— GESTAPÓ —
Íslenskt mál.
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 14/11/05 15:19

Allt í lagi, eftir að hafa ráðfært mig við Orðabók Háskólans skal ég samþykkja að bragð getur verið af og að mat (skv. orðasambandaleit OH). En ég skal fyrr viðurkenna sjálfstæði Færeyja en ég leita AF einhverju!!!

(Nema ég þurfi að leita af mér allan grun...)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/11/05 17:03

Heiðglyrnir mælti:

Alveg milljón.
.
Þar sem orðið milljón, kemur fyrir á eftir tölustöfum. Ræður tölustafurinn sem næstur er orðinu, hvort það er skrifað í eintölu eða fleirtölu. T.d. 2,1 milljón eða 1,6 milljónir..!..

Málfarsvenjan virðist vera þessi. En ég gæti best trúað því (án þess að hafa fyrir því fulla vissu) að það ætti skv. ströngustu málfarsreglum að segja 2,1 milljónir þar sem um tvær eða fleiri milljónir er að ræða. En málfarsvenjan hefur líklegast vinninginn.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 17:44

Ívar Sívertsen mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Alveg milljón.
.
Þar sem orðið milljón, kemur fyrir á eftir tölustöfum. Ræður tölustafurinn sem næstur er orðinu, hvort það er skrifað í eintölu eða fleirtölu. T.d. 2,1 milljón eða 1,6 milljónir..!..

Málfarsvenjan virðist vera þessi. En ég gæti best trúað því (án þess að hafa fyrir því fulla vissu) að það ætti skv. ströngustu málfarsreglum að segja 2,1 milljónir þar sem um tvær eða fleiri milljónir er að ræða. En málfarsvenjan hefur líklegast vinninginn.

Ekki segir námsgagnastofnun það Ívar minn Alveg Milljón

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/11/05 18:33

Heiðglyrnir mælti:

Eins og til dæmis þessi skemmtilega en einfalda aðferð voff, til að átta sig á hvort um eitt eða tvö „N" er að ræða í en/enn.

Hér er voff, um voff, frá voffi til voffs? Þetta er eignarfall, ekki nf/þf.

Annars er ég kominn á þá skoðun, eftir miklar að/af frústrasjónir, a' best sé a' segja bara a' í báðum tilfellum. Það er fljótlegra í framburði og útilokar villur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 14/11/05 18:53

Heiðglyrnir mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Alveg milljón.
.
Þar sem orðið milljón, kemur fyrir á eftir tölustöfum. Ræður tölustafurinn sem næstur er orðinu, hvort það er skrifað í eintölu eða fleirtölu. T.d. 2,1 milljón eða 1,6 milljónir..!..

Málfarsvenjan virðist vera þessi. En ég gæti best trúað því (án þess að hafa fyrir því fulla vissu) að það ætti skv. ströngustu málfarsreglum að segja 2,1 milljónir þar sem um tvær eða fleiri milljónir er að ræða. En málfarsvenjan hefur líklegast vinninginn.

Ekki segir námsgagnastofnun það Ívar minn Alveg Milljón

Það gilda nákvæmlega sömu reglur um tvær-komma-eina milljón og t.d. tuttugu-og-eina milljón. Síðasti tölustafurinn gildir, eins og Heiðglyrnir bendir á.

Günther Zimmermann mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Eins og til dæmis þessi skemmtilega en einfalda aðferð voff, til að átta sig á hvort um eitt eða tvö „N" er að ræða í en/enn.

Hér er voff, um voff, frá voffi til voffs? Þetta er eignarfall, ekki nf/þf.

Hvað veist þú nema að hann hafi gefið aðferðinni nafnið voff? Þá er þetta fullkomlega rétt.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 20:33

Günther Zimmermann mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Eins og til dæmis þessi skemmtilega en einfalda aðferð voff, til að átta sig á hvort um eitt eða tvö „N" er að ræða í en/enn.

Hér er voff, um voff, frá voffi til voffs? Þetta er eignarfall, ekki nf/þf.

Annars er ég kominn á þá skoðun, eftir miklar að/af frústrasjónir, a' best sé a' segja bara a' í báðum tilfellum. Það er fljótlegra í framburði og útilokar villur.

.
.
Ef um barnamálið er að ræða, þ.e. að kalla hund voffa þá væri það voffi, voffa, voffa, voffa..
.
Ef verið er að ræða um hljóðið voff, sem myndi þá teljast til sagnorða og fallbeygjast eins og „gelt" voff, voff, voffi, voffs. Síðan gerir e-r þetta sagnorð að nafninu sínu, þá vandast málið, beygist það þá áfram eins og sagnorðið eða breytist það e-ð..?..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 20:47

Hexia de Trix mælti:

Annars er hér ein samviskuspurning til háttvirts Heiðglyrnis:

Af hverju er stórt M í titli þráðarins?

.
Æ já það, sko það átti að vera til undirstrika þessa tvöföldu merkingu, sem að Riddarinnn ætlaði orðinu „Málið" að bera, litla m-ið bara bar það ekki....Annars var Riddarinn að hugsa um jafnvel nýtt nafn á þennan þráð. e-ð virðulegra. Hugmyndir..?..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/11/05 21:29

[V]off er upphrópun en gegnir í þessu tilfelli hlutverki nafnorðs, og beygist því eins og nafnorð af því að það er (faktískt séð) nafnorð.

Hugmynd að virðulegum titli: Málfarsakademía Baggalútíu.

Nema fólk sé almennt ósátt við gestaorðið akademíu, en ég held að það sé ólíklegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 22:00

Já það er nefnilega það. Þakka fína hugmynd að nafni. Sjáum til hvort ekki komi fleiri.
.
Annað sem Riddarinn hefur verið að velta vöngum yfir og það eru gælunöfn. Er ekki rétt að gælunöfn eru rituð með stórum staf, eins og um nafn væri að ræða. Nú heitir Riddarinn Heiðglyrnir á Gestapó, en ekki er neinum blöðum um að fletta að „Riddarinn" er hans gælunafn. Þannig að ef að verið er að tala um hann sem Riddarann, ætti að rita það með stórum staf. Almennt tal um riddara er svo að sjálfsögðu ritað með litlum staf.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/11/05 22:45

Þegar um eitt nafn er að ræða myndi ég áætla að stór stafur ætti við. Hins vegar þegar viðurnefninu er skeytt við eiginnafnið þá gildir eftir farandi:

Sé viðurnefnið á undan nafninu:
Skalla-Grímur, Lyga-Mörður &c (bæði nöfn með stórum staf)
En sé það á eftir:
Sverrir kóngur, Dabbi kóngur &c (eiginnafn að sjálfsögðu með stórum, en viðurnefnið með litlum).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/11/05 00:24

Eftirfarandi texta fann ég fyrir tilviljun í Málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar (http://www.ismal.hi.is/malfar/):

Tilvitnun:

Ópersónulegar sagnir, sem taka með sér frumlag í þágufalli og andlag í nefnifalli, hafa tilhneigingu til að standa í fleirtölu þegar andlagið er í fleirtölu: Mér finnast (3.p.ft.) kökur vondar. Mér svíða (3.p.ft.) gróusögur þeirra. Mér þykja (3.p.ft.) ávextir góðir. Mér duga (3.p.ft.) tvær brauðsneiðar. Mér bjóðast (3.p.ft.) mörg tilboð. Þó er ekki síður mælt með því að hafa sagnirnar í eintölu: Mér finnst kökur góðar. Mér svíður gróusögur þeirra. Mér þykir ávextir góðir. Mér dugir tvær brauðsneiðar. Mér býðst mörg tilboð.

Þetta viðhorf kann að koma einhverjum á óvart.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/11/05 00:43

Einfaldast er að leysa þetta vandamál með eftirfarandi orðalagi:

Oss finnast kökur góðar. Oss svíða gróusögur þeirra. Oss þykja ávextir góðir. Oss duga tvær brauðsneiðar. Oss bjóðast mörg tilboð.

Þá er allur vafi úr sögunni, augljóst er að nota ber fleirtölu og ekkert annað ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/11/05 08:50

Tilvitnun:

Höfundur: Steinríkur
Pistlingur - 13. nóvember 2005
.
Mig vantar að fólk tali betri íslensku!
.
Undanfarnar vikur, mánuði og ár hafa ýmsar málvenjur fólks farið í taugarnar á mér. Í tilefni af málfræðipistli Ísdrottningarinnar ákvað ég að skifa nokkrar línur um það.
Ég veit að ég skrifa og tala ekki fullkomna íslensku en ég á rétt á minni skoðun, og ætla nú að troða þeirri skoðun upp á sem flesta.

Af nógu er að taka, s.s.
Þágufallssýki: Þetta þekkja nú allir svo mér langar ekki að eyða orðum í það.
.
Nýja þolmyndin: "Það var" + sögn + atviksorð, t.d. Það var hrint honum. Á sums staðar rétt á sér en hljómar oftar en ekki fávitalega í mínum eyrum.
Mig vantar: "Mig vantar að eitthvað gerist". Hljómar eins og bein þýðing á enskri setningu sem byrjar á "I want ...", t.d. titill pislingsins. Hljómar alltaf fávitalega í mínum eyrum - Ég vil/mig langar er nær alltaf skárra.
.
Y-blynda: Fólk skryfar Y á ólíklegustu stöðum, en I þar sem y á að vera. Lítið við því að gera þar sem íslenskan er flókin, nema kenna fólki y-reglur og beita raflosti þar til viðunandi árangur næst. Menntamálaráðherra var þó ekki tilbúinn að samþykkja tillögur mínar um rafskaut á hvern nemanda, líklega vegna kostnaðar.
.
Ofnnotkunnn: Það að setja allt of mörg n á ýmsum stöðum. Einfaldar reglur sem margir klikka þó á:
1) Lýsingar-/atviksorð sem enda á "-an" eru ALDREI með tveimur n-um í lokin. Ég gæti skrifað annan, langan pistil um þetta.
2) Þegar orð með einu n-i beygist eru hverfandi líkur á að beygða myndin sé með auka n-i inni í miðju orði.
.
En það sem fer allra, allra mest í taugarnar á mér er hvernig fólk misnotar sögnina "að versla".
ÞETTA ER EKKI ÞAÐ SAMA OG AÐ KAUPA!
Margir virðast halda að þetta sé fínni útgáfa af sögninni að kaupa, og skipta þeim út án frekari umhugsunar. Oft er talað um að menn hafi verslað sér hitt og þetta, eða að maður geti verslað jólagjafir, eða jafnvel jólainnkaupin, í hinum og þessum búðum.
Meirihluti Íslendingar hefur ágætis þekkingu á ensku og veit að:
kaupa = buy og versla = shop.
Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann ruglast á þessu tvennu á ensku (óháð upprunalandi).
Samt sé ég þetta oft skrifað á prenti eða vefsíðum, og heyri útvarpsmenn segja að maður geti verslað geisladiska í Stífunni.
Rétt eins með sögnina að sofa er hægt að bæta við lýsingarorði eða atviksorði, en ekki nafnorði. Maður getur t.d. verslað mikið eða lítið, í Skringlunni eða Sáralind, en maður verslar ekki hluti, heldur kaupir þá!
.
Eftirfarandi setingar eru því málfræðilega jafngildar:
Rétt: Ég fór að versla í Bógus í dag. (I went shopping in Bogus today.) - Ég fór að sofa í Bógus í dag.
Rangt: Ég ætla að versla mér bók í dag. (I'm going to shop a book today.) - Ég ætla að sofa mér blund í dag.
Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta til enda, og jafnvel að einhver læri á þessu...

.
Riddaranum fannst ástæða til, að hremma þennan pistil í heilu lagi og koma fyrir hér á þessum þræði..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/11/05 09:00

Góður punktur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/11/05 10:02

Stýrir sögnin að h a n n e s a ekki þolafalli frekar en þágufalli?

Ég hannesaði ritgerðina mína (þf.)
Ég hannesaði rigerinni minni (þgf.)

?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/11/05 10:12

Mér er ekkert of vel við þessa sögn, þykir hún heldur hallærisleg - ég nenni þó ekki að hefja þessa leiðu umræðu aftur á þessum vettvangi.

En, ég myndi segja „Ég hannesaði pistlinginn“, sbr. ég „ljósritaði pistlinginn“. Þetta fer þó eftir því hvernig menn hugsa það. Ég „hannesaði pistlingnum“, sbr. „ég stal pistlingnum“ gengi e.t.v., en mér finnst það hljóma illa.

Ég legg til að menn noti hreinlega aðra sögn, hverrar merking er ótvíræð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 26/11/05 17:04

Þetta er góður og gegn þráður.

Eitt sem ég þoli ekki er þegar fólk skrifar "Að gefnu tilefni." á það ekki örugglega að vera "Af gefnu tilefni" sbr. ef ég spyr: "Af hverju gerðir þú þetta?" þá ætti svarið að vera "Ég gerði þetta af gefnu tilefni".

Reyndar spurði ég samkennara minn að þessu (íslenskukennara) og hann vildi meina að hvorutveggja mætti nota - en hann gat ekki fært rök fyrir því.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 26/11/05 17:06

... og annað.

Af hverju má segja Stengur (í stað stangir) en það má ekki segja tengur (tangir) eða spengur (spangir)

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: