— GESTAPÓ —
Rifist á
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 17, 18, 19  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/11/05 14:44

Hér rífurðu kjaft við þann sem kom með síðustu vísu.

Það er spurning hvort Enter megi vera með - jú ætli við verðum ekki að leyfa honum það.

Ég vona að menn fari ekki að taka rifrildið of alvarlega og líklega er betra að rífast ekki um raunveruleg þrætuepli hér.

Þið vitið (held ég) harla fátt
hafið lítt að segja
vel fer ykkur að hafa ei hátt,
halda kjafti, þegja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/11/05 15:00

Þegja skal ég þursa fruss
þó vil fá að skrifa
Skjáinn þveran þvers og kruss
Þú skalt við það lifa

[Er ekki tilhlýðilegt að þetta sé keðja]
.
Nei heldur þú að það sé hætta á því, þetta er augljóslega allt í gríni gert..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/11/05 15:10

Jú - ætli það sé ekki skemmtilegra að hafa þetta keðju. Ég myndi þó segja að form sé frjálst innan hinna hefðbundnu rímhátta (sbr. heimskringla.net).

að lifa Glyrnir læt ég vera,
lestur þennan kalla
vildi heima vera að skvera
(veit ég mína frauku bera)

Jú Heiðglyrnir, ætli allir hljóti ekki að gera sér grein fyrir því.

Þetta er ekki stikluvik hjá mér - vonandi afsakið þið það (reyndar tilvalið tækifæri til að rífa kjaft).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 16/11/05 15:19

Berja þig ég bráðum verð
þú blendingur af litum,
bragð af þér er baunagerð,
við betra fólkið skitum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/11/05 15:22

Ber er fraukan, býst við þar
bara var að fara
Nægur tími til þess var
Trauðla'ún fór í buxurnar

Og í guðanna bænum þetta er að sjálfsögðu grín

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 16/11/05 15:29

Þetta verður samt alls ekkert fyndið ef þið þurfið að væla á eftir hverju innleggi að þetta sé jú bara grín!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/11/05 15:33

Skítkast hér og skratta mál
skelfing á það við mig
Dæmist nú þín dauða sál
djöfull vill hér fá þig.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/11/05 15:34

Lærði-Geöff mælti:

Berja þig ég bráðum verð
þú blendingur af litum,
bragð af þér er baunagerð,
við betra fólkið skitum.

.
Skítinn kreisti úr Löffaling
lítið krílið getur
Nýliði með niflungshring
næst ég geri betur

.
Isak geta ekki verið margar keðjur

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 16/11/05 15:36

Er ekki frekar vænlegra að sleppa keðjunum og leyfa fólki að rífast við þann sem það vill?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/11/05 15:38

blóðugt mælti:

Er ekki frekar vænlegra að sleppa keðjunum og leyfa fólki að rífast við þann sem það vill?

Maður getur bara valið sér keðju og vitnað í.... það er helv... sniðugt [annars er þetta Isaks að ákveða]

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/11/05 15:39

Má ekki beygja þig yfir í þú?

Þú ert eins og Oradós
útúrfull af baunum,
Stundum eins og ljóskan ljós
lýsir þínum raunum.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 16/11/05 15:39

Alltaf gaman að keðjum, annars vil ég bara rífast við alla, alltaf‹togar í hárið á Blóðugt með markmannshanska›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 16/11/05 15:44

‹Sparkar í sköflunginn á löffa með takkaskónum›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/11/05 15:48

blóðugt mælti:

Er ekki frekar vænlegra að sleppa keðjunum og leyfa fólki að rífast við þann sem það vill?

.
blóðugt rann á rassin sinn
rosalegur skellur
Hún vill fá að klípa í kinn
kemur sér og fellur

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/11/05 15:49

Jú - ég held að menn eigi að geta rifist við hvern þann sem á undan var og hér mega menn, finnst mér, líka alveg vera óþekkir og flýja keðjuna tímabundið (því lykilatriðið er rifrildi). Sem dæmi:

Andskotinn hafi það!, haldið að ég
hafi einhvern tíma í að keðja?
feta hér leirugan fúskaraveg
Fjárinn - hér bara er eðja!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/11/05 15:51

Það getur gert mann öskrandi illann þegar einhver er búinn að troðast framfyrir mig!

Þá væri gott að geta skítkastast aðeins hér óháð þeim er undan hefur kveðið.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/11/05 15:52

Eðjan núna Ísak minn hér úr þér lekur
Farðu þú hér fúlt við rekur
fýluna þú allt hér þekur

Hlær hrossahlátri›
Þetta er þráður fyrir mig

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 16/11/05 16:00

Heiðglyrnir mælti:

blóðugt mælti:

Er ekki frekar vænlegra að sleppa keðjunum og leyfa fólki að rífast við þann sem það vill?

.
blóðugt rann á rassin sinn
rosalegur skellur
Hún vill fá að klípa í kinn
kemur sér og fellur

Falleg mær og fönguleg
frábær, eins og blóðugt,
leggja varð á lægri veg,
og löðrunga þig snúðugt!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 17, 18, 19  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: