— GESTAPÓ —
Vanda vanda, gættu þinna handa!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/3/06 00:29

Vladimir Fuckov mælti:

Anna Panna mælti:

Jarmi ekki hræða dömuna svona strax á fyrstu mínútunum!

Hræða ? Hún má þakka fyrir að Frelsishetjan er eigi á svæðinu. Því er rjett að nefna (sje nýliða þessum það ókunnugt) að yfirleitt er tekið nokkuð sjerkennilega (*) á móti nýliðum hjer.

(*) Sjerkennilega í augum nýliða. Eldri Bagglýtingum þætti hins vegar afar sjerkennilegt ef einhver nýliði fengi ekki slíkar móttökur.

Það er reyndar rétt, við höfum mýkst all svakalega í nýliðamóttökum. Jarmi, þú mátt alveg hræða hana!

Ætli Frelsishetjan geti ekki bara haldið námskeið fyrir okkur hin svo þetta fari ekki svona úr böndunum aftur?

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 00:30

Þumall? Jarmi.

Ertu að tala um hann Tuma litla þumal?
Helduru að ég vilji vera hann? Afhverju dettur þér það í hug? Ha?
Hvað? Nei ekkert sérstaklega en samt... er opin fyrir ýmsum möguleikum. hum hum!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/3/06 00:33

Isak Dinesen mælti:

Vanda Adams mælti:

Takk fyrir Isak Dinesen.
Má spyrja?
Varst það ekki þú sem skrifaðir bókina í nafni karlmanns?

Ég er karlmaður sem hef skrifað ansi mörg (einstaklega vönduð) félagsrit í nafni konu sem bar nafn karlmanns, undir hvers nafni hún skrifaði bókina sem þú ert að hugsa um.

Þess ber að geta að nafn hans/hennar er Glúmur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/3/06 00:33

Nei annars, ég er hættur við. Takk samt.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/3/06 00:33

Anna Panna mælti:

Það er reyndar rétt, við höfum mýkst all svakalega í nýliðamóttökum. Jarmi, þú mátt alveg hræða hana!

Ég hef reyndar aldrei tekið þátt í slíkum busavígslum. Og ýmsir aðrir hérna hafa óbeit á slíkum ófögnuði. Það er hins vegar allt annað mál að benda nýliðum strax á hefðir hér um slóðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/3/06 00:38

Jæja, þá er víst eins gott að benda þér á, kæra Vanda, að lesa þráðinn Ráð til nýliða, hann ætti að vera þín biblía fyrstu dagana sem þú ert að fóta þig hérna.
Annars máttu líka vanda betur greinarmerkjasetningu og sviganotkun og þá verðum við öll sátt held ég bara...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 00:41

Haraldu Austmann! Hvaða hvaða!

Kýmir má líka skrifa "kímir"
Eitt af þessum vafaorðum sem hafa sömu merkingu hvort sem það er skrifað með ypsiloni eða ekki.
Líkt og peysa, ( peisa) eða bleyja (bleia) Þó eru þessi orð ekkert skyld þannig lagað.
Ypsilon orðin finnst mér bara flottari! (Sérviska í mér)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/3/06 00:43

Sko Vanda mín „maður er opin fyrir ýmsum/öllum tillögum og hugmyndum" „ýmsir/margir möguleikar geta verið í stöðunni" En að „vera opin fyrir ýmsum möguleikum" Það bara gengur ekki..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 00:50

Já en? Heiðglyrnir. Eða hvað. (Veltir vöngum) Afhverju má ég þá ekki vera opin fyrir ýsmum möguleikum? Alveg eins og ýmsum tillögum?

Aha! skil nún!
Möguleikarnir eru ýmsir en tillögurnar geta verið ýmsar!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/3/06 00:55

Vanda Adams mælti:

Kýmir má líka skrifa "kímir"

Ekki er ég viss um að það sé rétt. Ég held að þetta sé nær því að skrifa lýf (þar sem einnig má skrifa líf) eða síra (þar sem einnig má skrifa sýra).

En ekki taka það of nærri þér. Jafnvel verstu íslenzkufasistarnir okkar gera hlægilegar villur. Og auðvitað gera flestir hér villur (það er reyndar leyndarmál).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 00:55

Já Anna Panna ég las ráðin til nýliða. Þarf líklegast að endurlesa þau, til að fóta mig almennilega.
Geri það, sjáumst svo á morgunn eða hinn!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/3/06 01:00

Ég geri aldrei vidlur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 01:01

Tja! Nú verð ég að svara Isak og Haraldi.
Mér leiðist smámunasemi í réttritun, þó ég beri fulla virðingu fyrir því fólki sem leggur metnað sinn í að tala og rita "rétt" mál.
Eins og einhver sagði "Orðabókin er eina sannleiksrit Íslands" Hún lýgur aldrei sem sagt.
Orðabók Menningarsjóðs 1963 segir; kýminn l, = kíminn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 01:04

Jarjmi vanda sig! hehehe!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/3/06 01:09

Of mikil réttritunarsmámunasemi er ekkert nema af hinu illa en þú skalt vera viðbúin dálitlu af slíku hérna. Og þola það ef þú ætlar að vera hérna áfram! Mig langar t.d. rosalega mikið til að árétta að punktur kemur aftan við sviga og að setning innan sviga byrjar ekki á stórum staf. Nema um sérnafn sé að ræða í upphafi setningar...
‹Líður betur eftir að hafa komið þessu frá sér›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vanda Adams 22/3/06 01:15

Já takk Anna Panna.
Klaufaskapur hjá mér, sem ég lagfæri (man örugglega framvegis eftir því).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/3/06 01:18

Frábært! ‹Ljómar upp og skálar fyrir nýliðum sem eru fljótir að læra› xT

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/3/06 01:25

Vanda Adams mælti:

Tja! Nú verð ég að svara Isak og Haraldi.
Mér leiðist smámunasemi í réttritun, þó ég beri fulla virðingu fyrir því fólki sem leggur metnað sinn í að tala og rita "rétt" mál.
Eins og einhver sagði "Orðabókin er eina sannleiksrit Íslands" Hún lýgur aldrei sem sagt.
Orðabók Menningarsjóðs 1963 segir; kýminn l, = kíminn.

Já er það? Ekki í nýjustu útgáfunni. Og ekki hefur Orðabók Háskólans sýnidæmi um það heldur.

Hins vegar er ekkert leiðinlegra en að ræða þessu bölvuðu mál hér fram og aftur. Því miður eru sumir á lút þessum sem fátt gera annað (og eru fyrir vikið lítið skemmtilegir).

Farðu frekar að kveðast á við andans menn.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: