— GESTAPÓ —
Þjóðarsálin.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/12/05 13:44

Iss framandi kjöttegundir á borð við strút, krókódíl eða kengúru munu aldrei nokkurn tímann ná svo stórri hlutdeild, tímabundið eða ótímabundið, að það skáki hefðbundnum kjöttegundum. Fólk er almennt íhaldssamt á sínar kjöttegundir. Enda sést það erlendis, t.d. í Evrópu, ég hef ekki tekið eftir áberandi markaðshlutdeild kengúrukets á borðum ýmissa Evrópuþjóða, þrátt fyrir að aðgengið að slíku keti sé án efa greiðara en hér á landi.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 18/12/05 18:59

Kengúran hefur átt vinsældum að fagna í evrópu, á meðal fólks sem þorir.
Vissulega er það rétt hjá Hakuchi að hefðir, og ótti við að prufa ríkir svolítið hjá okkur hér á skerinu.
En ég sem dæmi mun bjóða upp á bæði kengúru, strút og naut í þrettándaveislu sem verður heima hjá hvæsa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/12/05 19:35

Hafið þið prófað að borða með skeið kældan apaheila með jarðarberjasósu beint úr kúpuninni?

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 18/12/05 19:43

dordingull mælti:

Hafið þið prófað að borða með skeið kældan apaheila með jarðarberjasósu beint úr kúpuninni?

Ertu að bjóða þig fram ?‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/12/05 20:00

Varðandi atriði er einhver nefndi ofar í þræðinum minnumst vjer þess hvað vjer urðum hissa er vjer gerðum í fyrsta sinn þá 'uppgötvun' að það hversu auðvelt er að fá nýjan fisk hjer á landi er í u.þ.b. rjettu hlutfalli við fjarlægðina frá þeim stöðum þar sem komið er með hann að landi. Illmögulegt er að fá nýjan, ferskan fisk í ótrúlega mörgum sjávarplássum.

Varðandi landbúnað höfum vjer aldrei skilið hvers vegna þarf bæði mikla ríkisstyrki, niðurgreiðslur og ýmiskonar aðstoð við landbúnaðinn en svo þarf líka innflutningsbann. Aðstoðin við landbúnaðinn er svo mikil að halda mætti að innflutningur tíðkaðist í stórum stíl.

Hakuchi nefnir nautgripi - eigi erum vjer vissir um að nautakjöt eigi eftir að hverfa svo lengi sem mjólk er framleidd innanlands.

Og vonandi leggst landbúnaður eigi af. Núverandi ástand er hins vegar óviðunandi fyrir alla nema milliliðina.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 18/12/05 23:16

Það er mergurinn málsins Vlad. Bændur hafa það ekki gott og neytendur kvarta yfir háu verði. Það er augljóst að smásalar mata krókinn meðan hinir svelta. Ég hef það frá fyrstu hendi að sláturleyfishafar hafa ekki svo mikið upp úr krafsinu heldur. Fóstri minn er stjórnarformaður sláturfélags og eru þeir í talsverðum vandræðum að finna rétta „balansinn“. Að vísu rekur fyrirtækið sig, en ekki með miklum hagnaði.

Ég er hræddur um að svína- og kjúklingabændur færu mjög fljótlega á höfuðið ef innflutningi yrði gert hátt undir höfði. Þá er bara spurningin: Hvað á að gera við allt þetta fólk sem hefur atvinnu sína í þessum greinum?

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/12/05 12:55

Þakka fyrir góðar umræður næsta mál á dagskrá er:

Er það í verkahring lögrelunnar að stjórna því hvaða skólar meiga halda skemmtun og hverjir ekki? ‹ Leggur málið í dóm ›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/05 14:54

Ég veit það ekki, hvað stendur í reglugerðum og lögum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/12/05 15:20

Ekki ég heldur en er þó viss um að hér sé hún komin út fyrir sitt valdsvið.
‹efast samt›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/05 15:23

Hvert er valdsvið hennar? Þetta er ekkert illa meint, en ef menn stofna til umræðu um eitthvað þá er yfirleitt einhver umræðugrundvöllur, rökstuðningur og slíkt venjulegur í fyrsta pósti... nefnd dæmi... þín skoðun kæmi jafnvel fram... ég vet bara ekkert hvað þú ert að tala um...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/12/05 15:26

Að halda uppi lögum og reglum. Enn ekki að setja reglur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/12/05 15:35

Fyrirgefðu en það sem ér er að meina er að lögreglustóri hefur sett bann á skemmtannahald nemenda, í einum skóla þar sem augljóslega drekka nemendur þess skóla meira Ákavíti en nemendur annara skóla. Tel ég að það sé frekar í verkahring skólastjórnar en í verkahring lögreglu að ákeða hvor skemmtannir séu leyfðar.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/05 16:02

Já, sammála þar... og ef lögreglan vill fara í hart þá getur hún kært skólastjórnendur eða hvað?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 21/12/05 21:19

Skrítið að Lögreglan geti bannað einum skóla að halda skemmtanir.‹Klórar sér í höfðinu› Ef Löggan hefur svona miklar áhyggjur af skólaböllum þá væri kannski ráð að senda eins og einn lögreglubíl á staðinn og fylgjast með.Það betri áhrif heldur enn að banna þeim að halda ball.

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/12/05 04:17

Ég verð að segja að ég þekki alls ekki málavöxtu og get því ekki dæmt um hvort lögreglan er komin út fyrir valdsvið sitt.

Seztur í helgan stein...
LOKAÐ
        1, 2, 3
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: