— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/11/05 14:48

hlewagastiR mælti:

Mér líkar ekki þær hugmyndir sem hér hafa komið fram um ritstýringu og stjórnun. Það fer aldrei vel, sérstaklega ef það á að fela tilteknum aðilum það. En ég er nú heldur ekki svona sósíal-fasisti eins og svo margir.

Hins vegar líst mér stórum betur á þetta hópkynlíf sem þráðurinn er að þróast í.

Ég hef nú aldrei verið kallaður sósíalisti og þaðan af síður fasisti. Stofnaði ég þó þráð þennan. (Það er athyglisvert að þetta innlegg skuli komi frá manni sem hefur það hlutverk að snupra menn fyrir að stinga ljóðstöfum rangt niður hér á þessum sama vef.)

En ég er í raun sjálfur ekkert hrifinn af ritskoðun. Ég taldi þó að það að koma alvöru umræðu af stað um þetta myndi draga úr innsendum félagsritum sem eru ekkert annað en endurflutningur á öðru efni eða tómt bull (t.d. textastrengurinn ajslkfjklzxcv). Ég sé nefnilega alveg vandamálið við ritskoðun. Það hefur oft komið fyrir að ég hlæji mig máttlausan að einmitt þeim félagsritum (eða innleggjum) sem fá léleg viðbrögð frá meirihlutanum. Þannig að á endanum myndi ég kannski verða harðasti andstæðingur ritskoðunar. En umvandanir (t.d. í formi umræðunnar á þessum þræði) eru hins vegar af hinu góða.

En að lokum ein spurning: HlewagastiR, gefum okkur að í fjarlægri framtíð verði komnir 10 sinnum fleiri notendur á Gestapó. Þú kemur með eitthvað vel unnið og gott félagsrit. Á næstu klukkustundinni koma hins vegar 15 félagsrit sem öll eru afrit af annarra manna verkum. Þínu félagsriti er ýtt út af listanum áður en nokkur sér það. Er það ritskoðun?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/11/05 14:59

Verð að segja að umræðan sem slík er af hinu góða, þjappar mönnum saman um að gera góða hluti. Þakka þér Isak minn, fyrir þennan þráð og þessa umræðu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 12/11/05 15:03

Fín umræða, en af öllu má sjá að hér er ekki mikill vandi á ferð, svona miðað við það að það er nánast engin endurnýjun á félagsritum. Það er langt síðan ég hef þurft yfir á félagsritasíðuna til að skoða félagsrit sem ég hef misst af.

Það sýnist mér líka að allir ætli að taka sig á og senda inn félagsrit sem eru samboðin baggalút.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/11/05 15:07

Ugla mælti:

Tökum þig og mig sem dæmi. Þú drekkur ekki bjór og finnst hann vondur en mér finnst hann ein af bestu uppgötvunum mannkynssögunnar.
Á ég þá að vinda mér í það að kenna þér að læra að meta hann?
Er það ekki bara yfirlæti?
Kannski ekkert sérstakt dæmi en þú veist hvað ég á við......

Miðað við dæmið sem þú tekur, er ég ekki viss um að þú áttir þig á hvað er verið að gagnrýna hér. Við erum fyrst og fremst að gagnrýna félagsrit sem eru ekkert annað en

Tilvitnun:

asdfjkalsdæfa

Eða afrit af einhverju sem einhver fann einhversstaðar hjá einhverjum og yfirgnæfandi meirihluti okkar er líklegur til að hafa séð annarsstaðar (t.d. frétt af vinsælasta vef landsins).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 12/11/05 15:34

Isak Dinesen mælti:

Væri ekki betra að láta ritstýra félagsritunum - þ.e. velja úr það sem fær að fara á forsíðuna? Hvað segið þið?

Jú ég átta mig vel á því hvað verið er að fara og það sem þú segir hér að ofan er m.a það sem ég er að gagnrýna á móti!
Hver á að velja út og hvaða forsendur verða notaðar við það val?
Hver kemur til með að ákveða hvað er ómerkilegt og hvað ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 12/11/05 16:02

Ég hefði nú haldið að hér á Baggalút væri samankomið þannig fólk að það gerði sér vel grein fyrir hvað er viðeigandi sem félagsrit og hvað ekki. Svo reynist því miður ekki vera í öllum tilvikum.
Í rauninni væri ég fylgjandi einkunnagjöf ef hún virkaði þannig að því væri sérstaklega hrósað sem vel væri gert, t.d. væri hægt að að haka við í kassa ,,Ég vil hrósa þessu félagsriti" og þannig gæti staðið við félagsritið ,,Þetta rit hefur fengið 10 hrós" o.s.frv.
Léleg félagsrit fengju þá bara lítil viðbrögð að því leyti en höfundarnir fengju þó ekkert skítkast eða falleinkunn.
Svo má reyndar segja að athugasemdakerfið virki í rauninni sem einkunnagjöf, fólk hrósar hér því sem vel er gert og gagnrýnir illa unnin verk. Verst er þegar langar umræður verða til í athugasemdakerfinu um illa unnin verk, best er að hunsa bara slíkt og reyna að nota tímann sinn betur í að lesa eitthvað skemmtilegra.

Höfundar vilja fá viðbrögð við verkum sínum... en þeir sem vanda lítt til verka og skella inn einhverju bulli verða þá bara að gera sér grein fyrir að fólk mun líklega sleppa því að lesa þeirra rit næst. Og til hvers þá að vera að setja þau inn?
Er ekki betra að treysta á sómatilfinningu fólks heldur en ritskoðun einhverrar nefndar? Ekki nema fólk sé þeim mun verr gefið en þannig notendur endast nú venjulega ekki lengi hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/11/05 16:38

Þá mætti huxa sér að höfundar hefðu vald til að merkja félaxrit sín sem annarsvegar 1. flokkur og 2. flokkur hinsvegar. Þá er það höfundi í sjálfsvald sett á hvorum listanum riti lendir. Venjan ætti að vera sú að þau rit er meiri vinnu hafa fengið séu merkt sem 1. flokkur, á meðan þau sem er snarað upp á skömmum tíma séu merkt 2. flokkur.

Þetta kerfi viðheldur þeirri hefð Gestapó að menn eru ábyrgir fyrir sínum eigin skrifum og lítið kæmi að sök þótt einn og einn villingur troði sér inn á 1. flokk, þar sem slíkir skemmdarvargar eru sjaldséðir hrafnar.

Auk þess má vel sjá fyrir sér að með þessu kerfi myndi magn góðra félaxrita aukast, þar sem svo margir myndu vilja sjá sóma sinn í að vera reglulegir gestir á 1. flokk (og fá hrós sem slíkir). Þá myndi kvabb yfir slöppum ritum minnka, því kröfur í 2. flokk væru töluvert lægri.

En þetta eru vissulega bara hugmyndir, valdið liggur (eins og alltaf) hjá háæruverðugri Ritstjórn.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/11/05 17:09

hlewagastiR mælti:

Enter er of þroskaður til að hlaupa eftir þessari tillögu.

Samanber t.d.:

Enter mælti:

tittlinginn ég tosa í
títt og ótt - í hvert eitt sinn
hann ég krumpa, honum sný
hann er besti vinur minn

En hvað um það, ég er alveg sammála því að ekkert er einfalt í þessu. Ég er einnig maður málamiðlana og væri alveg til í að láta nægja að hafa rætt þetta jafn vel og nú var gert. Ef afspyrnuléleg félagsrit skjóta upp kollinum er hægt að benda mönnum á þráð þennan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/11/05 18:17

Ég skil vel af hverju einhverjir vilja einhvers konar ritstjórn, ef það verður til að sópa burt arfalélegum félagsritum sem hrinda góðum félagsritum á aðra síðu gleymskunnar.

Hins vegar gengur þetta alls ekki í praktík. Umstangið, flokkadrættir og ásakanir um illvilja munu blossa upp eins og rjóðurseldur í Portúgal. Allt mun brenna í illindum. Hvers kyns einkunnargjöf kallar á svipuð leiðindi auk þess sem smekkur er vissulega afstæður (þó greina megi að öllum líkindum algera ruslið frá hinu sæmilega upp í hið besta).

Ég er því á móti hvers kyns ritstjórn og eyðingum félagsrita. Ég held það dugi vel að gagnrýna fólk sem kemur með asnaleg og innihaldslaus félagsrit í athugasemdum. Sá félagsþrýsingur hefur virkað ágætlega hingað til.

Eftir stendur hins vegar sá vandi að draslfélagsrit ýta niður góðum félagsritum. Ein einföld lausn væri máski sú að auka plássið enn frekar á vinstri spássíunni. Þá myndu góð félagsrit að öllum líkindum hanga sæmilega lengi inni. Þá væri hægt að færa rafmælisbarnalistann hægra meginn í staðinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/11/05 18:45

Einkunnagjöf er a.m.k. stórhættuleg einmitt vegna hættu á flokkadráttum og ritstjórn kannski líka eins og Hakuchi bendir á. Besta hugmyndin að breytingum (ef einhverju á að breyta) er vjer höfum sjeð í þræði þessum er líklega einhver útfærsla á þessu:

hlewagastiR mælti:

Því spyr ég. væri ekki hægt að sættast á að menn geti ekki skrifað félagxrit nema hafa fyrst öðlast stöðu fastagests?

Nokkurn tíma tekur þó að verða fastagestur sje allt með felldu en hægt er að verða það strax með því að senda inn flóð af rusli. Því mætti hugsa sjer að miða við minni innleggjafjölda, t.d. 20, til að geta sent inn fjelagsrit og að minnst t.d. 2 dagar þurfi að vera liðnir frá fæðingu viðkomandi á Gestapó. Þannig er hægt að hindra að hjer birtist nýliðar er láta það vera sitt fyrsta og stundum jafnvel eina verk að senda inn fjelagsrit á borð við „dsæfklshdfjhdfjk“. Þess ber að geta að þetta er raunverulegt dæmi um 'fjelagsrit'.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/11/05 18:55

Auk þess er einkunnargjöf algerlega óþörf. Maður getur bara kommentað í athugasemdum við félagsritið hvort það sé gott eða slæmt, nú eða gefið einkunn ef maður kann ekki að tjá sig í orðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/11/05 19:39

Almáttugur hvað ég er farinn að verða sammála ykkur félagar!
Ég er sammála því að takmarka eigi réttinn við innsetningu félagsrita við ákveðinn innleggjafjölda. Það er ekkert mál að setja inn 20 innlegg, teningaleikir o.þ.h. Ég er sammála því að menn verði að vera orðnir fastagestir til þess að geta skrifað félagsrit. 100 innlegg og ekkert vesen. Það kemur í veg fyrir að fólk fari í teningaleiki og skrifi svo „dsæfklshdfjhdfjk“, eins og Vlad orðaði það svo skemmtilega.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/11/05 20:03

Mín hugmynd er samt best.

‹Trillar á liðið og hermir eftir kardinála›

Nei annars, hún er örugglega léleg. Í það minnsta tók enginn vel í hana.

‹Hleypur grenjandi út eins og honum einum er lagið›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 12/11/05 20:08

‹Trillar til baka›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/11/05 22:10

Hakuchi mælti:

Eftir stendur hins vegar sá vandi að draslfélagsrit ýta niður góðum félagsritum. Ein einföld lausn væri máski sú að auka plássið enn frekar á vinstri spássíunni. Þá myndu góð félagsrit að öllum líkindum hanga sæmilega lengi inni. Þá væri hægt að færa rafmælisbarnalistann hægra meginn í staðinn.

Ég tek undir þessa tillögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Kæru systur er þettað bara ekki ágætt eins og það er?

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 13/11/05 04:43

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Kæru systur er þettað bara ekki ágætt eins og það er?

Halelujahhh !

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/11/05 08:38

Samantekt á því besta.
.
1. Allir eru sammála um að: Ritstýring er af hinu vonda.
.
2. Allir eru sammála um að: Hér eigi að leggja áherzlu á frumsamið efni. Hugsanlega má bæta því við „ábendingar um félagsrit".
.
3. Allir eru sammála um að: Við sem erum búin að vera hér lengur, förum á undan með góðu fordæmi.
.
4. Allir eru sammála um að: Athugasemda kerfið okkar er ágætt eins og það er og hefur verið notað, til að hrósa því sem vel er gert.
.
5. Allir eru sammála um að: Bæta við hugsanlega 3-5 römmum fyrir félagsrit.
.
6. Allir eru sammála um að: Nýliðar verði með rafræna-ritstíflu upp að 100 innleggjum.
.
Annars er þetta bara allt svo fínt..!..

.
.
‹Fasista-Montrassgatið ›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: