— GESTAPÓ —
Bragorðasafn Riddarans...[Mál ok hættir]
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:17

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:18

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:18

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:19

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:19

...

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:20

Róshenda í hruna (Hrynjandi er annað nafn Draghendu)

Róshenda í hruna samanstendur af fjórum ljóðlínum, í fyrstu eru fjórir tvíliðir í annari eru þrír tvíliðir, í þriðju og fjórðu eru fjórir tvíliðir.
.
Atkvæðaskiptin 8-6-8-8
.
Róshendan hefur ekkert endarím aðeins innrím, Fyrsta rímorð er fyrsta orð annarar línu, næstu er annað og fjórða orð þriðju línu. Þá ríma einnig sér annað og fjórða orð fjórðu línu. (línurím bragliða í lágkveðu)
.

Smirinoff hann smiði sína
sendi, -Eins og veifað
væri hendi. Víst mér kenndi,
vínið kæri, en síður læri

.
Stuðlasetning er hefðbundin í þriðju og fjórðu ljóðlínu, en í fyrriparti er hún örlítið frálslegri en gengur og gerist.
.
Hér er mjög hefðbundin hástuðlun í fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafs ígildi í annari og fjórðu.
.
Gleði úr öllum glösum vil og
gæði –Ekki af veigum
verði mæði. Vín hér flæði
vini mæri og ölvun færi.
.
Hér eins, nema hvað að fyrsta ljóðlínan er lágstuðluð.
.
Meyjarblómin blíðu tíni á
börum –Okkur saman
síðan pörum, síðla förum.
Sófa í bláum, þrá á sláum.

.
--------------------------------------------------------------------------------------
Róshenda í hálfum-hruna

Pilsin elska ef fögur
frúin.-Fjarska er illa
undir-búin. Alveg rúin
unaðslaut, er fagurt skraut.
.
.
Róshenda í hálfum-hruna samanstendur af fjórum ljóðlínum, í fyrstu eru þrír tvíliðir og stúfur, í annari eru þrír tvíliðir, í þriðju og fjórðu eru fjórir tvíliðir. Hér gerist svolítið merkilegt fyrsta línan er ekki í sama atkvæðafjölda/takti og þriðja og fjórða. Þetta gengur eftir vegna rím og línu skipunar.
.
Atkvæðaskiptin 7-6-8-8
.
Hér er dæmi um stuðlasetningu sem er ekki alveg hefðbundin, og þó. Fyrri róshendan er með yfirstuðul aftast í fyrstu ljóðlínu, undirstuðul fremst í annari og ígildi höfuðstafs í orðinu næst á eftir. Róshendan skiptir ekki takt eftir línum, heldur rennur yfir línuna og stoppið kemur á eftir frúin (sem væri ígildi hefðbundinar línuskiptingar) þess vegna gengur eftir að færa undirstuðul niður um línu og hafa höfuðstaf í sömu línu.
dæmi:
Pilsin elska ef fögur frúin
Fjarska er illa undir-búin.
.
Seinnipartur er með hefðbundna stuðlasetningu sérhljóða stuðlun.
.
Pilsin elska ef fögur
frúin.-Fjarska er illa
undir-búin. Alveg rúin
unaðslaut, er fagurt skraut.

------------------------------------------------------------------------------------------
Róshendan

.
En er það stuðlasetning fyrriparts, hér eru til dæmis tveir bragliðir á milli stuðla í fyrstu ljóðlínu og engin stuðull er í þriðja braglið, sem er hvort tveggja stuðlaglæpir af verstu sort. Nema hvað að einhverra hluta vegna virðist það hljóma hér.(kannski bara óskhyggja)
.
Mun-úða-fullan-meyjar-
muna. – Fylli hann að
kveldi-funa. Kisu-að-una
kátt-í-mýri, er ævintýri
.
Seinnipartur er með hefðbundna stuðlasetningu.
.
Eins er með fyrstu vísuna sem samin var í þessum hætti, þar er framin hver stuðlaglæpurinn á fætur öðrun, Samt finnst mér en þetta vera besta Róshendan til þessa. Auðlæsileg og hrynur vel. Auka gnýstuðlaparið er þó fekar til vansa. Hér leyfist öðrum þeirra að hlaupa í skarðið fyrir yfirstuðul í þriðja braglið fyrstu línu.
.
Smirinoff hann smiði sína
sendi. -Eins og veifað
væri hendi. Víst mér kenndi
vínið kæri, en síður læri
.
Að síðustu skal vakin athygli á hrynjanda Róshendunar en hann skiptist ekki eftir línum. Róshendan er glettin og gáskafullur háttur og hentar því vel til gamanvísna gerðar.
.
Smirinoff hann smiði sína
sendi. | -Eins og veifað
væri hendi. | Víst mér kenndi
vínið kæri, | en síður læri
.
Þess ber þó að geta að hér hafa allir bragfræðiglæpir verið meðvitaðir og má því strangt til tekið kalla þá skáldaleyfi. (eða er það ekki skilgreiningin hehe)
.
Jæja nú má ræða málin og skoða frá öllum hliðum. Þetta er bara tilraun og enn á því stigi. Þ.e. engan-vegin fullburða svo ábendingar og innlegg í umræðuna eru vel þegnar. Eins eru allar upplýsingar um hvort þetta sé líkt einhverju sem til er fyrir, vel þegnar, því fátt er leiðinlegra en það.

.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:21

Upphaf skáldskapar: Úr skáldskaparmálum Snorra Sturlusonar:
.
Ok enn mælti Ægir: "Hvaðan af hefir hafizt sú íþrótt, er þér kallið skáldskap?"
.
Bragi svarar: "Þat váru upphöf til þess, at goðin höfðu ósætt við þat fólk, er Vanir heita. En þeir lögðu með sér friðstefnu ok settu grið á þá lund, at þeir gengu hvárirtveggju til eins kers ok spýttu í hráka sínum. En at skilnaði þá tóku goðin ok vildu eigi láta týnast þat griðamark ok sköpuðu þar ór mann. Sá heitir Kvasir. Hann er svá vitr, at eingi spyrr hann þeira hluta, er eigi kann hann órlausn.
.
Hann fór víða um heim at kenna mönnum fræði, ok þé er hann kom at heimboði til dverga nökkurra, Fjalars og Galars, þá kölluðu þeir hann með sér á einmæli ok drápu hann, létu renna blóð hans í tvau ker ok einn ketil, ok heitir sá Óðrerir, en kerin heita Són og Boðn. Þeir blendu hunangi við blóðit, ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðimaðr. Dvergarnir sögðu ásum, at Kvasir hefði kafnat í mannviti, fyrir því at engi var þar svá fróðr, at spyrja kynni hann fróðleiks.
.
Þá buðu þessir dvergar til sín Jötni þeim, er Gillingr heitir, ok konu hans. Þá buðu dvergarnir Gillingi at róa á sæ með sér. En er þeir fóru fyrir land fram, reru dvergarnir á boða ok hvelfðu skipinu. Gillingr var ósyndr, ok týndist hann, en dvergarnir réttu skip sitt ok reru til lands. Þeir sögðu konu hans þenna atburð, en hún kunni illa ok grét hátt. Þá spurði Fjalarr hana, ef henni mundi hugléttara,ef hún sæi ú á sæinn, þar er hann hafði týnzt, en hon vildi þat. Þá mælti hann við Galar, bróður sinn, at hann skal fara upp yfir dyrrnar, er hon gengi út, ok láta kvernstein falla í höfut henni, ok talði sér leiðast óp hennar. Ok svá gerði hann.
.
Þá er þetta spurði Suttungr jötunn, sonr Gillings, ferr hann til ok tók dvergana ok flytr á sæ út ok setr þá í flæðarsker. Þeir biðja Suttung sér lífsgriða ok bjóða honum til sættar í föðurgjald mjöðinn dýra, ok þat verðr at sætt með þeim. Flytr Suttungr mjöðinn heim ok hirðir, þar sem heita Hnitbjörg, setr þar til gæzlu dóttur sína, Gunnlöðu. Af þessu köllum vér skáldskap Kvasis blóð eða dvergadrekku eða fylli eða nökkurs konar lög Óðreris eða Boðnar eða Sónar eða farkost dverga, fyrir því at sá mjöðr flutti þeim fjörlausn ór skerinu, eða Suttungamjöð eða Hnitbjargalögr."
.
Þá mælti Ægir: "Myrkt þykkir mér þat mælt at kalla skáldskap með þessum heitum. En hvernig kómuzt þér æsir at Suttungamiði.?"
.
Bragi svarar: "Sjá saga er til þess, at Óðinn fór heiman ok kom þar, er þrælar níu slógu hey. Hann spyrr, ef þeir vili, at hann brýni ljá þeira. Þeir játa því. Þá tekr hann hein af belti sér og brýndi ljána, en þeim þótti bíta ljárnir miklu betr ok föluðu heinina, en hann mat svá, at sá, er kaupa vildi, skyldi gefa við hóf. En allir kváðust vilja ok báðu hann sér selja, en hann kastaði heininni í loft upp. En er allir vildu henda, þá skiptust þeir svá við, at hverr brá ljánum á háls öðrum.
.
Óðinn sótti til náttstaðar til jötuns þess, er Baugi hét, bróðir Suttungs. Baugi kallaði illt fjárhald sitt og sagði, at þrælar hans níu höfðu drepizt, en talðist eigi vita sér ván verkmanna. En Óðinn nefndist fyrir honum Bölverkr. Hann bauð at taka upp níu manna verk fyrir Bauga, en mælti sér til kaups einn drykk af Suttungamiði. Bagi kvaðst einskis ráð eiga af miðinum, sagði, at Suttungr vildi einn hafa, en fara kveðst hann mundu með Bölverki, ok freista, ef þeir fengi mjöðinn.
.
Bölverkr vann um sumarit níu manna verk fyrir Bauga, en at vetri beiddi hann Bauga leigu sinnar. Þá fara þeir báðir til Suttungs.. Baugi segir Suttungi, bróður sínum, kaup þeira Bölverks, en Suttungr synjar þverliga hvers dropa af miðinum. Þá mælti Bölverkr til Bauga, at þeir skyldu freista véla nökkurra, ef þeir megi ná miðinum, en Baugi lætr þatvel vera. Þá dregr Bölverkr fram nafar þann, er Rati heitir, ok mælti, at Baugi skal bora bjargit, ef nafarinn bítr. Hann gerir svá. Þá segir Baugi, at gegnum er borat bjargit, en Bölverkr blæss í nafarsraufina, ok hrjóta spænirnir upp í móti honum. Þá fann hann, at Baugi vildi svíkja hann, ok bað bora gegnum bjargit. Baugi boraði enn, en er Bölverkr blés annat sinn þá fuku inn spænirnir. Þá brást Bölverkr í ormslíki ok skreið inn í nafarsraufina, en Baugi stakk eftir honum nafrinum ok missti hans.
.
Fór Bölverkr þar til, sem Gunnlöð var, ok lá hjá henni þrjár nætr, ok þá lofaði hon honum at drekka af miðinum þrjá drykki. Í inum fyrsta drykk drakk hann allt ór Óðreri, en í öðrum ór Boðn, í inum þriðja ór Són, ok hafði hann þá allan mjöðinn. Þá brást hann í arnarham ok flaug sem ákafast.
.
En er Suttungr sá flug arnarins, tók hann sér arnarham ok flaug eftir honum. En er æsir sá, hvar Óðinn flaug, þá settu þeir út í garðinn ker sín, en er Óðinn kom inn of Ásgarð, þá spýtti hann upp miðinum í kerin, en honum var þá svá nær komit, at Suttungr myndi ná honum, at hann sendi aftr suman mjöðinn, ok var þess ekki gætt. Hafði þat hverr, er vildi, ok köllum vér þat skáldfífla hlut. En Suttungamjöð gaf Óðinn ásunum ok þeim mönnum, er yrkja kunnu. Því köllum vér skáldskapinn feng Óðins ok fund ok drykk hans ok gjöf hans ok drykk ásanna."
.
.
Úr skáldskaparmálum Snorra Sturlusonar: Mál ok hættir

Þá mælti Ægir: "Hversu á marga lund breytið þér orðtökum skáldskapar, eða hversu mörg eru kyn skáldskaparins?"

Þá mælti Bragi: "Tvenn eru kyn þau, er greina skáldskap allan."

Ægir spyrr: "Hver tvenn?"

Bragi segir: "Mál ok hættir."

"Hvert máltak er haft til skáldskapar?"

"Þrenn er grein skáldskaparmáls."

"Hver?"

"Svá at nefna hvern hlut svá sem heitir. Önnur grein er sú er heitir fornöfn. In þriðja málsgrein er sú, er kölluð er kenning, ok er sú grein svá sett, at vér köllum Óðin eða Þór eða Tý eða einhvern af ásum eða álfum, ok hvern þeira, er ek nefni til, þá tek ek með heiti af eign annars ássins eða get ek hans verka nökkurra. Þá eignast hann nafnit, en eigi hinn, er nefndr var. Svá sem vér köllum sig-Tý eða hanga-Tý eða farma-Tý, þat er þá Óðins heiti, ok köllum vér þat kennt heiti, svá ok at kalla reiðar-Tý."

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/11/05 08:21

Þetta er síða tvö í Bragorðasafni Riddarans. Síða 1 er öll tekin frá fyrir upplýsingasöfnun, um allt sem viðkemur BRAGFRÆÐI... Allir punktar, leiðréttingar og hugmyndir eru vel þegnar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 20/11/05 08:39

Þetta er glæsilegt. Ég er mest hissa á að svona þráður hafi ekki verið til frá upphafi

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 21/11/05 00:27

Þetta líst mér vel á.
Á eftir að lesa og læra um allskyns annarskonar kveðskap en ferskeytlu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/11/05 14:52

Mér litist vel á ef þú settir höfund Heimskringlu.net sem heimildarmann þarna, enda sýnist mér að af og til sé tekinn texti beint af þeirri síðu (t.d. í skilgreiningunni á vikhendu).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 21/11/05 15:27

Heimildir og heimildamenn
Bragfræði og Háttatal,
eftir Sveinbjörn Beinteinsson
Jón Ingvar Jónsson: Heimskringla.net
hlewagastiR (yfirfarið-leiðrétt-viðbætur)
Haraldur Austmann
Skabbi Skrumari
Barbapabbi
Enter
Isak Dinesen
----------------------------
Hannes Pétursson: Bókmenntir, Alfræði Menningarsjóðs, Rvk. 1972
Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal, Rvk. 1953
Óskar Ó. Halldórsson: Bragur og ljóðstíll, Rvík 1972
Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju, Rvík 1891
Snorri Sturluson: Edda, í búningi Guðna Jónssonar, Akureyri 1954
.
Ef svo slysalega hefur tekist til, að ekki sé í hvívetna rétt sagt frá, vil ég slá sama varnagla og Ari prestur Þorgilsson og ítreka, að skylt er að hafa það frekar er sannara reynist.
.
Þakka þessa ábendingu Isak minn...Reyni að bæta einföldum aukaskýringum við allt (Töluvert er t.d. bætt við texta um Vikhendu)...En heimilda ber að sjálfsögðu að geta...Þetta er bara allt á vinnslustigi ennþá...En endilega öll ráð eru vel þegin

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/11/05 16:07

Hér liggur fyrir ósk um að nefna nýjan braghátt sem er eins uppsettur og Stikluvik nema að línur 1,3 og 4 eru ekki stýfðar. Þ.e. þessar línur eru í Stikluvikum, 3 tvíliðir (eða sem því nemur) og stúfur 7 atkvæði, en í nýja hættinum 4 tvíliðir (eða sem því nemur) 8 atkvæði. Viklínan eða lína 2 breytist ekki verður áfram 3 tvíliðir(eða sem því nemur) og 6 atkvæði. Nánast blanda af draghendu og stikluvikum.
.
Háttur þessi hefur helst áður borið á góma, sem vitlaust kveðin stikluvik. Þar sem þessi háttur hrynur vel og er hinn áhlýðilegasti, skal honum nú gefið nafn og hafin upp úr þessum vesaldómi ambögu og bögubósa. Honum þó skyldur sé, má þó aldrei rugla saman við stikluvik.
.
Hvað eigum við hátt að nefna..?..
.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/11/05 16:21

Bara nógu andskoti HÁTT ‹Grín›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/11/05 20:48

Hér er grafalvarlegt mál á ferðinni, kasta fram nafngiftinni „Stiklusvik"

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 29/11/05 20:54

Draghenda, stikluvikuð.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/11/05 20:59

Kveldúlfur mælti:

Draghenda, stikluvikuð.

.
Það er tvímælalaust skýringinn, en nafnið má nú vera styttra og meira grípandi, ekki satt.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 29/11/05 21:00

Dráttarvik.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: