— GESTAPÓ —
Gettu Íslendingasöguna
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trölli 25/1/06 11:19

Meðan Bölverkur huxar sig um, þá varpa ég fram einni fljótlegri.
Hvað hét faðir Gísla Súrssonar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/1/06 12:50

Söguhetjan eggjar bróður sinn að vega konung í Noregi, en konungur var djarftækur til kvenna. Það gengur allt eftir, en bróðir söguhetjunnar er reyndar drepinn eftir vígið. Söguhetjan fer til Íslands og var mikið við smíðar, enda mjög hög.

Hvað heitir Íslendinga sagan?

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/1/06 12:59

Nei Hlégestur! Ekki má spyrja úr ungfrúnni góðu og húsinu. Annað sleppur.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trölli 25/1/06 13:16

Er þetta nokkuð úr Egils sögu?
Ég hef svo sem ekki annað fyrir mér en það, að Egill var alltaf friðsamur á Íslandi og járnsmiður góður, en vargur hinn mesti þá er hann hélt utan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/1/06 16:21

Nei, þið eruð ekki á réttri leið.

Konungurinn sem veginn var var Sigurður slefa, sonur Gunnhildar konungamóður.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trölli 25/1/06 21:12

Er þetta nokkuð ein af fjölmörgum íslenskum slefberasögum, eftir Gróu á Leiti?
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/06 00:23

Bölverkur mælti:

Söguhetjan eggjar bróður sinn að vega konung í Noregi, en konungur var djarftækur til kvenna. Það gengur allt eftir, en bróðir söguhetjunnar er reyndar drepinn eftir vígið. Söguhetjan fer til Íslands og var mikið við smíðar, enda mjög hög.

Mikið við smíðar ... þó ekki járnsmíðar ... hlýtur að vera Þórðar saga hreðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 28/1/06 01:11

Þvílik tilviljun! Ég elska Mosu frænku og ástin mín hún Mosa átti kollgátuna.

Þórðar saga hreðu!

Þórður smíðaði skip og skála. Hefur enginn heyrt um Flatatungufjalirnar? Eða var það fjöl? Var Þórður bara við eina fjölina felldur?

En, mín kæra Mosa á leik.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/06 02:42

Stórorðaður ertu, Bölverkur. En hér kemur næsta gátan.

Hetjan tekst á við bjarnardýr eitt, en kappinn er svo mikill heiðursmaður að hann kastar frá sér hjálmi, skildi og sverði til þess að vera birninum jafnbúinn. Hver er hetjan og hvaða sögu er um rætt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 28/1/06 14:16

Þorgeir Hávarsson og fóstbræðra?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/1/06 23:01

Ekki er um þá sögu rætt.

Ég skal leita að vísbendingu handa ykkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/1/06 03:05

Sjáum nú til. Hér kemur vísbending:

Hetjan er tiltölulega náskyldur Þorgeiri Ljósvetningagoða. Kappinn er tveimur björnum að bana, ekki einungis þeim ofannefnda sem hann fer svo kúrteislega við en líka merkilegum birni sem kann manns máli. Einnig er hann látinn glíma við blámann.

En í hvaða sögu gerist þetta allt saman?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trölli 30/1/06 10:58

Ekki minnist ég þess að slík undur og stórmerki hafi gerst í Þingeyjarsýslu, en fyrst þú nefnir Þorgeir, þá liggur beinast við að giska á Ljósvetningasögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/1/06 21:58

Slík undur og stórmerki gerast oftast í útlöndunum, og þannig er það í þessu tilfelli líka. Söguhetjan vinnur þessi afrek í Hálogalandi. Sagan er e.t.v. fornaldarsöguleg á margan hátt, en hún er íslendingasaga og byrjar í Flateyjardal og við Jökulsá í dalnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 30/1/06 22:28

það er nú orðið ansi langt síðan ég lá í sögunum en ætli þetta sé ekki Finnbogi Rammi í sinni sögu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/1/06 23:18

Hneit þar! Sagan er Finnboga saga ramma,. Gerðu svo vel, Upprifinn.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 1/2/06 11:40

‹Bankar hjá Upprifnum›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trölli 1/2/06 13:33

‹Bankar í Upprifinn›

        1, 2, 3, 4 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: