— GESTAPÓ —
Áhyggjur
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/1/06 19:52

Kæru málnotendur!

„Málfarsráðunautur ríkisútvarpsins, Aðalsteinn Davíðsson, telur að efla verði verulega móðurmálskennslu í grunnskólum landsins þar sem samfellan í íslensku máli sé að rofna og bókmenntahefðin að hrynja. Orðaforði ungmenna minnki ár frá ári og beygingar sagna verði sífellt brenglaðri.*“

Það er nú viss húmor í sjálfu sér að fréttavefur Morgunblaðsins sé að birta fréttir af þessu tagi.

En áhyggjur þarf að hafa. „Nemendur hans [Aðalsteins Davíðssonar, málfarsráðunautar ríkisútvarpsins] í menntaskóla vilji ekki lengur lesa Egilssögu þar sem þeim þyki málið of torskilið, en það hafi ekki verið svo þegar hann hóf kennslu í menntaskóla árið 1971. Þá hafi Egilssaga verið eftirlætisefni nemenda.“**

Þetta hefur verið rætt margoft á þessum vettvangi, en nú skulu verkin tala! Í því skyni bendi ég á leik sem vísasð er í hér að neðan, sem undirritaður stofnaði í gær.

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?p=399570#399570
____
* www.mbl.is, „Samfellan í íslensku máli að rofna og bókmenntahefðin að hrynja að mati málfarsráðunauts RÚV“. Sótt 14. janúar 2006. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179057
** Ibid.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 14/1/06 20:07

Borgar það sig að þröngva þekkingu uppá fólk?
Vilja foreldrar að x margir tímar af öðru námsefni séu færðir yfir í íslendingasögur?
Væri ekki ráð að taka upp sérstaka valáfanga í framhaldsskólum fyrir þetta? Þá gætu þeir sem vilja lært þetta, svona eins og sænsku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/1/06 08:57

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

En svona í alvöru, þá læra börn íslensku ekki í valáföngum í framhaldsskóla, rétt eins og sænsku.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 17:14

Ég er ekki að tala um íslensku heldur íslendingasögur.

<Grípur um nefið á Gunther og heldur fast>

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 15/1/06 17:59

Poxxx, spurðu sjálfa þig í einlægni.
„Myndi ég í alvöru, verandi 15/16 ára og að byrja í geðveikum framhaldsskóla, velja mér íslendingasögurnar í valáfanga? Myndi ég ekki frekar velja félagsfræði eða eitthvað álíka?“

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 18:47

Það er punkturinn sem ég er að koma á framfæri B. Ewing.
Hversvegna að reyna að lemja eitthvað í hausinn á fólki sem hefur ekki áhuga á að vita það.
Minnir mig á fasisma eða eitthvað. "Þú skalt læra þetta af því að ég hafði gaman að þessu!"
Ykkur væri nær að búa til töff tölvuleik eins og Sims nema láta hann gerast á víkingaöld. Og gefa öllum krökkum hann. Það væri ódýrara en að borga kennurunum fyrir að berjast við að kenna krökkum sem ekki vilja læra það fag.
Svo held ég að þótt það væri aukið við kennslu í þessu fagi myndi það bara skila sér í óánægju.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/1/06 18:53

Það er nú bara svo skrítið að margt sem maður er látinn læra sem ungmenni, kann maður mjög vel að meta sem fullorðinn. Jafnvel þó það þyki kvöl og pína á meðan á því stendur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 18:57

Það getur verið að það sé rétt. En flest af því er praktískt til áframhalds.
Íslendingasögurnar eru bara íslendingasögur og búið.
Ef ungt fólk sæi notagildi í því að læra þetta þá myndu fleiri en 1% hafa áhuga á því að læra þetta. En meira segja nördarnir sem ég var með í skóla höfðu ekki lyst á að læra þessar sögur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/1/06 19:00

Það þarf nú ekki allt sem maður lærir að vera praktískt. Mörg áhugamál eru ekki endilega praktísk. Einnig held ég að allir hafi gott að því að skoða svolítið ræturnar.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 19:03

Ekki mótmæli ég því.
Bendi samt á að flest allir gleyma þessu hraðar en þú getur sagt "tíundibekkur á útskriftarfyllerí".
Og það er vegna þess að áhuginn er enginn.
Tími og peningar út um gluggann segi ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/1/06 19:07

Áhuginn getur dvínað en komið svo aftur. Þá leitar maður frekari þekkingar sér til skemmtunar, það sem lá í dvala rifjast fljótt upp aftur og maður kann vel að meta það að hafa grunn til að byggja á.

Að minnsta kosti hef ég oft upplifað þetta.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/1/06 19:54

Undanlánssemi blauðrar kynslóðar foreldra er greinilega að bitna á tungunni. Börn nú til dags eru að verða að leiðinlegum frekjudollum sem halda virkilega að þau hafa vit fyrir sjálfum sér. Auðvitað þarf samhent átak foreldra landsins um að hýða börn sín rækilega og fara að berja í þau vitið ef þau sýna ekki metnað til þess að öðlast það sjálf. Börnin skulu skakklappast til að læra það sem fyrir þeim er haft og það á við Íslendingasögur sem og algebru. Það verður að vera agi í herbúðunum.

Já og senda svo alla unglinga á sjóinn ellegar í fjárhús að moka skít yfir amk. eitt sumar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/1/06 22:40

Poxxx mælti:

[...] Íslendingasögurnar eru bara íslendingasögur og búið.
[...]
Bendi samt á að flest allir gleyma þessu hraðar en þú getur sagt "tíundibekkur á útskriftarfylleríi".

Er sá Íslendingur sem hefur ekki lesið Njálu?

En er þá öll von úti? Dugar íslenskan ekki lengur til okkar daglega brúks? Ég fyrir mitt leyti, staddur erlendis eins og er, er orðinn leiður á upphrópunum á borð við: „Ha!? Er íslenska til?“

En spurningin er aftur á móti þessi: Hverju hafa Íslendingasögurnar glatað fyrst þær virðast ekki höfða til yngri kynslóða? Svar: Varla miklu, því þær eru alltaf eins. Þá hljótum við að spyrja: Hverju hafa yngri kynslóðir glatað? Metnaði? Þjóðarvitund? Þrá eftir tengslum við fólkið sem byggði þetta land? Húmornum (því vissulega eru þetta hnyttnar sögur, á köflum*)?

Hér rétt í þessu, þegar ég var að athuga hvort ég færi ekki örugglega rétt með tilvitnunina, rakst ég á nýjársávarp forsetans okkar frá 1987. Ég ætla að gefa frú Vigdísi orðið:

frú Vigdís Finnbogadóttir mælti:

Þar sem við
stöndum nú, Íslendingar, í dyrum nýrra tíma beinast að okkur mörg spjót og sum
breið. Aldrei hafa menningaráhrif frá öðrum þjóðum átt jafngreiða leið til okkar og nú
um stundir og eru þó smáræði ein í samanburði við það sem framtíðin virðist boða.
Það er okkur mörgum áhyggjuefni hvort þjóðin muni við þær aðstæður gæta uppruna
síns, og geyma þau ómetanlegu verðmæti sem þarf til þess að hún megi kallast
sjálfstæð og sérstök þjóð um ókomin ár. Því einmitt án menningararfsins og þeirra
andlegu verðmæta sem fyrri kynslóðir hafa skapað virðist hverri þjóð hætta búin. Um
það vitna mörg dæmi í reynslusögu mannkynsins.

Hér hittir forsetinn naglann á höfuðið. Gætum okkar, hvort sem við vildum heldur vera á tíundubekkjarfylleríi eða inni á Árnastofnun!

*Tíðkast hér enn hin breiðu spjótin?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 22:58

Ef einhver segir að ég sé ekki Íslendingur af því ég hef ekki lesið Njálu má sá hinn sami bara hoppa uppí anus maximus.
Kannski væri nær að kenna latínu í skóla? Það var gert hér áður fyrr og þótti ábyggilega eins skemtilegt og íslendingasögurnar þykja í dag. Svo var það lagt af. Sér nokkur eftir því?

Þegar foreldrar nútímans voru ungir var sagt við þá að framtíðin væri þeirra. Nú er sú framtíð komin og ein af breytingunum sem foreldrar virðast vera sammála um er að áhersla á gömlu kálfaskinnin má alveg dvína.
Annað er ekki að sjá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 23:11

Hvaða skot eru svo þetta á mann þó maður gleymi einu 'i' í orðinu fyllerí? Það geta allir gert mistök og þegar þau eru ekki mörg ætti alveg að vera hægt að horfa framhjá þessum fáu sem sleppa í gegn. Ekki satt?

En ég get alveg komið í þennan leik við þig ef þú vilt?

Günther Zimmermann mælti:

Kæru málnotendur!

[g]Málfarsráðunautur ríkisútvarpsins, Aðalsteinn Davíðsson, telur að efla verði verulega móðurmálskennslu í grunnskólum landsins þar sem samfellan í íslensku máli sé að rofna og bókmenntahefðin að hrynja.

Á ekki að vera stórt 'R' í Ríkisútvarpsins?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/1/06 23:19

Hakuchi mælti:

Undanlánssemi blauðrar kynslóðar foreldra er greinilega að bitna á tungunni. Börn nú til dags eru að verða að leiðinlegum frekjudollum sem halda virkilega að þau hafa vit fyrir sjálfum sér. Auðvitað þarf samhent átak foreldra landsins um að hýða börn sín rækilega og fara að berja í þau vitið ef þau sýna ekki metnað til þess að öðlast það sjálf. Börnin skulu skakklappast til að læra það sem fyrir þeim er haft og það á við Íslendingasögur sem og algebru. Það verður að vera agi í herbúðunum.

Já og senda svo alla unglinga á sjóinn ellegar í fjárhús að moka skít yfir amk. eitt sumar.

Heyr! Heyr! Kárahnjúka jafnvel.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 15/1/06 23:25

Hakuchi mælti:

Já og senda svo alla unglinga á sjóinn ellegar í fjárhús að moka skít yfir amk. eitt sumar.

Hvað hafa nú bændur og sjómenn gert þér?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 15/1/06 23:27

Hvurslags endemis vitleysa og barnaskapur er þetta eiginlega... suss!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: