— GESTAPÓ —
Textahjálp
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/12/05 22:51

Nú um þessar mundir vinn ég á hjúkrunarheimili og í gærkvöldi var ein „stúlkan“ (84 ára, óendanlega hress og skemmtileg) að syngja fyrir mig íslenskann texta við Ó sóle míó.
Hún sagði mér að þessum texta hefði verið snúið úr þýsku eftir að einhver vinsæl þýsk mynd var sýnd hérna fyrir 60-65 árum síðan (sennilega 1940-45).
Nú er svo mál með vexti að enginn nema þessi „stúlka“ virðist kannast við textann og það sem ég skrifaði niður eftir henni í gær passar ekki alveg við lagið.
Nú leyta ég til ykkar, kæru fróðleiksbrunnar, um hjálp við að finna út hvaðan þessi texti er kominn. Bæði fyrir mig og þessa indælu „stúlku“.

Hérna er það sem hún lét mig skrifa upp eftir sér:

Þegar blómin fölna, ferðu burtu frá mér
Þegar hausta tekur og sumar dvín
Þegar aftur vorar, ég von'að sjá þig
því þú ert eina hjartans óskin mín.

Seg' mér í nótt, sem þú aðra dylur
Þínar hjartans óskir, og engu gleym
í nótt eða aldrei, þú hug minn skilur
meðan blómin sofa, við vökum ein

Eins og ég sagði áður þá er þessi „stúlka“ 84 ára og því ekki víst að hún muni textann orðrétt eftir öll þessi ár.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 31/12/05 11:25

Ég veit. Enda gerði ég það síðar.
Nennirðu ekki bara að eyða þessu?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: