— GESTAPÓ —
Bragorðasafn Riddarans...[Mál ok hættir]
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:07

BRAG-ORÐASAFN-RIDDARANS

A
Atkvæði (samstöfum). Sum orð eru eitt atkvæði, önnur tvö, þrjú, fjögur og fleiri ef samsett orð eru. Orðin eru mynduð úr atkvæðum (samstöfum). Sum orð eru eitt atkvæði, önnur tvö, þrjú, fjögur og fleiri ef samsett orð eru. Sagt er að orð séu einkvæð, tvíkvæð, þríkvæð eða fjórðkvæð: Sjór, mað/ur, kerl/ing/ar, skræl/ingj/ann/a. Alltaf er þyngst áherzla á fyrsta atkvæði orðs, en sé orðið fjórkvætt er aukaáherzla á þriðju samstöfu. Oft eru orð sett saman, tvö eða fleiri, og er þá áherzla á fyrsta atkvæði hvers orðhluta. Dæmi: hesta/maður, skák/manns/efni.
.
B
Bókstafir: tákna þau hljóð, sem málið er myndað af. Þeir skiptast í sérhljóða og samhljóða.
.
Bragliðir: Ljóð eru saman sett úr bragliðum.Það heitir tvíliður sé bragliður tvö atkvæði og er áherzlan á því fyrra, sem heitir ris, en það síðara hefur linan framburð og heitir hnig. Ef rímað er með tvíliðum, þá heitir það tvírím:
Þegar aðeins er ris, en ekki hnig á eftir, þá heitir sá bragliður stúfur; einrím kallast ef slíkir bragliðir ríma:
.
Bögubósi

"Íslensk ljóðskáld, sem skorti bæði hagmælsku, andagift og lágmarks metnað, voru nefnd: bögubósar."

Bögu-Bósi er líka söguhetja úr Fornaldarsögum Norðurlanda, Bósa sögu og Herrauðs. Hann var sonur Bryn-Þvara og Brynhildar bögu og því kenndur við móður sína.
.
D
E
.
Efnistök=Hugmyndin=Sagan í ljóðinu
Ljóð með hugsun muna má
Máttur orðs og anda
Hin þau engan heillað fá
hugmynd eða fræi að sá
.
Einkvæð orð: orð með eitt atkvæði. (sjá atkvæði)
F
.
Ferskeytlan:
.
Fjórðkvæð orð: Orð með fjögur atkvæði. (sjá atkvæði)
.
Forliður: Stundum er áherzlulint atkvæði fremst í ljóðlínu og heitir það forliður. Forliður er í mörgum söngljóðum, en ekki í fornbrögum eða rímnaháttum, nema síðlínum úrkasts, dverghendu og valstýfu, ef hnig fellur aftan af frumlínum. Forliðir verða oft þar, sem þeir eiga ekki að vera með réttu, og er það leyfi en ekki regla. Oft er skotið atkvæði inn í ljóðlínu, þar sem lítið ber á. Illt er að nota mikið af slíku, en meinlaust, ef hóf er á.
.
G
.
Gnýstuðlun: Stafurinn s hefur sérstöðu í stuðlasetningu. Ef s er stuðull, en næsti stafur er k, l, m, n, p eða t, þá verður einnig svo að vera í hinum stuðlunum. Þetta heita gnýstuðlar: sk, sl, sm, sn, sp eða st
.
H
.
Hákveða=hjómstig - Lágkveða=lágstig. Fyrsti bragliður er hákveða næsti lágkveða næsti hákveða og síðan koll af kolli til skiptis.
.
Hástuðlun
Hástuðlun ef hentar þér
hafðu í fyrsta og þriðja
Botn á kvæði bjarga hér
björt er ljóða iðja

Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
I
J
K
Heiti og Kenningar: Heiti og kenningar settu mjög svip sinn á fornkvæðin, einkum dróttkvæði. Rímnaskáldin tóku við þessum arfi. Hér verður fátt sagt um heiti og kenningar, en þó verður að gera lítils háttar grein fyrir þessu.
.
Heiti er orð, sem notað er í stað venjulegs nafns á einhverju: Rekkur, seggur, gumi eru heiti og þýða maður. Mar og ver eru sjávarheiti.
.
Kenningar eru í rauninni líkingar. Kenning er í tveim hlutum: höfuðorð og kenniorð. Höfuðorð er nafn þess, sem líkt er við, en kenniorðið tengir líkinguna því sem á að lýsa.
.
Dæmi: Höfuðorð: viður, kenniorð: sverð = sverðs viður = maður.
.
Þá er rétt kennt, ef líkingin fæst staðizt. Rétt er að kalla skip öldu hest og segja að hann vaði eða syndi hafið. Ef sagt er, að ölduhestur skríði um sjóinn, þá er kenningunni spillt; ormar skríða, en hestar ekki.

L
.
Lágkveða=lágstig - Hákveða=hjómstig Fyrsti bragliður er hákveða næsti lágkveða næsti hákveða og síðan koll af kolli til skiptis.
.
Ljóðlína=vísuorð=braglína=(hending) í ferkeyttum brag heita 1 og 2 lína, frumlínur og 3 og 4 síðlínur
.
Lágstuðlun
Hér lág-stuðlun stunda kátt
stödd í öðrum þriðja
þannig mátt um miðju dátt
milliveginn riðja

Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
M
N
O
Ofstuðlun: Ef notaðir eru fleiri en þrír samhjóðar sömu gerðar í frumlínu og síðlínu, er um ofstuðlun að ræða. þ.e. í frumlínur (lína 1 og 3) koma tveir samhjóðar sömu gerðar (stuðlar) og í síðlínur (línur 2 og fjögur) einn sömu gerðar (höfuðstafur) sem er alltaf fremst í fremsta braglið síðlínu (fyrsti stafur síðlínu, línu 2 og 4)
.
Þar sem sérhjóðar, gilda allir jafnt sem einn stafur væri sömu gerðar. Þá gilda ofstuðlunar reglurnar fyrir þá alla sem væri einn samhljóði. Þ.e. Ef notaðir eru fleiri en þrír sérhjóðar sömu gerðar í frumlínu og síðlínu, er um ofstuðlun að ræða.
.
P
R
Rím: Rím er ýmist endarím eða innrím.
.
Endarím er oft runuhendurím: Endarím allra ljóðlína/vísuorða, ríma.
.
Tíðara er þó víxlrím: Endarím fyrstu ljóðlínu/vísuorðs, rímar við þriðju, önnur við fjórðu (og þannig koll af kolli til skiptis.)
.
Stundum er ein ljóðlínan órímuð, en hinar ríma saman; rímvik: t.d. Stikluvik (sjá stikluvikaþráð)
.
Innrím er stundum þversett og ríma þá saman orð í sömu ljóðlínu: Rímuð lína til að sýna
.
Langsett kallast það innrím sem tekur yfir meira en eina ljóðlínu. Lengi var þess nokkuð gætt um innrím, að orðin rímuðu rétt saman, bæði ris og hnig:

Höfðu báðir fyrðar fjáðir
fimmtán skeiðir,
hugðu tjáðir heim með dáðir
halda á leiðir.
(Bjarni Borgfirðingaskáld.)

.
Þarna blindfellur allt. Á nítjándu öld og síðan er þessa miður gætt. Fallegra er að innríma nákvæmt, en fáir gera það. Í sléttuböndum ætti þó alltaf að fylgja þeirri reglu; Stundum eru rímuð saman orð, ólík að hljómi, vegna þess að annað orðið hefur samhljóða á eftir þeim samhljóða, sem rímið myndar; rímhalli. Þetta er allslæmt:
.
Í háttatali Snorra er sú rímgerð er heitir náhent: Vann kann virðum banna. Þarna standa rímrisin saman. Þetta er fátítt í rímum, en sést þó stundum í gömlum rímum, þar sem ætti að vera hnig milli rímatkvæða: Fann hann belg af dýri.
.
Algengt hefur það verið lengi að láta sams konar endingar orða ríma og er þetta slæm rímvilla skónum-tölum. Þó er enn verra ef einn sérhljóði myndar rímið biti-láti. Verst er þó, ef hnig tvíliðs er látið mynda einrím: bitið-beinið.

Í dróttkvæðum var mikið notað sniðrím; það hét þá skothent. Sniðrím er þannig gert, að áherzlusamhljóðar í rímorðunum er þeir sömu, en sérhljóðinn annar: Land — sund, dáð — geð.
.
Rímbankinn: Svona til gamans, ef á þarf að halda.
.
S
.
Samhljóðar eru: é, b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, z, þ. Z er borin fram eins og s og er aðeins rittákn (úrelt).
.
Samhljóða stuðlun: Séu samhjóðar stuðlar, þá er sami stafur í þeim öllum þremur:
Sérhljóðar eru þessir: a, á, e, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö. Auk þess eru tvístafirnir au, ei, ey. Y, ý og ey hafa sama framburð og i, í og ei og eru því aðeins rittákn.
.
Sérhljóða stuðlun: Þegar sérhljóðar eru stuðlar, gilda þeir allir jafnt sem einn stafur væri og þykir reyndar fallegra að sinn sé stafur í stuðli hverjum:
.
Síðstuðlun
Líka stuðlun-síð er sæt
sett í fjórða og þriðja
Talin er af mörgum mæt
má um hana biðja

Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
.
Sléttubönd
Ferskeytla og draghenda eru einu rímnahættirnir sem hægt er að yrkja sléttubönd undir en sléttubandavísur er hægt að lesa aftur á bak jafnt sem áfram. Til þess að það sé mögulegt verða vísurnar að vera síðstuðlaðar og fyrsti bragliður fyrstu línu að ríma við fyrsta braglið þriðju línu.

Sóma / stundar, / aldrei / ann
illu / pretta / táli,
dóma / grundar, / hvergi / hann
hallar / réttu / máli.

Þessi vísa er líka rétt ferskeytla sé hún lesin aftur á bak. Reyndar er hún svo haglega gerð, að þá snýst merkingin gjörsamlega við. Höf. Jón Þorgeirsson

Máli / réttu / hallar / hann,
hvergi / grundar / dóma,
táli / pretta / illu / ann,
aldrei / stundar / sóma.
.
Stikluvik:
.
Stuðlar: eru upphafsstafir orða (eða upphafsstafur seinni hluta samsetts orðs), sem eru endurteknir í tveimur ljóðlínum samstæðum, og gefur þetta ljóðunum sérstakan hljómblæ.
Seint er um langan veg tíðinda að spyrja hversu stuðlar hófust, en þeir eru ævafornir í germönskum ljóðum. Í fjögur hundruð ár hafa Íslendingar verið einir um stuðlaða kveðskap. Þótt annarra þjóða skáld grípi til þeirra stundum, þá er það án reglu.
.
Stuðlun: Fyrri stuðull í frumlínu heitir yfirstuðull, en sá síðari undirstuðull og verður annar hvor að vera í hljómstigi. Það er algild regla. Þriðji stuðull er alltaf í fremstu áherslu síðlínu og heitir höfuðstafur. Aldrei má stuðull vera í forlið. Ekki má vera meira en einn bragliður milli stuðla; frá því er samt vikið í löngum ljóðlínum og fornyrðislagi og ljóðahætti.
.
Bezt þykir að yfirstuðull sé í fyrsta braglið, en undirstuðull í þriðja og eru þá báðir í hljómstigi. Það heitir hástuðlað: (sjá hástuðlun)
.
Sé yfirstuðull í öðrum braglið, þá verður undirstuðull að vera í þriðja, sem er hljómstig. Þetta er lágstuðlað: (sjá lágstuðlun)
.
Stundum eru stuðlarnir í öftustu bragliðum. Þá er síðstuðlað, og er jafnan þannig í sléttuböndum: (sjá síðstuðlun)
.
Stuðlaregla einfölduð:
Stakan alltaf stuðluð rétt
ef stuðul ber í þriðja
öllum reynast ætti létt
eitt að muna og styðja

Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
.
Stúfur er bragliður sem inniheldur: einkvæð orð: orð með eitt atkvæði. (sjá atkvæði)
T
.
TENGLAR
www.rimur.is
www.heimskringla.net
.
Tvíkvæð orð: Orð með tvö atkvæði. (sjá atkvæði)
.
Tvíliðurer bragliður sem inniheldur (Tvíkvæð orð: Orð með tvö atkvæði)
Þ
Þríkvæð orð: Urð með þrjú atkvæði (sjá atkvæði)
.
Þríliður heitir það, ef tvö lág atkvæði fara á eftir risi. Ef rímað er með þríliðum, heitir það þrírím. Þríliður er alls ekki til í rímnaháttum. Þegar þríkvætt orð er í rímnahætti, þá klofnar það í tvílið og stúforð, ef það er í enda braglínu. Ekki fer vel á þessu. Ef þríliður er inni í vísuorði, þá klofnar hann, eða gidir sem tvíliður, og er það betra:
Æ
Ö

Heimildir og heimildamenn
Bragfræði og Háttatal,
eftir Sveinbjörn Beinteinsson
Jón Ingvar Jónsson: Heimskringla.net
hlewagastiR (yfirfarið-leiðrétt-viðbætur)
Haraldur Austmann
Skabbi Skrumari
Barbapabbi
Enter
Isak Dinesen
----------------------------
Hannes Pétursson: Bókmenntir, Alfræði Menningarsjóðs, Rvk. 1972
Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal, Rvk. 1953
Óskar Ó. Halldórsson: Bragur og ljóðstíll, Rvík 1972
Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju, Rvík 1891
Snorri Sturluson: Edda, í búningi Guðna Jónssonar, Akureyri 1954
.
Ef svo slysalega hefur tekist til, að ekki sé í hvívetna rétt sagt frá, vil ég slá sama varnagla og Ari prestur Þorgilsson og ítreka, að skylt er að hafa það frekar er sannara reynist.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:08

Ferskeytlan er góð undirstaða fyrir allt frekara bragfræðinám.
.
FERSKEYTLAN
Ferskeytla er án efa vinsælasti bragarhátturinn, bæði í rímum og lausavísum og hún kemur strax fyrir í elstu rímu sem menn þekkja. Endarímið er víxlrím, því fyrsta og þriðja lína, sem eru stýfðar, ríma saman annars vegar en önnur og fjórða lína, sem ekki eru stýfðar, ríma saman hins vegar. Í fyrstu og þriðju línu eru bragliðir fjórir en bragliðir eru þrír í annari og fjórðu línu hins vegar. Stuðull verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju línu og höfuðstafur í fyrsta braglið annarar og fjórðu línu. Svona lítur ferskeytla út:
.
Skamst.[Bragliðir-Bl][Atkvæði-Ak]
.
Margur|fengi|mettan|kvið, ...[4Bl, 7AK, stýfð]
má því|nærri|geta................[3 Bl.(tvíliðir), 6 AK]
yrði|fólkið|vanið| við ...........[4Bl, 7AK,stýfð]
vind og|snjó að|éta..............[3 Bl.(tvíliðir), 6 AK]

Höf. Jón Þorláksson
.
Haraldur Austmann: um hrynjanda.
Rétt kveðin ferskeytla og ýmis afbrigði hennar eiga að passa við lagið sem oftast er sungið við kvæðið „Kristín segir tíðindi (Fljúga hvítu fiðrildin)“ og því gott að raula nýkveðna vísu með því lagi til mátunar. Passi hún ekki nákvæmlega við lagið, er hrynjandinn ekki réttur.
.
STUÐLAR--HÖFUÐSTAFUR
.
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barna glingur.
En verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssu stingur.
.
Hástuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
.
Lágstuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
.
Síðstuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
.
Einföldun:
Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la.
.
Skamst.[Bragliðir-Bl][Atkvæði-Ak]
Ferskeytla: Fyrsta og þriðja lína eru stýfðar, hinar ekki. Bl.4343 Ak.7676
Draghenda: Eins og ferskeytla nema að allar línur eru óstýfðar. Bl.4343 Ak.8686
Stefjahrun: Eins og ferskeytla nema að allar línur eru stýfðar. Bl.4343 Ak.7575

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:08

Stikluvik
.
Stikluvik er í sjálfu sér ekki svo frábrugðin Ferskeytlum enda ferskeyttur bragháttur.
.
Stikluvik er einhver sérkennilegasti rímnahátturinn og blær hans er afar skemmtilegur.
.
Fyrsta, þriðja og fjórða ljóðlína samanstanda af fjórum bragliðum 7 atkvæði og eru stýfðar og mynda allar karlrím (karlrím er rímorð sem hefur eitt atkvæði)
.
Önnur ljóðlína er aðeins þrír bragliðir og er ekki stýfð og því sex atkvæði og í henni er ekkert rímorð í hættinum óbreyttum og því er talað um vik.
.
Fyrstu þrjár línurnar hafa sama atkvæðafjölda/hrynjanda og ferskeytlan, en síðasta línan bregður svo á leik og er sjö atkvæði í stað sex. (fjórir bragliðir eins og lína eitt og tvö í stað þrír)
.
Þessi taktur/hrynjandi gerir stikluvikin gáskafull og kallar eftir atvikum á ýkt eða óvænt lokaorð í síðustu línu. (ekki ósvipað og limrunni)
.
.
STUÐLAR--HÖFUÐSTAFUR

Höf.hlewagastir:
Stikluvik er staka klár
stuðlar vel og hrynur
Rennur vel þótt reyti hár;
ríma saman línur þrjár.
.
Hástuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la/la
.
Lágstuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la/la
.
Síðstuðlun
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la/la
.
Einföldun:
Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/tra-la/la

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:09

Draghenda

Í gömlum rímur eru oft erindi í ferskeyttu háttunum, sem hafa öll vísuorðin óstýfð:

Fáðir voru af fenju meldri
fagrir ennis spænir.
(Sörlarímur.)

Þetta var altítt fram á 18. öld og sást fram á 19. öld. Árni Böðvarsson tók þetta upp sem sérstakan hátt. Sigurður Breiðfjörð orti draghenda rímu, en ekki veit ég um fleiri skáld, sem ort hafa rímur með þessum brag.
Árni nefndi háttinn hrynjandi. Draghenda er því einnig kölluð hrynjandi.
.
Ljóðlínur eru fjórar og engin þeirra er stýfð. Bragliðir eru fjórir í fyrstu og þriðju ljóðlínu (8 atkvæði einu meira en ferskeytlan), en þrír í annari og fjórðu ljóðlínu (6 atkvæði eins og ferskeytlan). Stuðlasetning er hefðbundin, þannig að annar stuðullinn verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafur í fyrsta braglið annarar og fjórðu braglínum. Rímið í draghendu er víxlrím, þannig að fyrsta og þriðja ljóðlína annars vegar og önnur og fjórða ljóðlína hins vegar, ríma saman.

Lærður / er í / lyndi / glaður,
lof ber / hann hjá / þjóðum;
hinn er ei / nema / hálfur / maður,
sem / hafnar / siðum / góðum.
Höf:Hallgrímur Pétursson
.
Einföldun:
Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/tra-la
tra-la/tra-la/tra-la
Tra-la /tra-la/tra-la/tra-la
tra-la/tra-la/tra-la

----------------------------------
Stefjahrun

Stefjahrun hefur fjórar ljóðlínur og eru allar stýfðar. Rímið er víxlrím, það er síðustu bragliðir fyrstu og þriðju ljóðlínu ríma saman og síðustu bragliðir annarrar og fjórðu ljóðlínu ríma saman. Fyrsta og þriðja ljóðlína hafa fjóra bragliði en önnur og fjórða ljóðlína hafa þrjá bragliði.

Æðir / sjór um / öldu/stokk,
iða / tár um / hvarm.
- Ég hef / falið / ljósan / lokk
lengi / við minn / barm.
Höf:Jóhannes úr Kötlum
.
Einföldun:
Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/la
Tra-la /tra-la/tra-la/la
tra-la/tra-la/la

.
Skamst.[Bragliðir-Bl][Atkvæði-Ak]
Ferskeytla: Fyrsta og þriðja lína eru stýfðar, hinar ekki. Bl.4343 Ak.7676
Draghenda: Eins og ferskeytla nema að allar línur eru óstýfðar. Bl.4343 Ak.8686
Stefjahrun: Eins og ferskeytla nema að allar línur eru stýfðar. Bl.4343 Ak.7575

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:09

Vikhenda

Vikhenda eða stuðlavilla er þrjár ljóðlínur og hefur sú fyrsta fimm bragliði (10 atkvæði), en önnur ljóðlína fjóra (7 atkvæði) og sú þriðja þrjá (6 atkvæði). [góð ábending er að önnur og þriðja lína eru eins og rétt kveðnar 1 og 2 lína ferskeytlu] Síðustu bragliðir fyrstu og þriðju ljóðlínu eru tvíliðir og ríma saman. Síðasti bragliður annarar ljóðlínu er stúfur. Fyrsta ljóðlínan er sér um stuðla og eru stuðlarnir í byrjun fyrsta og þriðja eða öðrum og þriðja braglið. Í annari línu eru tveir stuðlar og höfuðstafur í þriðju ljóðlínu.
.
Það er / sagt að / segi / fátt af / einum,
enda / gerist / æði-/margt
innst í / myrkra/leynum.
Höf: Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
.
Vikhenda er mjög sjaldséður bragarháttur, hvort sem er í rímum eða öðrum kveðskap og er það undarlegt vegna skemmtilegs blæs hennar. Elsta þekkta vikhenda ríman er frá fyrri hluta nítjándu aldar, en í þjóðsögu um Sæmund fróða Sigfússon er sannarlega að finna gamla vísu undir þessum hætti:
.
Ósk þá / vildi' eg / eiga / mér svo / góða,
að eg / ætti / syni / s
með / Sæmundi' / hinum / fróða.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:10

Braghenda

Braghenda er þrjár línur og hefur sú fyrsta sex bragliði (8+4 atkvæði=12)en hinar fjóra bragliði (8 atkvæði hvor) og er enginn þeirra stýfður. Síðasti bragliður annarar línu rímar við síðasta braglið þriðju línu. Í óbreyttri braghendu er ekki annað rím.Stuðlar í fyrstu línu eru þrír og verður stuðull að vera í þriðja braglið og síðasti stuðull verður að vera í fimmta braglið. Í annarri línu verður að vera stuðull í þriðja braglið og höfuðstafur í þriðju línu verður að vera í fyrsta braglið.
.
Verndað / getur / völd og / fé sé / vel á / haldið,
gerð í / vestri, / grunnt þó / risti,
galdra/svipan, / kommún/isti.
.
Höf: Kristján frá Djúpalæk
.
Mjög vinsælt er að láta síðasta braglið fyrstu línu mynda sniðrím við endarímið í seinni línunum.
.
Okkur / bræður / undan / rak á / ísi / köldum,
en svo / lífi og / hlýju / héldum
hvíldum / við á / bjarnar/feldum.
.
Höf: Hallvarður Hallsson

-----------------------------
Afhending

Afhending hefur tvær ljóðlínur og enda báðar á tvíliðum sem ríma saman. Fyrri ljóðlínan samanstendur af sex bragliðum en sú seinni af fjórum. Stuðlar í fyrstu línu eru þrír og verður stuðull að vera í þriðja braglið og síðasti stuðull verður að vera í fimmta braglið. Seinni línan er sér um tvo stuðla.
.
Eftir / Vilhjálms / utan/för til / eski/móa
hvítu / fólki / fór að / snjóa.
.
Höf: Guttormur J. Guttormsson
.
Afhending er nákvæmlega eins og fyrstu tvær ljóðlínur Braghendu og ber nafn af því. Reyndar má líta á fyrstu ljóðlínuna sem tvær ljóðlínur, með fjóra og tvö bragliði eins og úrkast. Afhending er algengur bragarháttur og ætti ekki að vefjast fyrir byrjendum.

--------------------------------------
Stuðlafall
.
Stuðlafall hefur þrjár línur og er fyrsta línan sem ekki er stýfð með 5 bragliði (10 atkvæði) sér um stuðla. Þar verður síðari stuðullinn að vera í þriðja braglið, þótt ekki sé endilega rangt ort ef stuðlasetning er önnur. Seinni línurnar tvær eru stýfðar með fjóra bragliði (8 atkvæði hvor) og mynda saman endarím. Stuðull verður að vera í þriðja braglið annarar línu og höfuðstafur í fyrsta braglið þriðju línu:
.
Tíminn / mínar / treinir / ævi/stundir.
Líkt sem / kemba er / teygð við / tein
treinir / hann mér / sérhvert / mein.
Höf: Páll Ólafsson
.
Þó að stuðlafall sé nokkuð gamall rímnaháttur, er það enn nokkuð vinsælt, og má til dæmis sjá eftirfarandi húsgang í dagblaði nokkrum mánuðum áður en 20. öldin rennur sitt skeið á enda:
.
Sumir / spinna, / sumir / kemba og / tæja,
sumir / lopa, / sumir / ull.
Sumir / skrifa / eintómt / bull.
.
Það ætti ekki að vera erfið þraut að setja saman stuðlafall.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:10

Dverghenda

Í dverghendu eru fjórar ljóðlínur. Rímskipan er víxlrím, þannig að fyrsta og þriðja ljóðlína ríma saman annars vegar og önnur og fjórða ljóðlína hins vegar. Fyrsta og þriðja ljóðlína samanstanda af fjórum bragliðum og mynda kvenrím (þ.e. eru 8 atkvæði) og önnur og fjórða braglína, sem eru 2 bragliðir (þ.e. 3 atkvæði) ríma saman og eru stýfðar og mynda því karlrím. Stuðlasetning er hefðbundin. Stuðull verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafur verður að vera í fyrsta braglið annarar og fjórðu ljóðlínu.

Greini / ég frá / grafreit / svörtum
grátinn / söng.
Lag sitt / þrumar / lostnum / hjörtum
Líka/böng.
Höf:Jóhannes úr Kötlum
.
Einföldun:
Annar stuðull (rauður) verður alltaf að vera fremst í 3 braglið, þar sem bragliðir eru fjórir, Þá má setja hinn fremst í hvaða braglið 1. og 3 ljóðlínu sem er.
.
Tra-la /tra-la/tra-la/tra-la
tra-la/la
Tra-la /tra-la/tra-la/tra-la
tra-la/la

Hvor vísuhelmingur um sig í dverghendu er nákvæmlega eins og fyrri ljóðlína stúfhendu. Ekki eru til styttri
ljóðlínur í rímnaháttum en önnur og fjórða lína dverghendu. Stundum flytjast síðasta atkvæði fyrstu ljóðlínu og síðasta atkvæði þriðju ljóðlínu niður í næstu ljóðlínu og verða þau þar að forliðum, en fyrsta og þriðja ljóðlína verða stýfðar, líkt og kemur fyrir í úrkasti.

Hrakinn / bragn í / bæinn / fer
með / bónda / þar.
Lúnum / hvíldin /ljúfust / er
ef / langþráð / var.
Höf: Sveinbjörn Beinteinsson
.
Dverghenda, sem er með allar ljóðlínur stýfðar og forliði í annari og fjórðu ljóðlínu, er kölluð valstýfa ef allar ljóðlínurnar ríma saman. (Forlið þriðju ljóðlínu er ofaukið.)

Frítt svo / ertu, / Frónið / mitt,
og / fagur/litt,
að / himinn / leggur / höfuð / þitt
við / hjarta / sitt.
Höf: Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
.
Valstýfa er ekki flokkuð sem sjálfstæður rímnaháttur hér, en frekar er litið á hana sem samhenda dverghendu, þar sem allar ljóðlínur ríma saman.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:11

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:11

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:12

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:12

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:13

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:13

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:14

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:15

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:15

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:16

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:16

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: