— GESTAPÓ —
Þorrabragur.
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 13/1/06 21:00

Nú ég Þorrann þreyji
það er nokkuð ljóst.
Ber ég mér á brjóst
burt með kvef og hóst.
Yfir sig þó eigi
eta má - ég skal
af veislukosti er val.
Þó vantar hval.
Snót ég eina sá
sneiða pungum hjá.
Ei vill smakka á
Yggld og grett á brá.
Oní trogin teygji
tíu putta í leit
að bitum best ég veit
beint úr sveit.

Lundabagga bryð ég
bringukolla með.
Í allskyns innmat veð
upp í mig ég treð.
Um meira og meira bið ég
á matnum ekki er lúrt
sumt er nokkuð súrt
og sumt er klúrt.
Engin boð og bönn
bifast varla spönn.
Sviðin grett og grönn
glotta hér við tönn.
Svona svall það styð ég
svaka mikið et
að háma hætt ei get
hangiket.

Rauðgul rófustappa
rúgbrauð síld og smér
og harðfiskurinn hér
himnasending er.
Tek úr flösku tappa
teyga beint af stút
geysigóðan lút
og gleymi sút.
Úrvalseinkunn gef
öllu sem ég hef
etið og mitt nef
elskar hákarlsþef.
Fyrir kokki klappa
og kræsingunum hans.
Geri stuttan stans
svo stíg ég dans.

Með Þorrakveðju
Ormur-Stormur.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 15/1/06 19:38

Úrvalsins Þorramats þrautanna ljóð
þylur hér til okkar Ormur
kæstan um matinn og kvalir hjá fljóð
kynlega mælir hér Stormur.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/06 15:28

Ljúffengur kveðskapur...

Kæstur hákarl, hreistugt roð
háma ég í flýti
Súra matinn sæluhnoð
sötra Ákavíti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 21/1/06 03:30

Réttu súra sultu og
smjörið mér af bakka.
Ef'ðú pantar punga-trog,
piltur - ekkert að þakka.

Ansi hvítur hákarlinn!
Hvaðan er'ann þessi?
Þennan veidd'ann Vest-Jarlinn!
Verkað'ann með stressi!

Vel er hertur harðfiskur,
hausar all vel sviðnir.
Flæða mætti minn diskur,
mettast og framliðnir.

(Kannski ekki það besta sem sést hefur, en maður er þó að reyna)

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/1/06 08:59

Það er komið þorrablót
þangað vill ég fara,
Fara á það mannamót
mæta í þann skara.

Kverkar vökva vænt það tár
vísur til mín höfða,
Sterkur kæstur hákarl hrár
herðir maga vöðva.

Étum súrar sviðnar tær
saddur maginn nærður,
Hátt svo gleðin hér þá nær
húmor okkur færður.

Nikkan lögin leikur vel
léttir mínir fætur,
Daðra síðar dömu stel
dansa allar nætur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 27/1/06 16:27

Niður kem ei fúlum fisk
föst er hákarlsskömmin,
á kamri eftir dúk og disk
djöfuls stíflu vömmin.

Brennivínið bjargar mér
blautum Dalvíkingi,
Öllum völdum ama hér
ef engum bita kyngi

Sultu vonda selja má
sneidda fram á trogum,
eystun súr og alveg þrá
upp með krampaflogum.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 27/1/06 23:53

Hákarlinn er hyper fæði
harðfiskurinn algert æði
Hangiketið hýr ég snæði
og hrútspungana, eistun bæði.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 7/2/06 18:28

Hætis ei skiptir hóti
hvort þú ert gömul eð' ung
ef þú ert á Þorrablóti
þá skaltu bíta í pung.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 7/2/06 23:16

Þorrablót er þraut á kleppi
þangað helst ei lengur skreppi
blótið heyri, bitur seppi
bitann tók af súrum keppi.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/1/09 10:33

Harðfisk tygg og hangiketið
hungrið, magáll fær oft sefað
rófustappa'og rengi'er etið
rúgbrauð yfir gjarnan slefað
selshreifar og sviðakjammar
sundmagar og fleira smásnarl
lifrapylsu'í læðast gammar
lundabagga'og kæstan hákarl
bringukollar og blóðið súra
bragðast vel með víni ljósu
fæ mér punga frekar klúra
loks flatbrauðið og pítusósu.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/1/09 10:44

Þetta er nokkurra ára gamalt og var birt sem sálmur núna í vikunni, er kallað Þorrabakkinn og hugsað til söngs:

:;:Lundabagga, bringukoll og hval.:;:
Þjóðlegur siður
að þræla þessu niður,
lundabagga, bringukoll og hval.

:;:Og þurrkuð flök af þjóðareign úr sjó.:;:
Svo aumt að njóta
án nokkurs kvóta.
Þurrkuð flök af þjóðareign úr sjó.

VIÐLAG:
Og við drekkum og við drekkum
og við drekkum og við drekkum
og við drekkum og við drekkum allt til botns!
Og við drekkum og við drekkum
og við drekkum og við drekkum
og við drekkum og við drekkum allt til botns!

:;:Sultað bæði og sviðið andlitshold :;:
með jafningi og rófum,
jarðeplum nógum,
étum sultað bæði og sviðið andlitshold.

:;:Og þrumara með þrárri, feitri síld.:;:
Svo þrútni kviður
og þrýsti niður
- þrumari með þrárri, feitri síld.

VIÐLAG

:;:Á kæstri ókind kjömsum við í dag.:;:
Veltum ei vöngum
hve vel við öngum.
Á kæstri ókind kjömsum við í dag.

:;:Af hrúti sjúgum hreðjar upp úr súr.:;:
Óskaplegt áfall
yrði honum sáðfall.
Af hrúti sjúgum hreðjar upp úr súr.

VIÐLAG

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/1/09 20:08

Úti Kári aftur blæs
enn ég harðfisk borða
Sól nú bráðum segi ræs
sjá nú treini forða.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Klerkur 28/1/09 20:48

Pínu lítill pungur þungur
pínlegur og nokkuð fimur
Upp þá hrópar ungur „GUNGUR“
uppi er hans limur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/2/09 22:31


Sviða kjamar góðan kost
kviðsvið lundabagga,
góðan tel og kjarna kost
kominn úr tunnu Magga.

lappi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: