— GESTAPÓ —
NAFNLAUS ÞRÁÐUR
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/2/06 17:54

Skil... gefðu henni rósir í kvöld Offari... hún á það skilið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/2/06 22:32

Kominn heim og konan er orðin sátt svarið.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/2/06 08:50

Rósirnar hafa sem sagt kætt hana...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/2/06 08:56

‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smigri 15/2/06 12:47

Mér finns nú bara gaman að lesa færeyskuna..
en það er þó hellingur sem maður þarf að læra...
‹hmmm›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/2/06 12:51

Farðu á færeyskar heimasíður til þess. Þessi er íslensk. ‹Flengir færeyinginn með vendi›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 15/2/06 13:52

Væri ekki ráð að útskýra nánar hvað algeng hugtök hérna þýða? Til dæmis hvað gestapó, athvarf, ritstörf, niðurskipan, póststöð, félagsrit, heimavarnarlið og útför merkja?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 15/2/06 14:14

Það væri óvitlaust, enda ekki á hvers manns færi að átta sig á þessu kerfi hjálparlaust.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/2/06 15:37

Kanna málið... annars er þetta einfalt:

Gestapó er mengi svokallaða „spjallsvæða“ sem þú ert staddur á núna og eru eftirtalin spjallsvæði hér: Almennt spjall, Efst á baugi, Vjer ánetjaðir, Baggalútía, Undirheimar, Kveðist á, Dægurmál, lágmenning og listir, Vísindaakademía Baggalúts, Sögur, gátur, leikir og dægradvöl, Lygilega vinsælir leikir, Fyrirspurnir, Umvandanir, ábendingar, tilmæli og Sorpminjasafnið. *
Hvert „spjallsvæði “inniheldur gríðarlegt magn af „spjallþráðum“ sem hver um sig er einstakur og skemmtilegur.

Athvarf yðar er svæði þar sem upplýsingar um þig koma fram ásamt nýjasta félagsriti þínu. **

Ritstörf yðar er svæði þar sem þú býrð til, breytir og eyðir nýjum félagsritum**

Póststöð er svæði þar sem þú getur lesið og sent póst til og frá öðrum einstaklingum innan Gestapó.

Félagsrit er svæði þar sem þú getur skoðað þau félagsrit sem búin hafa verið til.**

Heimavarnalið er svæði þar sem þú sérð hverjir Gestapóarnir eru.***

Útför er útskráning af Gestapó.
_____________________________________________________
Minnisatriði fyrir mig:

* Muna að útskýra hvað gengur á, á hverju spjallsvæði fyrir sig.
** Muna að útskýra hvað félagsrit er og hvaða tegundir félagsrita eru í boði.
*** Útskýra hvað Gestapóar eru og þá í leiðinni hvað Ritstjórn og Friðargæsluliðar eru?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/2/06 13:54

Hérna kemur svo uppkast að skýringum á þeim svæðum sem eru innan Gestapó (þið megið leiðrétta texta og bæta:

Almennt spjall (Skynsamlegar, rökvísar og dægrastyttandi umræður um lífið og jafnvel tilveruna.): Þetta er frekar laust í reipinu, nánast allt gengur hér, nema það sem á að vera á hinum svæðunum.

Efst á baugi (Allt slúður og umræður um það sem efst er á baugi hverju sinni) Hér er ekki óalgengt að fólk ræði um það sem hæst ber hverju sinni. Hér má jafnvel tala um stjórnmál, jafnréttismál og annað sem getur orðið óþægilega erfitt. Samsæriskenningar vel þegnar.

Vjer ánetjaðir (Kynningar, rafmæli, kveðjuteiti, myndbreytingar, andlát og fermingar gestapóa) Þetta segir sig sjálft. Hér eiga nýliðar að kynna sig.

Baggalútía (Hin alltumlykjandi útópía fastagesta Baggalúts) Merkilegt samfélag. Nauðsynlegt er að lesa nokkra þræði til að komast inn í tíðarandan þar áður en þú byrjar að babla.

Undirheimar (Skuggaveröld Baggalútíu): Þorirðu, farðu varlega. Hér ráða árar og skuggaverur ríkjum.

Kveðist á (Hér er allt látið flakka, samkvæmt ströngustu reglum bragfræðinnar þó): Kvæði, rímur, vísur. Margir þráðanna krefjast þess að fylgt sé keðju, lestu þig til og áttaðu þig á reglunum. Bragfræði nauðsynleg á langflestum þráðunum, sjá rimur.is og heimskringla.net en einnig er bragfræðiþráður til að fá leiðbeiningar.

Dægurmál, lágmenning og listir (Viltu ræða tónlist, kvikmyndir eða jafnvel bókmenntir? Þetta er staðurinn): Lítið meir að segja um það.

Vísindaakademía Baggalúts (Vísindi, framfarir, uppfyndingar og tilraunir - með ofuráherslu á stjarnvísi og kóbalt): Allar fræðigreinar og rökfræðiþrautir stundaðar hér.

Sögur, gátur, leikir og dægradvöl (Kannt þú leik sem hresst gæti upp á hversdag annarra lesenda? Láttu hann flakka): Alls kyns orðaleikir og dægradvöl í gangi hér, ef þeir verða lygilega vinsælir, þá flytjast þeir inn á næsta svæði.

Lygilega vinsælir leikir (Leikir, þrautir og annað tilgangslítið dútl sem notið hefur linnulítilla vinsælda):

Fyrirspurnir (Hér má beina gáfulegum fyrirspurnum til ritstjórnar): Það er ekkert víst að þeir svari þér, en það er um að gera að reyna, því sá heiður mælist í kílóbrosum.

Umvandanir, ábendingar, tilmæli (Allt sem tengist tæknilegum vandkvæðum, útliti og notkun vefsins - annað ekki): Segir sig að mestu sjálft.

Sorpminjasafnið
(Gamlar umræður sem enginn nennir lengur að lesa. Kjörlendi grúskara og nörda). Ef þú villist inn á þetta, ekki búast við að koma heil(l) til baka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/2/06 16:04

Skabbi skrumari mælti:

Kanna málið... annars er þetta einfalt:

Gestapó er mengi svokallaða „spjallsvæða“ sem þú ert staddur á núna og eru eftirtalin spjallsvæði hér: Almennt spjall, Efst á baugi, Vjer ánetjaðir, Baggalútía, Undirheimar, Kveðist á, Dægurmál, lágmenning og listir, Vísindaakademía Baggalúts, Sögur, gátur, leikir og dægradvöl, Lygilega vinsælir leikir, Fyrirspurnir, Umvandanir, ábendingar, tilmæli og Sorpminjasafnið. *
Hvert „spjallsvæði “inniheldur gríðarlegt magn af „spjallþráðum“ sem hver um sig er einstakur og skemmtilegur.

Athvarf yðar er svæði þar sem upplýsingar um þig koma fram ásamt nýjasta félagsriti þínu. **

Ritstörf yðar er svæði þar sem þú býrð til, breytir og eyðir nýjum félagsritum**

Póststöð er svæði þar sem þú getur lesið og sent póst til og frá öðrum einstaklingum innan Gestapó.

Félagsrit er svæði þar sem þú getur skoðað þau félagsrit sem búin hafa verið til.**

Heimavarnalið er svæði þar sem þú sérð hverjir Gestapóarnir eru.***

Útför er útskráning af Gestapó.
_____________________________________________________
Minnisatriði fyrir mig:

* Muna að útskýra hvað gengur á, á hverju spjallsvæði fyrir sig.
** Muna að útskýra hvað félagsrit er og hvaða tegundir félagsrita eru í boði.
*** Útskýra hvað Gestapóar eru og þá í leiðinni hvað Ritstjórn og Friðargæsluliðar eru?

Þú gleymir aðalatriðinu, þ.e. niðurskipan.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 11:33

Niðurskipun: Þar skráirðu niður ýmsar upplýsingar um þig sem munu síðan birtast í Athvarfi þínu. Þar geturðu meðal annars sett inn mynd af þér og sett inn undirskrift sem birtist við öll Innlegg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 11:49

Nú er ég búinn að uppfæra þráðinn Nýliðar skoðið!. Endilega kíkið á og komið með athugasemdir hér ef þið viljið breyta eða bæta þessar leiðbeiningar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 12:19

Svona var ég að hugsa um að hafa leiðbeiningar um Félagsrit, einhverjar athugasemdir?

Um Félagsrit

Félagsrit eru ákveðin leið til að koma ýmsu á framfæri.

Leiðbeiningar Ritstjórnar eru svona:

Ritstjórn mælti:

* Félagsrit skulu vera fræðandi, skemmtileg og innihaldsrík.
* Félagsrit skulu ekki innihalda blaður, orðagjálfur, tittlingaskít ellegar argaþras.
* Félagsrit skulu vera höfundi sínum til sóma.

Áður hef ég vikið að því að félagsrit skuli ekki innihalda skrif annarra, en það er mín persónulega skoðun. Skrifið eitthvað sem skiptir ykkur máli, leggið vinnu í það og hugsið áður en þið sendið hvort þetta eigi ekki frekar heima sem þráður.

Hér er gömul umræða um Félagsrit sem ég fann og þar sjáið þið að ekki eru allir sammála um hvað Félagsrit snúast.

Annars skiptast félagsrit upp í eftirtalda flokka og fer hér á eftir mín skoðun á því hvað eigi að fara í hvern flokk:

Dagbók: Gerðist eitthvað merkilegt hjá þér sem þú vilt koma á framfæri, varstu óheppin(n), var þetta frábær dagur, varstu brottnumin(n) af geimverum, þróaðirðu nýja leið til að kljúfa Kóbalt eða fórstu í tímaferðalag? Nánast allt gengur hér.

Gagnrýni: Hér má koma með allt sem gagnrýnisvert er og gefa því stjörnur. Horfðirðu á bíómynd sem kom þér á óvart? Ertu ósátt(ur) við nágrannan, varstu að hlusta á hinn frábæraBaggalútsdisk eða á tónleikum hjá þeim? Ertu gagnrýnin(n) á eitthvað? Láttu það flakka.

Sálmur: Lumarðu á góðum sálm, kvæði, rímu, atómljóði eða söngtexta sem þú vilt sína öðrum? Láttu það eftir þér.

Saga: Kanntu að segja sögu, sanna eða skáldaða? Gamansögur eru vinsælar og einn sá vinsælasti í bransanum er hann Sundlaugur Vatne. Lumarðu á smásögu? Láttu vaða.

Pistlingur: Er eitthvað sem liggur þér á hjarta, hefurðu ákveðnar skoðanir á hlutum og málefnum, langar þig að fræða okkur um einhverja fræðigrein eða áhugamál þitt? Hér er lag að koma með það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/2/06 14:16

Þetta eru góðar leiðbeiningar kæri Skabbi. Skál! xT

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 14:22

Flott er... hendi þessu þá líka inn á nýliðaráðaþráðinn... xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 16:02

Nokkur hugtöks sem eflaust mætti útskýra fyrir nýliðum eða eigum við að láta það vera?

Ritstjórn
Gestapói/Bagglýtingur
Friðargæsluliði
Kóbalt

Eitthvað annað?

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/2/06 18:13

Máske Blútur ?

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: