— GESTAPÓ —
Niður með jólin - mótmælaþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/05 10:32

Jarmi mælti:

Ertu númer Nonna með?
Nei, ég var að fíflast.
Gruggugt grínið nú ég veð.
Gott ef enginn truflast!

(Nennir einhver að lesa þetta yfir og leiðbeina mér?)

Í fínu lagi, nema hvað of langt á milli stuðla í þriðju línu og svo rímar fíflast og truflast ekki alveg... ein regla sem hjálpaði mér að komast af stað áður en ég kunni nokkuð í bragfræði, alltaf skal vera stuðull í þriðja braglið fyrstu og þriðju línu, þá er ferskeytla yfirleitt rétt kveðin...(þ.e. ef með fylgir annar stuðull og svo höfuðstafur í annarri og fjórðu línu)

Ertu númer Nonna með?
Nei ég var að fíflast.
Nú ég gruggugt grínið veð.
Gott ef enginn stíflast!

En er ekki einhver bragfræðiþráður fyrir nýliða, ég held ég hafi séð slíkt hér einhvers staðar... við erum komnir langt út fyrir efni þessa þráðar...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/12/05 10:40

Þakkir skaltu Skabbi hafa,
skunda ég í leit að þræði.
Fínt að vísan fékk að lafa,
þú fylltist ei af illri bræði.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 19/12/05 10:49

Jesú var hvítum kjól.
Kunni líka að drekka jól.
Skotinn í strákunum öllum.
Hommatittur heims um ból.
Hoppaði upp á mótorhjól.
Hann hafði svo gaman af böllum.

Stofnaði um sig heilan hóp.
Heyrðust þá fjölmörg húrrahróp.
Náðarmeðölin nam hann.
Krissi fékk pínu en Pési dóp
puttaði í rass og tróð inn sóp.
Náðina Krissa þar fann.

En sagan endaði ekki vel.
Aumingja Krissi saup á Hel.
Heppnina ekki hafði.
Leðurklæddur með loðið stél.
Láku þar vessar niðr´ á mel.
Og allt undir honum lafði.

"Faðir hví hefur þú yfirgefið mig?"
"Æ, ég fann einn yngri og sætari og ákvað því bara að "dumpa" þér".

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/12/05 11:20

Boða frið í fögrum kjól
fagrir það var gaman
Hjúra saman halda Jól
hver af öðrum saman.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/05 11:23

Fjölskyldunnar faðmi í
fögnuð jólin gefa
Út úr jólum ákaft sný
enda meðal refa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/12/05 12:03

Karlinn ekki kann að sjá
kveðist á fór honum hjá
rætið er þó róg að ljá
ritúali gömlu góðu.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 19/12/05 19:30

Ljósið sem lífinu gefur
litríka fegurð og jól.
Vakir þá veröldin sefur
vetrarins rísandi sól.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/12/05 19:44

Fagurt kveður Dor-gull-din
æ það sanna dæmin
vild-að yrði vísan mín
ekki svona væmin!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: