— GESTAPÓ —
Kynning: Dalalæðan komin á kreik
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 5/4/06 21:20

„Dalalæða: Þegar sumri fer að halla og nóttin að lengjast myndast oft þoka yfir landi, ekki síst í innsveitum, síðla nætur eða snemma morguns. Oftast léttir þokunni þegar sólin hefur náð að skína og verma upp landið og gerist þetta gjarnan á bilinu frá kl. 9-12 á morgnana. Stundum er þokan ekki þykkri en svo að háar byggingar standa upp úr og jafnvel er hún ekki dýpri en sem svarar einni mannhæð. Við slíkar aðstæður verður til nánast dulúðleg stemning enda margar sögur til um drauga og kynjaverur sem fara á kreik við þessi veðurskilyrði.“ (tekið af síðu ístúristans.is)

Mér fannst við hæfi að innkoma mín hefðist á þessum inngangsorðum um dalalæðu, og þeir sem telja sig mikla mannþekkjara ættu að geta lesið út úr þessum orðum heilmikið um persónuleika minn.

Lengi hef ég fylgst með bagglýtingum úr skúmaskotum en ekki haft þor í mér til að láta ljós mitt skína, en nú er tíminn!

Sæl öll! ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/4/06 21:39

Gaman að sjá þig rísa upp úr rykinu, þú ættir þá að kunna þig ólikt sumum sem hafa sprottið upp úr skítnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/4/06 22:27

Þú lofar góðu.

‹Gefur leyniskyttunum bendingu um að hörfa›

Vertu hjartanlega velkominn og megir þú dafna hér á lútnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 5/4/06 22:38

Þakka ykkur fyrir. Ég mun gera mitt besta til að standa undir væntingum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/4/06 22:57

Velkomin Læða.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 5/4/06 23:09

Tilkomumikið fyrsta innlegg verð ég að segja. Vertu velkomin og láttu fara vel um þig í betri stofunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 5/4/06 23:34

Þú ert nú meira krúttið. Vertu velkomin!

‹Blæs upp blöðrur og eitt stykki sundlaug›

Gjörðu svo vel!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 5/4/06 23:36

Haustþoka að læðupokast og varla komið vor. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›
Þessi ófögnuður hefur svo oft gert mér lífið leitt við heiðagæsa og hreindýraveiðar að sá undraheimur sem hann oft skapar verður að fjansamlegum og jafnvel hættulegum óvin.
Vonum bara að vorborin þokan leysist upp í læðing um leið og sólin skín.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 5/4/06 23:43

Vjer bjóðum yður hjer með formlega velkomna með hefðbundnum fyrirvörum, t.d. um að upphafsinnleggið reynist í samræmi við það er fylgja mun í kjölfarið, að þjer hverfið eigi nánast strax o.m.fl. ‹Kemur fyrir nýliðaeftirlitsmyndavjelum›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 5/4/06 23:44

dordingull mælti:

Haustþoka að læðupokast og varla komið vor. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›
Þessi ófögnuður hefur svo oft gert mér lífið leitt við heiðagæsa og hreindýraveiðar að sá undraheimur sem hann oft skapar verður að fjansamlegum og jafnvel hættulegum óvin.
Vonum bara að vorborin þokan leysist upp í læðing um leið og sólin skín.

En það er skylda mín sem þoku að villa um fyrir slíkum skyttum; vei þeim sem skýtur blásaklaus hreindýr á heiðum uppi.

‹buslar í sundlauginni í betri stofunni

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 5/4/06 23:51

Og þeim sem skjóta blásaklaus lömbin í sláturhúsi og þeim sem drepa blásaklausa ýsuna og þeim sem rífa upp og drepa blásaklaus blómin og .....................................

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 5/4/06 23:53

Já, vei þeim líka. Vei vei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 6/4/06 01:00

Nú hef ég fengið svona fína ásjónu. Ég verð að viðurkenna að ég virðist nú heldur eldri en mér líður, en það er ekkert sem gott andlitskrem getur ekki ráðið bug á. Að minnsta kosti þar til mér áskotnast betri mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 6/4/06 07:09

Velkomin Dalalæða. Gaman að þessum innleggjum. Hafðu ekki áhyggjur af dordingli, hann skýtur hvort eð er alltaf skakkt.
‹Glottir kjánalega›

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/4/06 09:16

Ha önnur læða?
‹Horfir tortryggin á Dalalæðu›

Við getum kannski stofnað klúbb!
‹Ljómar upp og kallar á Furðu, Skoffín og Mjákvikindi›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 6/4/06 11:48

Kettuklúbburinn Breim ... líst vel á‹Stekkur hæð sína›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/4/06 13:02

Ég hélt þú værir Dalai Lama kominn aftur til okkar. Hvað heitir karlinn þinn? Þokulúður?

‹Hlær eins og Halldór Blöndal›

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/06 13:19

Er hún Ausfirsk þessu þoka?

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: