— GESTAPÓ —
Kynning
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 30/1/06 20:46

Velkomin Hildigunnur og megir þú eiga langa ævi hér á Baggalúti.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 30/1/06 22:49

Velkomin vinan.
Það er alltaf eitthvað í pottinum hjá mér ef þú verður svöng.

Já og, Skál ! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 30/1/06 23:00

‹Mætir með svipuna og glott á þráðinn›

Finn ég lykt af nýliða?

‹Hlær illskulega›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/1/06 23:21

Vjer bjóðum Hildigunni hjer með formlega velkomna.

Hildigunnur mælti:

Já, á maður að kynna sig. Það er reyndar sjálfsögð kurteisi, en ég þorði varla eftir að hafa lesið Skottu-þráðinn. Skildi ekki alveg umræðuna.

Það bendir til að afar vel hafi tekist að taka á móti Skottu ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/1/06 23:23

Velkomin, Hildigunnur. Alltaf fagnaðarefni þegar vellesin kona bœtist í hópinn hér.

En ég hef áhyggjur af Hakuchi:

Hakuchi mælti:

Það er alger óþarfi að fela sig bak við skáldsögunöfn.

Ertu að gefa í skyn að Njála sé tómur skáldskapur?

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/1/06 23:33

Kannski veruleikaskyn Hakuchis hafi brenglast lítið eitt og ímyndunaraflið farið á flug sökum áhrifa frá hinum ímynduðu raunheimum því hann hefur óvenju lítið sjest hjer undanfarið. Einnig gæti tími og rúm umhverfis hann hafa brenglast lítillega hafi hann (hugsanlega óafvitandi) verið nálægt skrumgleypinum hættulega lengi. Sjer í lagi er varasamt að sofa mikið í bognu rúmi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/1/06 23:54

Enginn hefur Hildi unnið nema Hildigunnið... velkomin...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 30/1/06 23:58

Jújú, það getur svosum verið fallegt í Rángarvallasýslu, seisei mikil óskup. Hún er samt engin Árnessýsla...

Seid lustig und trinkt durstig!
xT

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/1/06 20:36

Mosa frænka mælti:

Velkomin, Hildigunnur. Alltaf fagnaðarefni þegar vellesin kona bœtist í hópinn hér.

En ég hef áhyggjur af Hakuchi:

Hakuchi mælti:

Það er alger óþarfi að fela sig bak við skáldsögunöfn.

Ertu að gefa í skyn að Njála sé tómur skáldskapur?

Fyrirgefðu Mosa mín, þetta var auðvitað della í mér. Njála er sannarlega tómur skáldskapur. Hún er tóm af skáldskap og barmafull af sannleik. Eins og allar Íslendingasögur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Núna þarft þú að fara að velja þér mynd Hildigunnur, þegar þú ert komin með tíu innlegg.
Má ég mæla með myndinni neðst til vinstri í myndasafninu? Ef ekki, þá pottþétt þeirri efst til hægri. (Ekki það að það sé mikið úrval fyrir kvenkyns notendur)

‹Bíður í eftirvæntingu›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/1/06 21:10

Ef þú finnur ekkert í safninu þá getur þú sent Enteri mynd sem þú vilt nota. Hann er yfirleitt liðtækur við að líma þær yfir spurningamerkið, enda eina almennilega afsökunin fyrir hann til að sniffa UHU lím.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég veit það ekki..ég sé Enter aldrei gera neitt annað en að föndra, og þá yfirleitt með risastóra límstifti sér við hlið.

Þér að segja, konungur, þá er utanríkisráðuneytið með sér-fríverslunarsamning við Þýskaland sem nær aðeins yfir verslun með föndurlím. Hver maður ætti að geta séð að þetta er e.t.v. full langt gengið í fíkninni, þegar milliríkjasamskipti eru farin að snúast í kringum eina og eina manneskju, þó svo að þeir séu guðir..

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/1/06 21:18

Hakuchi mælti:

Ef þú finnur ekkert í safninu þá getur þú sent Enteri mynd sem þú vilt nota. Hann er yfirleitt liðtækur við að líma þær yfir spurningamerkið, enda eina almennilega afsökunin fyrir hann til að sniffa UHU lím.

Nú sé ég af hverju þeir voru svona hressir við upptökur á laginu Föndurstund.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 31/1/06 21:23

Vel sé þú komin til þessa heims.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 31/1/06 22:42

Komdu blessuð og sæl. Hafðu gaman af veru þinni hérna. ‹Ljómar upp›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 9/2/06 12:39

Sæl, Hildigunnur. Mitt nafn fékk ég nú bara hjá foreldrum mínum Hundblauti Vatne og Sundlaugu Vatnsdal. Ég segi sem Hakuchi að það er alger óþarfi að fela sig á bak við dulnefni.
Flýttu þér nú að setja inn mynd af þér svo ég viti hvor það er freistand.........eh... þorandi að bjóða þér í sund‹Glottir eins og fífl›

P.S. Rétt er það að fagurt er víða í Rangárvallasýslu og ekki síður í Árnessýslu, þó jafnast ekkert á við heimasveit mína, Ýsufjörð, þar er landslagið fegurst, loftið heilnæmast, karlmennirnir sterkastir og kvenfólkið vænst.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 9/2/06 13:13

‹Hristir höfuðið vegna veruleikafirringar hr. Vatne›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 9/2/06 16:02

Ert þú sú Hildigunnur, er var lýst svo: „Hún var skörungur mikill og kvenna fríðust sýnum. Hún var svo hög, að fáar konur voru, þær er hagari voru. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörðust og drengur góður, þar sem vel skyldi vera.“?

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: