

en hnakki ertu, hygg ég, sjálfur Hlebbi „snípur“
oftast liggur út á Kýpur
elg- munt -brúnn með ljósar strípur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Sælinú - þessi nýji þráður er mun flottari en sá gamli, sem var orðinn dálítið þvældur. En þessi fer vel af stað xT

Strípikúnstir stunda,
stoltið keikur munda,
á Skúlagötu skunda;
í skímu húsasunda
í dóti mínu dunda.
Dæsi. Legg mig svo til svefns & blunda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/4/06 22:09

Blunda brúnir hundar
Brundar sveinn á Hrund
Hundurinn heim skundar
Hrundar þung er lund

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/4/06 04:33

Gervi- mikla -greind á ég,
og góða dúkku úr plasti.
Við göt í henni gæðaleg,
ég gamna mér í hasti. vonandi misskilur nú enginn þessa skemmtilegu barnavísu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/4/06 10:51

Þetta líst mér vel á... best að taka þátt...

Mótið kvæða mæri ég,
mikið yrkjum saman.
Hér er vistin hlægileg
og hrikalega gaman.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 21/4/06 11:12

Gaman er á Grána
góðum reiðtúr í
Fögur landsins "fána"
"flóran" er sem ný

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/4/06 11:15

Ný er kveðskapskitra,
kvæðin hérna titra,
á Gestapóa þau glitra,
geymslustaður vitra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 21/4/06 11:27

Vitra sjaldan virðingu
vantar mjög að fá
Þeir mæla með girðingu
meðfram stórri á

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/4/06 11:29

Á dögunum vjer fengum frjett
af fagurri veru dökkri:
Kría svört um Lútinn ljett
læðist helst í rökkri

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/4/06 11:38

Rökkrið hræðir heimska menn
sem hopa, fórna tárum.
Furðudýrin þeir sjá þrenn,
þakin brúnum hárum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 21/4/06 13:53

Hárum þakinn hestur er
hefur stóran lók.
Haustar seint í september
samkvæmt fræðibók.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/4/06 13:59

Bókstaf illan aldrei hjer
ætlum vjer að brúka
Frekar hjerna hættum vjer
hjeðan fúlir strjúka

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/4/06 14:55

Strokið fékk ég kvenmanns kinn,
kuldinn fór um leið.
Hugsunin, í hvert eitt sinn,
um hana barg frá deyð.

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: