— GESTAPÓ —
upplífgandi símahrekkur
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
aðdáandi 30/11/05 13:27

Líf háskólanemans þessa dagana er frekar innihaldslítið, þetta bjargaði deginum, ég meira að segja stóð sjálfa mig að því að hlægja upphátt á bókhlöðunni... ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›
http://fm957.is/uploads/FileGallery/Files/Zuuber/Hrekkir/Hrekkir%203/ZUUBER%20HREKKUR%20-%20Tvottavel.wmv
varð að deila þessu með ykkur...[/url]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 30/11/05 13:39

Hvernig væri nú að láta þráðarheitið hefjast á stórum staf? Þér hljótið að vera nýnemar, fyrst þér kunnið ekki grunnatriði íslenskrar stafsetningar.

Svo finnst mér svona lágkúra eiga betur heima á vefsvæðinu sem ekki má nefna en hér á fögru bókfelli Baggalúts.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 30/11/05 13:51

Verð að taka undir Með Gunther. Þó svo að fyndina sé auðvelt að finna í þessum hrekk (svona eftirá) þá er þessi vettfangur almennt laus við þesslags tilvísanir. Betur ætti þetta heima á vefsvæði með annars konar tilgang þar sem markmið allra sem heimsækja svæðið ssé að leita uppi álíka fyndni og tilgangslitla skemmtan að náunganum.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/11/05 13:55

Já eða byrja þráð sem kemur með hugmyndir að slíkum hrekkjum, þó þeir séu óæskilegir.

Sem dæmi:

Tilvitnun:

Er Hreinn heima?
Það er enginn hreinn hér.
‹Hlægja hrossahlátri. ›Ertu þá óhreinn.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 30/11/05 13:59

Svo finnst mér hneisa ef stúdentalýðurinn er að hlusta á svona óværu inná sjálfri Þjóðarbókhlöðunni!

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
aðdáandi 30/11/05 14:05

Biðst innilega forláts‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann, hefur ákveðið að hugsa sig um tvisvar áður en hún stofnar nýjan þráð›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 30/11/05 14:10

Ekki ætti að telja góða viðleitni til vansa. Þetta er álíka og setja kökuuppskriftir í Séð og Heyrt, eða kannski vitna í Arnald Indriðason sem mesta myndasöguhöfund landsins. Passar illa saman. ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið› Lestu þér einfaldlega til um sérsvið vefjarins og vittu til, hér er fjölmargt áhugavert fyrir allskyns bókhlöðuorma og aðra.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 30/11/05 14:35

Günther Zimmermann mælti:

Hvernig væri nú að láta þráðarheitið hefjast á stórum staf? Þér hljótið að vera nýnemar, fyrst þér kunnið ekki grunnatriði íslenskrar stafsetningar.

Svo finnst mér svona lágkúra eiga betur heima á vefsvæðinu sem ekki má nefna en hér á fögru bókfelli Baggalúts.

Heyrðu, heyrðu... ég myndi nú aðeins bíða með að fara að gagnrýna aðra nýliða þangað til þú ert orðin heiðursgestur eða allavegana búinn að vera lengur hérna á Gestapó! Og hvað á þetta að þýða „ Þér hljótið að vera nýnemar“? Ég er nýnemi og það er ekkert til að gera lítið úr!

‹Ullar á krullukallinn›

Og aðdáandi, ég hafði mjög mikið gaman af þessu. Ekkert vera að hlusta á þennan karl þarna. Og já velkomin/n.

‹Knúsar og kyssir aðdáandan›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/11/05 14:40

Tek undir með Aulanum hér, þetta var hressandi. Vertu velkomin aðdáandi og njóttu vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
aðdáandi 30/11/05 14:43

Þakka pent.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/11/05 14:47

Ég vil halda áfram með símahrekkina og hugmyndir að þeim, hér er einn í lélegri kantinum og krefst töluverðar sérhæfni í vali á því í hvern er hringt.

Hringt í mann sem heitir Ljótur.

Tilvitnun:

Ertu ljótur?
Já!
Forljótur jafnvel?
‹Hlægja hrossahlátri›

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 30/11/05 14:48

Og svo er hann/hún líka kurteis og ekki með mikilmennskubrjálæði!

VELKOMIN/N!

Gunther.. þetta er alvöru nýliði!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 30/11/05 14:56

Sæmi Fróði mælti:

Ég vil halda áfram með símahrekkina og hugmyndir að þeim, hér er einn í lélegri kantinum og krefst töluverðar sérhæfni í vali á því í hvern er hringt.

Hringt í mann sem heitir Ljótur.

Tilvitnun:

Ertu ljótur?
Já!
Forljótur jafnvel?
‹Hlægja hrossahlátri›

Ohh krúttið þitt!

‹Klípur í kinnarnar á Sæma›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/11/05 15:29

Vertu velkominn ‹Við verðum að passa að mágkona mín heyri ekki í þessari stöð!›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 30/11/05 15:32

offari mælti:

Vertu velkominn ‹Við verðum að passa að mákona mín heyri ekki í þessari stöð!›

Þarna er sviðið kolrangt notað. Og er það mákona? Má konan? Segjum mágkona og málið er dautt!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/11/05 15:41

‹Nennir ekki að breyta sviði›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 30/11/05 17:17

Hér er einn gamall og góður‹Nokkrir vinir sitja við öldrykkju og ákveða að hringja í einhvern út í bláinn.Sá fyrsti hringir og segir,Er guðmundur heima:Nei er svarað.Það býr engin Guðmundur hér.Svo hringir hver og einn í sama mann og spyrja um Guðmund.Viðfangsefnið er vanalega orðið verulega pirrað þegar sá 3 eða 4 hringja og spyrja um Guðmund.Svo er hringt í síðasta skiptið(Gott að hafa svona 30 min.bið í það)Og sagt,Já þetta er Guðmundur hér eru einhver skilaboð til mín › Þessi virkaði svakalega vel á mínum yngri árum og það má alls ekki gleyma að fela númmerið sem hringt er úr

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/11/05 19:25

Ég tek undir með Gúnter. Það er til nóg af hlekkjasíðum með gríni og vitleysu. Hér er leitað að sannleikanum.

Gúnter er sannarlega nýliði en hann skilur fullkomlega fagran anda Baggalúts og er því á við frumfastagesti sem setið hafa hér frá örófi alda.

‹Klappar Gúnter á parrukið›

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: