— GESTAPÓ —
Talsetning eða texti?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4  
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 3/12/05 18:29

Hér ætla ég að byrja aftur á deilunni endalausu: Hvort er betra að talsetja myndir eða texta?

Áður en ég flutti til Þýskalands var ég harður andstæðingur talsetninga. En núna þegar ég er búinn að horfa nokkra (því miður aðallega ameríska) sjónvarpsþætti og bíómyndir á þýsku, skil ég betur rökin fyirir talsetningunni. Því textinn er fjandi ljótur, og tekur alltof mikið pláss á skjánum, fyrir utan öll þau skitpi sem maður veit betur en þýðandinn og fer að agnúast út í þýðinguna, í stað þess að horfa á myndina. Þess vegna eru DVD diskarnir himnasending, þar sem maður getur (sé þekking á frummálinu fyrir hendi) stokkið yfir þennan tungumálamúr.

Hvað finnst ykkur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/12/05 18:33

Hvert þó í hoppandi!

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Þetta var ég, afsakið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 3/12/05 18:43

Mér finnst alltaf hræðilega leiðinlegt að horfa á talsettar myndir. Íslenskur texti við myndir á ensku er líka helsta ástæðan fyrir því að ég get talað ensku frekar vel.
Svo fær maður stundum kjánahroll þegar horft er á myndir talsettar á íslensku. Brrr.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 3/12/05 18:53

Það veltur samt allt á því hvernig þetta er gert, þjóðverjarnir t.d. eru algerir snillingar, bæði hvað varðar umhverfishljóð og allt svoleiðis. En við erum líklega of fá til að standa í svona löguðu, getið séð fyrir ykkur Hilmi Snæ að tala fyrir Tom Cruise?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/12/05 18:54

Það er einhvur fjandinn í innskráningarkerfinu, ég dett alltaf út.

‹Klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 19:05

Talsetning er ágæt fyrir fólk sem kann ekki að lesa. Þar sem ólæsi er víðtækt vandamál er gott að talsetja myndir.

Hins vegar hafa þjóðir eins og Þýskaland, Frakkland og Spánn ekki slíka afsökun. Þar er læsi fyrir löngu farið að nálgast 100%.

Talsetning er algerlega fyrirlitleg iðja. Fullkomin og fullkomin vanvirðing gagnvart þeim myndum/þáttum sem verið er að talsetja. Ég held því fram að Þjóðverji sem hefur t.d. horft á eitthvað útlenskt meistaraverk kvikmyndanna en hefur séð það talsett hefur hreinlega ekki séð meistaraverkið. Það er búið að taka allan performans úr verkinu, stærstur hluti leiks berst með röddinni (jafnvel þó maður skiji ekki tungumálið, þá kemst það yfirleitt til skila) og hafa þriðja flokks leikara sem þurfa að tímasetja sig eftir varahreyfingum erlends mál eyðileggur leikinn algerlega.

Þetta er væntanlega orðin einhver hefð í þessum löndum. Upphaflega hefur þetta verið út af nauðsyn út af lélegri lestrarkunnáttu. Nú er þetta bara hlægilegt. Svo er verið að blaðra um að þessar þjóðir séu merkilegar menningarþjóðir. Hvaða menning er það að eyðileggja allar fokkans kvikmyndaafurðir annarra ríkja? Þetta er bara barbarismi. Ekkert annað.

Það að hafa texta er vissulega ókostur en, hann er bara það; ókostur. Talsetning eyðileggur allt verkið. Textar taka yfirleitt ekki sérlega mikið pláss, ef um er að ræða tvær línur neðst, þ.e. Brögð hafa verið að því að hafa 3 línur sem er vissulega allt of mikið.

Ég held að meginástæðan fyrir því að þessar þjóðir sem eiga að teljast menntaðar og menningarlegar halda í þennan viðurstyggilega sið sé hreinlega leti. Almenningur nennir ekki að lesa eða er hreinlega svo lélegur í að lesa að hann getur ekki horft og lesið um leið, bara lesið. Írónían er sú að ef allt yrði textað þá myndi það fólk fljótlega vinna upp hraða og getu til að geta lesið og horft án þess að það skemmi fyrir gæðum myndarinnar/þáttarins.

Ekki er er erlend tónlist döbbuð, hví þá bíó?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/12/05 19:26

Ditto..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 3/12/05 19:31

Ég er algjörlega sammála ykkur, Furða og Hakuchi. Ég er mikill íslenskusinni og vil að allir tali málið sem réttast, en ég hreinlega fyrirlít íslenskar talsetningar, þær eru bara hræðilegar og eyðileggja myndirnar. Hins vegar hef ég heyrt að annars staðar sé þetta miklu fagmannlegra unnið og má það vel vera, hins vegar tek ég undir orð Hakuchis að mikill hluti leiksins kemur fram í raddbeitingu og svo framvegis, þannig að ég er frekar efins um að talsetningar myndu nokkurn tímann vera í gæðum á við upprunalegu útgáfuna.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 3/12/05 20:04

Talsetning getur vel átt rétt á sér og ekki bara í barna efni. Það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig er að verki staðið, en góð talsetnig er texta betri. Texti kemur alltaf til með að bera merki ritmáls en talsetnig getur verið gott talmál.

Bezti vinur aðal.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/12/05 20:07

En þó má ekki gleyma því að um 90% af því talaða máli sem heyrist í nýtísku bíómyndum er unnið eftirá á svokölluðu s o u n d s ta g e , eða hljóðsviði, s.s. er talsett. Ef færir leikarar sjá um talsetninguna, geta þeir náð fram sömu áhrifum og sá sem á kroppinn sem sér um hreyfingarnar. Þá eru bara varahreyfingarnar eftir.

Annars, eins og einn þýskur kunningi minn orðaði það: Filmer in die Originalfassung zu sehen, ist ein ganz anders Erfahrung.
Eða: Að sjá myndir í upprunalegu útgáfunni (þ.e. ekki talsettar á þýsku) er allt önnur lífsreynsla.

Sem er vissulega rétt, en samt fer textinn meira og meira í taugarnar á mér, næstum jafn mikið og hlé í kvikmyndahúsum.

Því er bara ein lausn: Að læra tungumálið sem þær myndir eru á sem mann langar til að sjá! Þá eru engin vandamál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/12/05 20:09

Ríkisarfinn mælti:

Talsetning getur vel átt rétt á sér og ekki bara í barna efni. Það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig er að verki staðið, en góð talsetnig er texta betri. Texti kemur alltaf til með að bera merki ritmáls en talsetnig getur verið gott talmál.

Þetta er góður punktur, ég var á tungumálanámskeiði fyrir erlenda nemendur hér áður en skólinn sjálfur byrjaði, og þar horfðum við á Good bye Lenin!, með þýskum texta. En þýðandinn hafði séð ástæðu til að „þýða“ talmálið yfir á ritmál! Þannig að ekki fór alltaf saman sögðu orðin og skrifuðu orðin. Þetta fannst mér kúnstugt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 3/12/05 20:48

Talsetning á öðru en teiknimyndum er hrein og bein skemmdarstarfsemi‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/12/05 21:09

Günther Zimmermann mælti:

Þetta er góður punktur, ég var á tungumálanámskeiði fyrir erlenda nemendur hér áður en skólinn sjálfur byrjaði, og þar horfðum við á Good bye Lenin!, með þýskum texta. En þýðandinn hafði séð ástæðu til að „þýða“ talmálið yfir á ritmál! Þannig að ekki fór alltaf saman sögðu orðin og skrifuðu orðin. Þetta fannst mér kúnstugt.

Þetta er líka frekar algengt í enskum myndum. Ég hef nokkrum sinnum séð ammrískar myndir með enskum texta fyrir heyrnarskerta (þar allt er skráð, hvort sem það er talmál, umhverfishljóð eða texti (t.d titill myndarinnar, nöfn á legsteinum, blaðafyrirsagnir o.fl.)).
Ósamræmið er stundum svo milið að það er eins og þýðandinn hafi séð myndina viku áður og skrifað textann eftir minni.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 22:06

Hafið líka í huga varðandi texta að formið er knappt og oft neyðast þýðendur á samtyngdri mynd að stytta málið svolítið til að koma því fyrir á skjánum, þó án þess að merkingin glatist, þó það takist ekki í öllum tilvikum.

Hvaða eindemis kjaftæði er þetta að 90% af tali sé tekið upp í hljóðveri hvort sem er? Þvættingur. Þó er það gert í sumum löndum eins og ítölskum og spænskum myndum (kannski fleiri myndum evrópskum), líkast til út af einhverri hefð. Enda er það augljóst þegar maður horfir á slíkar myndir og er þeim til vansa. Þá angrar það mann að leikarinn sjálfur er að döbba eigið hlutverk og maður fer að fylgjast með hvort honum sé að takast að vera í takt við sjálfan sig í eigin döbbi á sjálfum sér. Fáránlegt. Í alvöru myndum er þetta tekið upp á staðnum. Þó vissulega komi fyrir að það þurfi að tala inn ef eitthvað hefur mistekist eða það er of mikill hamagangur til að ná tali. Það er kallað looping.

Vel talsett mynd kemst ekki nálægt neinu öðru en að eyðileggja algerlega leik viðkomandi leikara. Ímyndum okkur að þessi bjánaskapur í Evrópu hefði farið alla leið og sönglög hefði verið döbbaður. Hefði vel og vandlega döbbaður Elvis virkað? Bítlarnir, vel döbbaðir á þýsku? Aldrei. Það sama á við um bíó, þó það sé ekki eins sláandi augljóst.

‹Fær Horst Tappert til að syngja Help! með Bítlunum›

Hilfe!Ich brauche jemand
Hilfe! Nicht doch jemand
Du weisst Ich jemand brauchen
Hiiiiilfeee!
Wenn Ich war Junger sehr so Junger dann zu Haute
....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 22:41

Ég held að menn ættu að taka mark á Hakuchi hér.

Ég hef búið í útlöndum og séð talsett efni. ‹fær hroll› Eitt sinn átti ég leið um Þýskaland þar sem var í gangi þemavika í einhverju kvikmyndahúsi. Þar voru auglýsingar fyrir myndirnar (ég er ekki sleipur í Þýsku en merkingin ætti að komast til skila) Der leben von Brian, Heiliger gral og annað úr smiðju Monty Python. Ég sá Dallas á Þýsku, ég sá brot úr Die Hard á hollensku og svo framvegis. Þetta var 1988 og veit ég að Hollendingar létu af þessum leiða ósið skömmu síðar.

Eins og flestir vita þá eru þættirnir um Simpson fjölskylduna ætlaðir fyrir fullorðna. Þeir eru döbbaðir og sýndir á Primetime barnatíma í Þýskalandi. Í stað þess að æpa DOH þá segir hann NEIN! Þetta er ekki það sama og áhrifin hverfa! Talsetning rýrir eingöngu gildi og meiningu myndanna. Frekar vil ég sjá mynd frá Burkina Faso með texta heldur en talsetta. Með því að talsetja myndir fáum við ekki að kynnast hljómi tungumála sem getur verið gott í því alþjóðasamfélagi sem Baggalútía er að verða með landnámi víða um heim.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/12/05 23:46

Þarsíðasti ræðumaður á hrós skilið fyrir að gera málinu góð skil.

Ég er sammála.
Mér finnst að það ætti ekki að talsetja nokkurn skapaðann hlut. Stór partur af ákaflega góðri enskukunnáttu Íslendinga er sú staðreynd að við döbbum ekki.
Ég var fljúgandi fær í ensku um 8 ára aldur vegna ótalsettra teiknimynda. Krakkar í dag fá ekki sömu þjálfun í að hlusta á ensku og lesa textann við, eins og við fengum.
Ég held líka að lestrarkunnátta tapist vegna talsetts barnaefnis.
Ég varð að gjöra svo vel að læra snemma að lesa því ekki gat mamma lesið hvert einasta orð á skjánum fyrir forvitnisgrísinn sinn og ég þoldi ekki að skilja ekki hvað var að gerast.

Svo smá um að horfa á talsettar myndir í öðrum löndum:
Þegar ég bjó í Fránkaríki fór ég að sjá myndina 'Phenomenon' því mér leiddist einn daginn. Myndin var döbbuð á frönsku og þar sem franskan mín er takmörkuð þá skildi ég ekki mikið í myndinni. Þar með var nokkrum frönkum fátæks námsmanns sóað til einskis.
Ég hefið viljað hafa val um að sjá hana með texta.

Textum allt og talsetjum ekkert segi ég.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 4/12/05 02:20

Hakuchi mælti:

[...] Bítlarnir, vel döbbaðir á þýsku? Aldrei. Það sama á við um bíó, þó það sé ekki eins sláandi augljóst.

‹Fær Horst Tappert til að syngja Help! með Bítlunum›

Hilfe!Ich brauche jemand
Hilfe! Nicht doch jemand
Du weisst Ich jemand brauchen
Hiiiiilfeee!
Wenn Ich war Junger sehr so Junger dann zu Haute
....

Það þarf ekki að döbba þá, þeir syngja sjálfir á þýzku. ‹Glottir eins og fífl›

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 4/12/05 11:52

Mikið er gaman að sjá þessar líflegu umræður sem upp hafa sprottið um þetta viðkvæma mál.

En! Sá punktur sem ég vildi koma á framfæri er þessi: Meðan maður er að lesa textann, er maður ekki að horfa á myndina.
Auðvitað er hverju mannsbarni ljóst að talsetning er meingallað fyrirbæri, en það er textinn líka! Þetta er ekki vandamál þegar hinn „venjulegi“ Íslendingur horfir á mynd á ensku á DVD, því þá er hægt að henda textanum útí hafsauga og njóta myndarinnar á frummálinu.

Þessvegna: Förum í krossferð gegn styttingu framhaldsskólans því þarmeð dettur þriðja erlenda tungumálið út sem skylda!

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: