— GESTAPÓ —
Brauðfótur nam land.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 27/3/06 02:30

"Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið."

Nem ek land!

‹Vafrar um með eld í fötu›

Og skal kynningarþráður þessi bera nafnið Brauðfótarból hér eftir.

ps. Áhugamál mín eru brennd vín, börn og dýr.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 27/3/06 02:38

Gættu þess að verða ekki brennt brauð! ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið› Þar sem ég kann ekkert í þeim braghætti sem þú berð fram þá ætla ég ekkert að segja um hann nema að ef hann er leirburður þá lagfærðu hann allt til fullkomnunar áður en nokkur maður sér þetta..

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 27/3/06 02:49

Ef brauðið er brennt er við vinnufólkið og þrælana að sakast. Og hika ég ekki við að berja þetta þjófakyn sem undan Náttfara heigli er komið.
Og þó ég sé maður snotur og hygginn treysti ég mér (enn um sinn) ekki til þess að takast á við það verk að lagfæra Hávamál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 27/3/06 09:51

Ekki tala illa um landnámsmann Íslendinga, hinn mikla Náttfara sem bjó sér bólstað á hinum mikilfenglegu Helgastöðum.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 27/3/06 11:05

Þó svo að Hávamál séu eflaust allþekkt hér á Gestapó, þá er það samt til siðs að geta heimilda þegar vitnað er í verk annarra og hefur það eflaust ruglað hann B. Ewing kallinn í ríminu.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 27/3/06 11:42

Náttfari var þræll með þrælslund og þjófsaugu.

Ég biðst afsökunar á að hafa ekki getið heimilda hér að ofan, svo hér koma þær:
"Hávamál"
Höf: Óþekktur heiðingi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 27/3/06 11:58

Takk fyrir það. ‹Færir minnismiðan sem á stendur „Lesa Hávamál“ á milli „Gera yfirtökutilboð í Stundina Okkar“ og „Stela þessari ljótu húfu sem Íþróttaálfurinn er alltaf með“.›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 27/3/06 12:12

‹Tekur síðastnefnda miðann niður hjá Bjúving.›
Margreynt, ég held að kvikindið eigi margar.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Neissko, nýliði, en gaman.

Hver ertu og hvernig fréttiru af þessum stað ?

‹Bendir á nýliðann›
Hérna, togaðu í puttann á mér.‹Starir grafalvarlegur, þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 27/3/06 12:32

‹Setur upp gasgrímu svona til að vera viss›

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 27/3/06 13:31

Ég skil þetta með brenndu vínin... en hvað er málið með brennd börn og dýr?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/3/06 13:41

Hvernig finnst þér svið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 27/3/06 14:01

NEI, ekki toga í puttann á Hvæsa. Allavega ekki fyrr en ég er farinn heim.

Hvað þykist þú annars vera að væflast hér, drulluháleistinn þinn. Þú stendur varla í lappinar á þessum brauðfótum ‹hlær ákaft að eigin fyndni›.

Ég bið þig bara að gæta þess að vera ekki með neinn hroka hér og sýna þér eldri og fágaðri Gestapóum tilhlýðilega virðingu. Líka honum Hvæsa, þó þú togir ekki í puttann á honum.

Svo skaltu heldur ekki vera með neinar neikvæðar alhæfingar um löngu látna heiðursmenn (karla og konur) s.s. Náttfara og aðra sund- og glípukappa.

‹Krossleggur handleggi og virðir nýliðann fyrir sér.›
Annars heiti ég Sundlaugur Vatne og ég er sundkennari.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 27/3/06 14:16

Hvæsi mælti:

‹Tekur síðastnefnda miðann niður hjá Bjúving.›
Margreynt, ég held að kvikindið eigi margar.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Neissko, nýliði, en gaman.

Hver ertu og hvernig fréttiru af þessum stað ?

‹Bendir á nýliðann›
Hérna, togaðu í puttann á mér.‹Starir grafalvarlegur, þegjandi út í loftið›

Brauðfótur er nafnið og þegar ég er ekki utan í víking er ég í skóla&skítadjobbi®.
Rak nefið hingað inn fyrir tilviljun þegar ég var að gera google leit og ákvað svo að nema land.

Í þínum sporum myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég bæði berserk eins og mig að toga í fingur þinn. Hef ég gert það einu sinni.
Frásögn af þeim atburði er skrásett af Agli Greiðu og hljóðar hún svo:

"Án mælti: "Tak í fingr mér". Brauðfótr mælti: "Eigi skal toga". Varð þá Án kátr mjög og mælti: "Brauðfótr er ragr við að taka í fingr mér". Mælti þá Braufótr "Eigi skal toga". Án mælti "Tak í fingr mér ellegr muntu haf háðung af og mun það mál manna að Brauðfótr hræðist fingr vorn...Og var gestkvæmt mjög hjá móðr þinni".
Tók Brauðfótr í fingurinn og togaði. Varð Án svo um að honum varð brátt í brók. Varð hár hans hvítt frá þeim degi og fingurinn aldrei til gagns eftir það. Upp frá því var hann nefndur "Án Lausmagi". Án flutti svo út að bænum Keng við Stöng og dó þar einsamall". Eyddur varð Kengur að Áni dauðum og var mál manna að væri þar reimt mjög.

]Breyting: Gleymdi tilvitnun: Egils saga Greiðu. Höf: Egill Greiða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/3/06 14:19

Hann hefur mátt þakka fyrir að biðja þig ekki um að toga í eitthvað annað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 27/3/06 14:27

‹Eldar súpu í stórum potti til að bleyta í brauðfótunum›

‹Kallar hátt um alla Baggalútíu›

MATUR!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 27/3/06 14:29

‹hleypur að matarborðinu og dýfir brauðfæti í súpu› Góð súpa Blóðugt, en þetta brauð er skorpið og ógeðslegt.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 27/3/06 14:42

Sundlaugur Vatne mælti:

NEI, ekki toga í puttann á Hvæsa. Allavega ekki fyrr en ég er farinn heim.

Hvað þykist þú annars vera að væflast hér, drulluháleistinn þinn. Þú stendur varla í lappinar á þessum brauðfótum ‹hlær ákaft að eigin fyndni›.

Ég bið þig bara að gæta þess að vera ekki með neinn hroka hér og sýna þér eldri og fágaðri Gestapóum tilhlýðilega virðingu. Líka honum Hvæsa, þó þú togir ekki í puttann á honum.

Svo skaltu heldur ekki vera með neinar neikvæðar alhæfingar um löngu látna heiðursmenn (karla og konur) s.s. Náttfara og aðra sund- og glípukappa.

‹Krossleggur handleggi og virðir nýliðann fyrir sér.›
Annars heiti ég Sundlaugur Vatne og ég er sundkennari.

Sæll.
Ánægja að kynnast þér.
Ég reyni eftir fremstu getu að vera prúður og snotur maður sem kemur fram af virðingu við menn og dýr.
Samkvæmt Hávamálum er framkoma við gesti ágætur mælikvarði á hve snjall og snotur gestgjafinn er.

Ég skal hætta að níða þrælinn með þjófsaugunn, hann Náttfara.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 27/3/06 14:51

‹Gefur Brauðfæti klapp á kollinn og harðsoðið egg›
Ég býð þig nú bara velkominn, sýnist þú vera alveg ágætur.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: