— GESTAPÓ —
Handbolti
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 31/1/06 16:25

Jæja, nú erum við búin að leggja Rússneska Björninn og leikurinn var afar skemmtilegur og spennandi.

Er einhver með spá fyrir Ísland - Króatía leikinn?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 31/1/06 16:27

Því miður spái ég tapi.

‹Grætur sig hásan›

Líklega 26-29.

‹Hleypur út skælandi›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/1/06 16:27

Við munum vinna líka þar. Ísland best í heimi

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/1/06 16:28

Ég ét hatt minn og gerviskegg ef þessir íslensku þarna vinna ekki þann leik. Ég verð hins vegar sjálfur fjarri góðu gamni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 16:29

Jah... við höfum nú sterkari sundmenn, þannig að þetta ætti að hafast... þeir eru þó nákvæmari í taktík og sagt er að þeir noti bros-afbrigðið á ansi afbrigðilegan hátt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 31/1/06 17:29

Mér sýnist á leiknum við Dani sem er í gangi núna að Króatar spili mikið hraðari bolta en við. Það er amk meiri kraftur í þeim n í Rússum áðan.

Hvort er betra fyrir okkur að Danir eða Króatar vinni? Hvort liðið á ég að hvetja?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 31/1/06 17:47

Auðvitað viltu að Danir vinni! Ef við gátum gert jafntefli við Dani og Danir geta unnið Króata, þá getum við líka unnið Króata.

En eins og ég segi... ég er ekki bjartsýnn á þetta.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 31/1/06 17:48

Hvoruga, ég vona að báðir tapi...

Nei, segi svona. Flottur leikur áðan og það er langt síðan ég hef orðið svona ánægður yfir íþróttaviðburði. ‹Grætur yfir gengi Arsenal í Enska Boltanum›

Annars segi ég að Íslendingarnir taki bara Króata!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 31/1/06 17:50

Jarmi mælti:

Auðvitað viltu að Danir vinni! Ef við gátum gert jafntefli við Dani og Danir geta unnið Króata, þá getum við líka unnið Króata.

En eins og ég segi... ég er ekki bjartsýnn á þetta.

Þetta er ekki spurning um hvað ég VIL. Þetta er spurning um hvað er hagstæðara fyrir okkur miðað við stöðu og stig.
Ég VIL auðvitað að Danir vinni, það er fáránlegt að hrópa áfram Króatía!
Ég er auðvitað skilyrt til að halda með 'frændum' okkar.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 31/1/06 17:52

Hvurn fjandan ertu þá að spyrja ef þú ert skilyrt á Dani?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pamela í Dallas 31/1/06 17:57

gæti verið neikvæð skilyrðing.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 31/1/06 18:08

Jarmi mælti:

Hvurn fjandan ertu þá að spyrja ef þú ert skilyrt á Dani?

Reynir maður ekki alltaf að berjast gegn skilyrðingum sem maður veit af?
Þetta er asnaleg staða ... að vilja halda með Dönum (skilyrðing) en reyna að halda með Króötum til að stigastaðan verði hagstæðari fyrir Íslendinga (þjóðerniskend).
Úff... ég er sálfræðilegt flak!

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/1/06 19:49

Helst vil ég að Ísland tapi þessum kynvillingaslag.

Fussball er málið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/1/06 20:13

Merkilegt að landsliðsmennirnir hafi ekki enn brotnað undan andlegu einelti ofuræstrar íslenskrar þjóðar sem ætlar þeim heimsyfirráðum (eða þeirra dauða) eftir einn sigur. Það er aðdáunarvert að þeir hafi náð að halda þetta út svona lengi. Þetta er svolítið eins og að fylgjast með manni sem heldur niðri í sér andanum. Hversu lengi mun hann endast? Hve langt er hann reiðubúinn að ganga til að komast hjá reiði þjóðar? Mun hann ganga það langt að hann kafnar?

Spennó.

Það er ljóst að það eru meiri töggur í þessu liði en oft áður. Það er virðingarvert.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hakuchi mælti:

Það er ljóst að það eru meiri töggur í þessu liði en oft áður. Það er virðingarvert.

..enda eru þeir styrktir í bak og fyrir af Nóa Síríus

‹Brýtur heilann, slær sér á lær og fórnar höndum›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 31/1/06 20:45

Ég er nú meira gefinn fyrir Lúdó og önnur teningaspil en þennan handbolta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 31/1/06 22:46

Spurning hvort við ættum að kasta upp á úrslitin.
Ég læt vaða. Og þetta gildir fyrir Ísland.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 31/1/06 22:48

Og hér eru stig Króata.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: