— GESTAPÓ —
Hvalveiðar í atvinnuskyni?
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 16:01

Hvað segiði um það, hvalveiðar í atvinnuskyni. Er eitthvað vit í þessu?

Ég hef svo sem ekkert á móti því að drepa nokkur dýr mér til matar, en er einhver markaður fyrir þessi grey? Hver er gróðinn? Er ekki meiri gróði í ferðamannaiðnaðinum í kringum hvalaskoðun, nei ég spyr bara... ‹Fær sér Ákavíti og hættir að rausa.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 8/3/06 17:32

Er þetta ekki prinsipp mál, að við sem sjálfstæð þjóð megum drepa þau dýr sem við viljum, enda séu þau ekki í útrýmingarhættu. Svo geta túristarnir skoðað hræin.
Ég man reyndar eftir því - fyrir mörgum árum - þá var ég með fjölskyldu minni á ferð um Hvalfjörðinn (þá voru engin göng) og verið að verka hval í gömlu hvalstöðinni. Það var fullt af túristum að góna á það - jafnvel erlendum. Er þá ekki eins hægt að taka þennan sið upp aftur. Segja þetta hefðbundnar og gamaldags vinnsluaðferðir sem séu hluti af menningararfinum eða eitthvað.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 18:54

Jú það er eitt með réttinn, að hafa rétt á að drepa þessi dýr er sjálfssagt, enda er hrefnukjötið herramanns matur ef því er að skipta.... En þá er það spurning, erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Til að hrefnuveiði standi undir sig... þurfa bátarnir þá ekki að vera ríkisstyrktir, er það þess virði? Er hér komin enn eitt ríkisstyrkta báknið... samanber bændurna (sem hafa það skítt verð ég að viðurkenna)....

Til að það sé á tæru, þá er ég enginn grínpísari og hef í sjálfu sér ekkert á móti drápi dýra... en það er spurning með hagsmuni Íslands?

Reyndar er aðalhvalaskoðunarstaður Íslands... Húsavík... að fara að mála sig út í horn... því hvaða hvalaskoðari hefur yndi af því að sigla í gegnum álreyk til að skoða einhverja hvali...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jenna Djamm 8/3/06 18:58

Skabbi skrumari mælti:

Jú það er eitt með réttinn, að hafa rétt á að drepa þessi dýr er sjálfssagt, enda er hrefnukjötið herramanns matur ef því er að skipta.... En þá er það spurning, erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Til að hrefnuveiði standi undir sig... þurfa bátarnir þá ekki að vera ríkisstyrktir, er það þess virði? Er hér komin enn eitt ríkisstyrkta báknið... samanber bændurna (sem hafa það skítt verð ég að viðurkenna)....

Til að það sé á tæru, þá er ég enginn grínpísari og hef í sjálfu sér ekkert á móti drápi dýra... en það er spurning með hagsmuni Íslands?

Reyndar er aðalhvalaskoðunarstaður Íslands... Húsavík... að fara að mála sig út í horn... því hvaða hvalaskoðari hefur yndi af því að sigla í gegnum álreyk til að skoða einhverja hvali...

Súrir hvalir eru hrikalega góðir. Svo mjúkir og safaríkir. mmmm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 19:05

Maður fer nú bara að slefa... jú ætli það sé ekki rétt að veiða hval og helling af honum... pönnusteikt hrefnukjöt... jömmí... ‹Slefar ofan í Ákavítisglasið sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 8/3/06 19:08

Ég hef nú bara aldrei smakkað hval, enda hefur það alltaf verið bannað! Svoleiðis gengur ekki.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 19:10

Don... Varstu að blikka mig... ég sé í gegnum gleraugun... ‹Horfir iskyggilega á Don og sötrar Ákavíti með röri›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jenna Djamm 8/3/06 19:11

Skabbi skrumari mælti:

Don... Varstu að blikka mig... ég sé í gegnum gleraugun... ‹Horfir iskyggilega á Don og sötrar Ákavíti með röri›

Nau Skabbi það var ég sem var að blikka‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 8/3/06 19:14

Það sem ég geri undir gleraugunum er mitt einkamál!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 21:54

Hvalur er samt góður, þótt þú sért með sólgleraugu...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 8/3/06 22:05

Það á að senda flotann út og plamma á þessi kvikindi

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/3/06 22:05

Djöfull langar mig í hval núna... ‹Slefar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/06 23:18

Það á að leyfa veiðar á hvölum og greenpíshippum. Hasarkennt sjónarspilið myndi auka túristaásókn umtalsvert.

Hins vegar verður að viðurkennast að markaðurinn fyrir ketið er varla til staðar lengur. Meira að segja Japanir eru farnir að gleyma ketinu sem þeir komust á bragðið með í skortinum eftir seinna stríð.

Kannski önnur heimsstyrjöld gæti hresst upp á hvalalystina.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 10/3/06 12:42

Ég hef verið að vinna við hvalaskoðun 2 sumur í röð og sá bisníss getur sko alveg mokað inn peningum. Hef samt ekkert á móti hvalveiðum, ef forsendurnar eru nógu skynsamlegar.

Fannst samt ansi lélegt síðasta sumar þegar verið var að veiða hrefnur í rannsóknarskyni að bátarnir voru að veiða á sömu slóðum og hvalaskoðunin fór fram, þannig voru þeir að slátra gæfustu dýrunum sem voru gjarnan forvitin og komu alveg upp að bátunum, akkúrat hvalirnir sem skemmtilegast er að skoða. Á tveggja vikna tímabili eftir að veiðarnar hófust þá sást ekki kvikindi.

Annars skammast ég mín fyrir að hafa aldrei smakkað hrefnukjöt eða lunda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 10/3/06 12:48

er ekki hægt að selja hvalveiðiskoðunarferðir?mun meiri hasar í því heldur en einhver hvalaskoðunarferð

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 10/3/06 13:21

Ég myndi sko standa fremst í stafni með sprengiskutulinn og hníf á milli tannanna...

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: