— GESTAPÓ —
Kynning
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/11/05 22:49

Háæruverðuga Ritstjórn, ágætu heiðursgestir, sagnaþulir og aðrir gestir.

Ég man þá tíð, áður en Margrét Þórhildur lærði að reykja og áður en forsetinn okkar fór í leikhúsið var til heimasíða. Þessi heimasíða hét Baggalútur. Þar uppi Gestapó(k) þar sem hver sem var gat án formlegrar skráningar lagt orð í belg undir hvaða nafni sem var. Þar setti ég inn skilaboð einstaka sinnum, en hætti svo. Síðan hef ég fylgst með hér alltaf annað slagið en hingað til ekki tekið þátt í umræðunum. Því skal nú breytt.
Nú verð ég að hætta þessu orðagljáfri, því ekki vil ég hefja feril minn sem virkur félagi á mánudegi.

Ég vona að hér verði tekið vel á móti mér.

Þakka gott hljóð,
Günther Zimmermann.

xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/11/05 22:52

Günther Zimmermann mælti:

Þar setti ég inn skilaboð einstaka sinnum, en hætti svo.

Ahh, snjall þessi. Hann ætlar að komast fram hjá busun með bellibrögðum...

En vertu annars hjartanlega velkominn. xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 13/11/05 22:54

Má bjóða þér engil?

Vertu annars velkominn. Ég treysti því að þú kunnir mannasiði og notir þá. Við erum voða indæl upp til hópa en ekki láta þér bregða í brún þó ýmsir leggi þig í einelti fyrst um sinn.

‹Pakkar inn sprengju›

Ég veiti þér þennan pakka að gjöf. Ekki opna hann fyrr en ég hef yfirgefið herbergið

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 13/11/05 22:57

‹Borar í nefið á þýskaranum og klínir afrakstrinum í hárið hans›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 13/11/05 22:59

Isak Dinesen mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Þar setti ég inn skilaboð einstaka sinnum, en hætti svo.

Ahh, snjall þessi. Hann ætlar að komast fram hjá busun með bellibrögðum...

Sérdeilis ekki. Þú ert vel að máli farinn og kurteis, en svona brögð líðast ekki. ‹Dregur upp bogann› Hlauptu í nokkra hringi fyrir mig, ég þarf að æfa mig.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 13/11/05 23:01

Svona Gunnar minn, ekki vondur við nýliðann. Hann virðist fínn.
‹Stelur hjálminum hans Gunnars og setur hann á sinn eiginn haus›
‹Dansar›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/11/05 23:06

Þú ferð þó ekki að skjóta á nafna þinn? Günther og Gunnar eiga samfornnorrænan forföður í nafninu Gunhar (eða hvernig sem það var skrifað), svo við erum nafnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 13/11/05 23:27

Blessaður Gütti Zimm og velkominn.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 13/11/05 23:51

Furðuvera mælti:

Svona Gunnar minn, ekki vondur við nýliðann. Hann virðist fínn.
‹Stelur hjálminum hans Gunnars og setur hann á sinn eiginn haus›
‹Dansar›

Jæja, allt í lagi þá, ég skal gera það fyrir þig. Vertu velkominn Günther, vonandi líkar þér vistin.
Og Furða, fyrst þú ert með hjálminn, ekki gætirðu reynt að taka þessi asnalegu horn af honum, ég þoli þau ekki.

Günther Zimmermann mælti:

Þú ferð þó ekki að skjóta á nafna þinn? Günther og Gunnar eiga samfornnorrænan forföður í nafninu Gunhar (eða hvernig sem það var skrifað), svo við erum nafnar.

Já er það já. Athyglisvert. En segðu mér eitt, hvert er álit þitt á þessum drykk? ‹Réttir Günther mjalt›

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 13/11/05 23:52

Ekki málið!
‹Étur hornin›
‹Heldur áfram að dansa›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 13/11/05 23:57

Þakka þér kærlega fyrir, þetta er miklu betra. ‹Byrjar að dansa sjálfur›

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/11/05 23:59

Ef það er blanda af miði og malti, þá er hann afbragð. Svo gæti hann líka verið afrakstur mjalta, og sá drykkur er líka góður.

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/11/05 00:16

Vjer bjóðum yður velkominn hingað á Gestapó (þó með með smá fyrirvara) ‹Bætir nafni á listann yfir þá er eigi er vitað hvort telja beri til óvina ríkisins eður ei. Kemur fyrir eftirlitsmyndavjelum og hlerunartækjum út um allt›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 14/11/05 00:18

Günther Zimmermann mælti:

Ef það er blanda af miði og malti, þá er hann afbragð. Svo gæti hann líka verið afrakstur mjalta, og sá drykkur er líka góður.

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Hvur... jahérnahér. ‹Horfir á Günther› Veistu, ég held að okkur eigi eftir að koma ágætlega saman.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 14/11/05 10:00

Günther, velkominn!

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/05 10:08

Wellkomminn hjér ‹væntanlega skammaður›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 14/11/05 10:14

‹Grunar Günther um græsku, telur hann vera með Glúmsheilkennið›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 14/11/05 10:58

Vertu velkominn. Ekki mun ég gera þér neina stórkostlega grikki nema þú vinnir þér þá inn

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: