— GESTAPÓ —
Íslenskt mál.
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 11:24

Þessum þræði er ætlað að taka við upplýsandi ábendingum og aðferðum, sem geta hjálpað til við að bæta málvitund og stafsetningu okkar.
.
Tenglar:
Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar

.
Eins og til dæmis þessi skemmtilega en einfalda aðferð voff, til að átta sig á hvort um eitt eða tvö „N" er að ræða í en/enn.
.
.
voff
Gott er að muna að ef hægt er að setja orðið ennþá í staðinn fyrir enn þá eru tvö nn, annars bara eitt.

„En mig langar í snúð"

„Ertu ekki enn búinn að éta snúð."

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/05 11:29

Gott hjá þér
Þú mátt benda mér á mínar villur þegar þær koma.

Ætlaðir þú samt ekki að skrifa: annars bara eitt frekar en annar bara eitt?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 11:33

offari mælti:

Gott hjá þér
Þú mátt benda mér á mínar villur þegar þær koma.

Ætlaðir þú samt ekki að skrifa: annars bara eitt frekar en annar bara eitt?

.
Þetta var nú eiginlega ekki skrifað af Riddaranum...En hefur verið leiðrétt, þakka ábendinguna.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 14/11/05 11:37

Talandi um málvitund, en þó aðallega stafsetningu.
Mér finnst þessi ending hjá Riddaranum ..!.. afskaplega óþægileg fyrir augun.
Þetta virðist vera venja hjá þér, en er einhver málfræðileg regla á bak við þetta?
Ég veit að sumir setja bil á eftir upphrópunarmerki, en punktar á milli þess og á eftir því, er það ekki bara óþarfi?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/05 12:04

Pynding eða Pynting?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 12:22

Nornin mælti:

Talandi um málvitund, en þó aðallega stafsetningu.
Mér finnst þessi ending hjá Riddaranum ..!.. afskaplega óþægileg fyrir augun.
Þetta virðist vera venja hjá þér, en er einhver málfræðileg regla á bak við þetta?
Ég veit að sumir setja bil á eftir upphrópunarmerki, en punktar á milli þess og á eftir því, er það ekki bara óþarfi?

.
Þetta er nú bara eitt af þessum persónulegu útfærslu atriðum, sem eru í ætt við t.d. ypsilon-leysi. frægu punktana þrjá, hástafaleysi og annan ófögnuð, sem svona net samfélög virðast ala af sér, stundum kallað sérviska. Það að mín sérviska, skeri þig meira í augun en sérviska annara hér á Baggalút, þykir mér afar leitt..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 12:44

offari mælti:

Pynding eða Pynting?

Hvort tveggja orðanna er leyfilegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/05 12:49

‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 14:15

Alveg milljón.
.
Þar sem orðið milljón, kemur fyrir á eftir tölustöfum. Ræður tölustafurinn sem næstur er orðinu, hvort það er skrifað í eintölu eða fleirtölu. T.d. 2,1 milljón eða 1,6 milljónir..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 14/11/05 14:43

Heiðglyrnir mælti:

Nornin mælti:

Talandi um málvitund, en þó aðallega stafsetningu.
Mér finnst þessi ending hjá Riddaranum ..!.. afskaplega óþægileg fyrir augun.
Þetta virðist vera venja hjá þér, en er einhver málfræðileg regla á bak við þetta?
Ég veit að sumir setja bil á eftir upphrópunarmerki, en punktar á milli þess og á eftir því, er það ekki bara óþarfi?

.
Þetta er nú bara eitt af þessum persónulegu útfærslu atriðum, sem eru í ætt við t.d. ypsilon-leysi. frægu punktana þrjá, hástafaleysi og annan ófögnuð, sem svona net samfélög virðast ala af sér, stundum kallað sérviska. Það að mín sérviska, skeri þig meira í augun en sérviska annara hér á Baggalút, þykir mér afar leitt..!..

O, ekki sker hún meira í augun en margt annað. En betra hefði mér þó fundist að hafa punktana þrjá.
Ég er svo mikið fyrir symetríu sem inniheldur eitthvað þrefallt.

...!...

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 14:45

Nornin mælti:

En betra hefði mér þó fundist að hafa punktana þrjá.
Ég er svo mikið fyrir symetríu sem inniheldur eitthvað þrefallt.

...!...

Eða milljón, hvernig væri að hafa þá alveg milljón?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 14/11/05 14:49

Nornin mælti:

Ég er svo mikið fyrir symetríu sem inniheldur eitthvað þrefallt.

Talandi um tvöfalt og þrefalt, þá er bara eitt L í því. Sömuleiðis einfalt, fjórfalt og í raun allt sem er fjölfalt. ‹Blikkar Nornu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 14/11/05 14:51

Annars er hér ein samviskuspurning til háttvirts Heiðglyrnis:

Af hverju er stórt M í titli þráðarins?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 14/11/05 14:52

Þetta er frábært framtak Heiðglyrnir, ég vil hér með nota tækifærið og koma eftirfarandi á framfæri:

Í íslensku er nánast aldrei j á undan i (með örfáum undantekningum), t.d. í nýi, bæinn o.fl. Undantekning er t.d. spurnarorðið hver sem verður hverjir.

Einnig vil ég minna fólk á að við leitum einhverju og hlæjum svo því en finnum bragð af matnum. Það er orðið ótrúlega algengt að fólk rugli fram og til baka með af og að.

Takk fyrir mig!

Anna Panna málfarskanna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/11/05 14:53

Nornin mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Nornin mælti:

Talandi um málvitund, en þó aðallega stafsetningu.
Mér finnst þessi ending hjá Riddaranum ..!.. afskaplega óþægileg fyrir augun.
Þetta virðist vera venja hjá þér, en er einhver málfræðileg regla á bak við þetta?
Ég veit að sumir setja bil á eftir upphrópunarmerki, en punktar á milli þess og á eftir því, er það ekki bara óþarfi?

.
Þetta er nú bara eitt af þessum persónulegu útfærslu atriðum, sem eru í ætt við t.d. ypsilon-leysi. frægu punktana þrjá, hástafaleysi og annan ófögnuð, sem svona net samfélög virðast ala af sér, stundum kallað sérviska. Það að mín sérviska, skeri þig meira í augun en sérviska annara hér á Baggalút, þykir mér afar leitt..!..

O, ekki sker hún meira í augun en margt annað. En betra hefði mér þó fundist að hafa punktana þrjá.
Ég er svo mikið fyrir symetríu sem inniheldur eitthvað þrefallt.

...!...

Sem grafískur hönnuður og sérvitringur, þá fellur mér betur við ..!.. en ...!... .Enda ef að þú horfir á það saman og metur það út frá typografískri symetríu, þá sérðu hvernig annað undirstrikar en hitt kæfir..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 14/11/05 14:59

Anna Panna mælti:

Einnig vil ég minna fólk á að við leitum einhverju og hlæjum svo því en finnum bragð af matnum. Það er orðið ótrúlega algengt að fólk rugli fram og til baka með af og að.

Takk fyrir mig!

Anna Panna málfarskanna.

Við þetta er svo að bæta að þó það sé bragð af matnum þá er samt sagt „bragð er að þá barnið finnur“ - ég hef í raun aldrei rekist á skýringuna á því. Ef einhver lumar á skýringunni, endilega deilið henni með okkur.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 15:07

Hexia de Trix mælti:

Anna Panna mælti:

Einnig vil ég minna fólk á að við leitum einhverju og hlæjum svo því en finnum bragð af matnum. Það er orðið ótrúlega algengt að fólk rugli fram og til baka með af og að.

Takk fyrir mig!

Anna Panna málfarskanna.

Við þetta er svo að bæta að þó það sé bragð af matnum þá er samt sagt „bragð er að þá barnið finnur“ - ég hef í raun aldrei rekist á skýringuna á því. Ef einhver lumar á skýringunni, endilega deilið henni með okkur.

Ég vil benda ykkur, málfarskönnunni og Hexíu á eftirfarandi texta úr uppáhaldsbókinni minni:

3. útgáfa Íslenskrar orðabókar, Reykjavík 2000 mælti:

8
• smekkur
finna bragð að mat
þetta er gott á bragðið
í samsetningum:
bragðefni
bragðgóður
bragðvondur
bragð er að þá barn(ið) finnur
- það kveður talsvert að e-u þegar jafnvel barnið finnur það
• ögn af mat eða drykk, nægilegt til að finna bragðið
má bjóða þér bragð af súpunni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 15:09

Halldór Laxness mælti:

kanski væri litlu telpunni þinni nýnæmi að finna bragð að kjöti.

Úr Heimsljósi, fundið með Laxnesslykli, sjá: http://edda.is/vefbaekur/.

     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: