— GESTAPÓ —
Hveðja að utan.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 10/2/06 01:01

Hæhæ.
Ég er semsagt Gaz. Einhver ykkar kannski kannist við mig.
Þar sem ég hef núna kynnt mig þá ættla ég hér með að byrja á því að byðjast afsökunar á þeim óhjákvæmilegu stafsetningar og málfræði vitleysum sem ég kem til að óvart spilla þessu fallega mál-umhverfi með.
Ég hef afar góða afsökun. Ég bý í svíþjóð og hef ekki notað íslenskuna að staðaldri síðustu fjögur árin. Ég vonast til að ég sé ekki of ryðguð og að ég geti komist aftur í form eins fljótt og hægt er.

Gaman að vera hérna.
Halló allir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 10/2/06 06:47

Mér þykir leitt að tilkynna þér það en samkvæmt reglugerð 17.0.02.02 þá þurfa gestapóar búsettir í Svíþjóð að heita 3 nöfnum. Tímabundið munt þú ganga undir nafninu 'Gísella Andrea og Zara', eða þartil þú finnur bót á nafnavandamáli þínu. Stytting nafns þíns myndi þó enda í GAZ svo varla ertu of óánægð.

Vertu annars velkomin rúsínan þín og hafðu það sem allra best.

(ps. minz er bara að djóka í þinz með nafnið)

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/2/06 08:04

Hvað er málið með þessi þriggja stafa nöfnum? Og Gaz eða eitthvað, "hveðja"? HVEÐJA?!

Aldrei var ég svona slæm, og slæm var ég.

En er þetta samsæri? Hvar er Vlad?

Ég segi sko ekkert velkominn fyrr en ég veit hvað er á seiði.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/2/06 08:07

Hvað er allt að fyllast hér af Rússlenskum ökutækum?

Velkomin Volga.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 10/2/06 08:48

aulinn mælti:

Hvað er málið með þessi þriggja stafa nöfnum? Og Gaz eða eitthvað, "hveðja"? HVEÐJA?!

Aldrei var ég svona slæm, og slæm var ég.

En er þetta samsæri? Hvar er Vlad?

Ég segi sko ekkert velkominn fyrr en ég veit hvað er á seiði.

Enga stæla, hún útskýrir ástæðu stafsetningarvillna sinna. Reyndu nú EINU sinni að vera ekki með yfirgang við nýtt fólk.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 10/2/06 09:39

Jarmi mælti:

aulinn mælti:

Hvað er málið með þessi þriggja stafa nöfnum? Og Gaz eða eitthvað, "hveðja"? HVEÐJA?!

Aldrei var ég svona slæm, og slæm var ég.

En er þetta samsæri? Hvar er Vlad?

Ég segi sko ekkert velkominn fyrr en ég veit hvað er á seiði.

Enga stæla, hún útskýrir ástæðu stafsetningarvillna sinna. Reyndu nú EINU sinni að vera ekki með yfirgang við nýtt fólk.

Hvað er eiginlega að þér, Jarmi, þykist þú nú vera einhver fyrirmynd annara ljúfmenna?
Það er sjálfsagt að segja þessum aumingja til í stafsetningunni og slípa til málnotkun hans fyrst hann er farinn að ryðga svona.
Annars þarf ég nú aðeins að kynna mér þessa Gaz aðeins betur. Hvernig fallbeygir maður t.a.m. svona nafn? Ekki að maður þurfi að hafa áhyggjur af því þar sem hún býr í Svíaveldi og ber því að taka sér 3 nöfn samkvæmt reglum. Ég leyfi mér líka að stinga upp á ÁSA, SIGNÝ OG HELGA.
Býð þig velkomna með fyrirvara, Gaz, verði okkur vel til vina er aldrei að vita nema ég bjóði þér í sund.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 10/2/06 10:17

Sundlaugur Vatne mælti:

Hvað er eiginlega að þér, Jarmi, þykist þú nú vera einhver fyrirmynd annara ljúfmenna?

Naahhh, ég er bara eitthvað brundbelgdur og æstur eins og svo oft áður. Svo er það annað að það er vel hægt að segja fólki til í stafsetningu án þess að þurfa að vera með skítaviðmót.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/2/06 10:37

Jarmi vertu til friðs, ég má allt.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/2/06 11:41

Vertu velkomin, megir þú ná aftur tökum á því ylhýra tungumáli sem hér gildir.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 10/2/06 12:37

aulinn mælti:

Jarmi vertu til friðs, ég má allt.

‹Sendir rassálf að klípa aulann í rassinn›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/2/06 13:04

Lærðu að nota svið.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/2/06 13:10

‹Gefur aulanum sviðakjamma›

Hvað er nú þetta ? ‹ Horfir á Gaz úr fjarlægð og potar í hann/hana með ofsalöngu priki›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 10/2/06 13:28

Annar útsendari í ríki hinnar óendanlega fyndnu Hey-alle-hoppa frasa. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› Áður en þú veist af verður búið að hvítþvo þig af þessum skandinavíska úrkynjaða trallaraskap. Skál! xT

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/2/06 14:49

Ekki ertu að segja mér að þetta sé enn ein teiknimyndapersónan?! Ég hef ekki einu sinni séð þessa skrambans þætti! ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› ‹Finnst hann vera einn í heiminum›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 10/2/06 15:13

‹Tek um axlir Dons og segi við hann› Blessaður, vinur, þú ert ekki einn lengur. Vatnar er kominn aftur eftir langa fjarveru.

Sund- og glímukappi, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/2/06 15:29

‹Huggast› Nei, blessaður og sæll. Hvar hefur þú haldið þig?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 10/2/06 15:49

‹Roðna› Æ, kvennamál, þú skilur.

Sund- og glímukappi, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 10/2/06 15:54

aulinn mælti:

Lærðu að nota svið.

Ég borða nú bara svið. ‹Ullar›

Vertu velkomin Gaz. Við hlökkum til að heyra þig beita hinum alræmda sænska húmor. Hvernig er það, spila þeir nokkuð krikket þarna í Svíþjóð? ‹Ljómar upp›

Kannski, já ...bara
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: