— GESTAPÓ —
Gettu Íslendingasöguna
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/1/06 23:29

Þetta er afar einfaldur leikur, rétthafi lýsir atriði (svipað og í kvikmyndagetraunaleik Illa apans) úr Íslendingasögu að eigin vali, og keppendur keppast um að finna rétta sögu og hlutaðeigandi persónur.

Dæmi:
Spurning: Maður veitir konu sinni löðrung, hún segist ætla að muna honum hann.
Svar: Gunnar og Hallgerður í Brennu-Njáls sögu.

Sá sem getur upp á réttu svari hlýtur réttinn til að spyrja næstu spurningar.

Hér er fyrsta spurningin:
Tveir menn ganga til einvígis. Eftir að hetjan hefur fellt andstæðing sinn gengur hún að blótnautinu og leikur það heldur illa.

Spurningin er fjórþætt: hver er sagan, hverjir öttu kappi, hvernig felldi hetjan mótherjan og hvað gerði hetjan við blótnautið?

_______
Uppfært!

Einnig má spyrja úr fornaldarsögum Norðurlanda, biskupasögum, Íslendingaþáttum &c. Einnig má spyrja úr öðru tengdu fornbókmenntum, t.d. hver lék Eyjólf gráa í Útlaganum o.þ.h.

Þær spurningar mega þó ekki verða ráðandi og eru meira hugsaðar til upplyftingar af og til .

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/1/06 17:48

Máske dræm viðbrögð við þessum leik séu í einhverju samhengi við þessa frétt falsmiðlanna?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179057

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 14/1/06 18:26

Ég hef bara eina sögu lesið og man ekkert um hvað hún var. Man bara að hún gerðist á vestfjörðum og heitir Gísla Saga Súrsonar. Fannst 15 ára gömlum þetta vera ömurleg lesning svo að núna á ég enn eftir að setjast niður með almennilega íslendingasögu. ‹Brestur í óstöðvandi grát› hugmyndin að leiknum er frábær en vonandi finnast þátttakendur.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 14/1/06 18:28

Þetta verður "einka"-leikur 4-6 mans held ég.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/1/06 19:34

Hvaða hvaða. Það eru akkúrat svona viðhorf sem valda þeim áhyggjum sem koma fram í fréttinni, Jarmi.

En, þessi spuring kemur úr uppáhaldssögu allra 16 ára unglingsstráka, áður en Haraldur Pottari fór að fikta við seyð, Egils sögu Skallagrímssonar. Eða Gilzneggers eins og hann héti í dag ef mark er takandi á einhverju bloggi sem ég las. ‹Hristir höfuðið›
Þetta ætti að koma einhverjum keppanda á sporið.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 14/1/06 23:22

Frábær hugmynd hjá þér herra Zimmermann að koma með þennan leik. Ég vona að hann eigi eftir að verða langlífur, en verð jafnframt að játa að ég kann ekki eða man ekki svarið við þessari fyrstu spurningu.

‹Dustar rykið af Íslendingasögunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tumi Tígur 15/1/06 01:14

Æi, ég veit þrjá fjórðu af svarinu, hverjir öttu kappi...

Legg hausinn í bleyti og lít inn aftur ef það rifjast upp.

Sonur andskotans · Skógardrísill · Prins Frumskógarins · Tígull
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 15/1/06 01:50

Þetta kalla ég leik.

Günther Zimmermann mælti:

Tveir menn ganga til einvígis. Eftir að hetjan hefur fellt andstæðing sinn gengur hún að blótnautinu og leikur það heldur illa.

Spurningin er fjórþætt: hver er sagan, hverjir öttu kappi, hvernig felldi hetjan mótherjan og hvað gerði hetjan við blótnautið?

Eins og áður kom fram er sagan Egils saga Skallagrímssonar. Egill og Atli (kallaður hinn skammi) öttu kappi hér. Egill felldi Atla með því að bita í sundur í honum barkann. Svo gekk hann til nautsins greip í höfuð nautsins báðum hendum (annarri hendi í hornið og hinni í granarnar) og snaraði svo í sundur hálsbeinið. Svo kvað hann vísu.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/1/06 08:54

Auðvitað! Sannarlega! Hárrétt og fagurt! Má þá biðja (þó ekki í þríriti) betri helming forsetaembættisins að varpa fram gátu?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 15/1/06 22:48

Endilega. Leyfdu mér aðeins að láta skemmtilegt atriði detta mér í hug. Þau eru bara svo mörg ...

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 15/1/06 23:01

Þetta er úrvalsþráður. Verst að það er talsvert síðan ég las þessar sögur, og það var ekki bara vegna þess að ég þurfti að lesa þær heldur hafði ég gaman af. Jafnöldrum og kunningjum til mikillar furðu.

Ég verð að líta við hérna og sjá hvað ég get. ‹Ljómar upp›

Skál fyrir þér Gúnðer! xT

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 16/1/06 03:05

Jæja þá.

Um er að ræða haugbrot.

Söguhetjan verður með í fylgð manna sem ætla að brjóta haug. Fyrst gengur þeim illa. Þó að þeir vinni í allan dag og komist um kveldið niður að viðum, um morguninn eftir er haugurinn heill sem áður. Þeir koma enga leið fyrr en hetjan fær aðstoð ókunnugs manns sem virðist búa í nágrenni. Björn segist sá ókunni heita, og hann kennir hetjuna þó að hetjan þekki Björn ekki. Björn gefur hetjunni sverð eitt. Nú gengur þeim betur. Sverðinu er skotið í haugsbrotið í lok vinnudags, og haugurinn grær ekki á sama dularfullan hátt og áður. Eftir fjóra daga ná þeir alla leið og ljúka frá hurðu. Hetjan ein þorir að ganga í hauginn, og þar inni tekst hann á við sérlega grimman og kvæðinn haugbúa. Að lokum hefur hann sigur. Af grípunum kýs hann sér hring, sverð og hjálm. Svo rennur upp fyrir þeim hver sá Björn hafi verið.

Spurningin er þrefald:

Í hvaða íslendingasögu gerast ofanlýstir atburðir? Hvað heitir haugbúinn skáldmælti? Hver reynist Björn vera eftir allt saman?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/1/06 11:29

Gerast þessir atburðir í Norvegi?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 17/1/06 11:39

Er þetta ekki úr Fóstbræðrasögu og hetjan er Þorgeir Hávarsson?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 17/1/06 18:23

Þetta er ekki úr Fóstrbrœðra sögu, nei.

Þessir atburðir gerast austur í Gautlandi. Það er svo fátt um haugbrot heima.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/1/06 19:23

Úff. Ég er engu nær. Pass, eða frekari vísbendingar, máske?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 17/1/06 19:46

Ekki segja pass!

Vísbending nr. 1: þó að atburðirnir ofanlýstu gerist í Gautlandi, er sagan í heild tengd firði í nágrenni Reykjavíkur. Samt hafa nútímareykjvíkingar mjög sjáldan haft erindi á þessum firði undanfarna árin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ólafur 18/1/06 01:13

Þetta mun vera úr Haraldar sögu og Hólmverja. Atriðið hefur raunar verið notað nokkuð stílfært í myndunum um Jónas Indíafara. Haugbúinn illi sem brotist var inn hjá hét Sóti en talið var að "Björn" hefði villt á sér heimildir og í raun verið Óðinn sjálfur. Þetta hefur þó aldrei fengist staðfest.

     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: