— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 13:16

Væri ekki betra að láta ritstýra félagsritunum - þ.e. velja úr það sem fær að fara á forsíðuna? Hvað segið þið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 13:25

Ég væri sáttur við ritstýringu, en ég er eflaust ekki barnanna bestur í framleiðslu á félagsritum. Það væri því ákveðin áskorun að smíða nógu gott félagsrit sem kæmist í gegnum ritstýringuna.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 13:33

Ekki kannski beint Ritstýringu, nema þá á þann hátt að kalla þau af, ef þau uppfylla ekki ákveðin frumskilyrði. Aftur á máti mætti herða og skýra reglur um félagsrit og framfylgja þeim.
.
T.d. þennan „copy-paste" ófögnuð sem tröllríður öllu hérna annarslagið....Frumskilyrði er að hér sé verið að birta frumsamið efni.
.
Þetta er þörf umræða.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 13:37

Þá væri í lagi, ef góð ritstýring væri, að leyfa sömu einstaklingunum að senda inn fleiri en eitt félagsrit sem myndu birtast á forsíðunni. Ég sendi til dæmis þrjú félagsrit um daginn sama daginn, líklega hefðu tvö þeirra sloppið í gegn ‹Starir þegjandi út í loftið› en þau voru öll frekar stutt á forsíðunni [svona eftir á að hyggja þá var einungis eitt þeirra nógu gott]

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 13:38

Sammála Heiðglyrni. Mín tillaga er ritstýring sem þessi:

1) Ritstjórn Baggalúts velur ritnefnd Gestapó (yrði hluti af friðargæsluliði)
2) Ritnefnd hefur t.d. sólarhring til að merkja félagsrit ófullnægjandi. Ef einhver úr ritnefnd merkir ekki telst það að skila auðu.
3) Ef meirihluti ritnefndar telur félagsrit ekki nægjanlega gott til birtingar, er félagsritið ekki birt á forsíðu. Hins vegar verður hægt að nálgast skrifin á athvarfi viðkomandi Gestapóa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 13:56

Isak Dinesen mælti:

Sammála Heiðglyrni. Mín tillaga er ritstýring sem þessi:

1) Ritstjórn Baggalúts velur ritnefnd Gestapó (yrði hluti af friðargæsluliði)
2) Ritnefnd hefur t.d. sólarhring til að merkja félagsrit ófullnægjandi. Ef einhver úr ritnefnd merkir ekki telst það að skila auðu.
3) Ef meirihluti ritnefndar telur félagsrit ekki nægjanlega gott til birtingar, er félagsritið ekki birt á forsíðu. Hins vegar verður hægt að nálgast skrifin á athvarfi viðkomandi Gestapóa.

Ekki slæm hugmynd Isak. Þó er strax hægt að finna á henni galla. T.d. 1.Hvað ef einn úr ritnefnd setur inn félagsrit. 2. Á hvaða forsendum verða félagritin dæmd(of stutt, of löng, of súrealísk, of jarðbundin, copy-paste, endurflutningur á blaðagreinum með 10 orða innskoti þess er sendir inn, stafsetning, bragreglum..o.s.fv.). Hér þurfa að vera skýrar línur. Þá er einnig hætta á klíkumyndun og skjallbandalögum.
.
Annars er flest betra en óbreytt ástand. Það er alveg að fara með þá sjálfsmynd og metnað, sem að við viljum hafa hér á Getapó.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 14:06

Sammála þessum punktum Heiðglyrnis. Ég myndi segja að ef einn úr ritnefnd sendir inn félagsrit telst atkvæði hans hreinlega ekki með.

Hvað varðar dóm félagsrita er hugmynd mín að hafa skyldi eins víðust viðmið og hægt væri. T.d. hljótum við öll að vera sammála því að það er ekkert félagsrit að kopí-peista, það er bara afrit af einhverjum texta frá einhverjum.

Að jafnaði ætti ritnefnd ekki að hafna félagsriti, það verður að vera ástæða fyrir höfnun og hún verður að vera skýr. (Samkvæmt einhverjum víðum viðmiðum sem sett verða.)

Ég verð að segja að ég les orðið ekki nema í mesta lagi 1/10 félagsritanna, einfaldlega út af því að þau eru of mörg og léleg. Sum myndu henta betur sem innslag í umræðuna á teningaleikjaþráðunum, svo léleg eru þau. Þá kemur fyrir að ég lesi löngu seinna frábært félagsrit sem farið hafði fram hjá mér. Þrátt fyrir að ég hafi verið á Gestapó þann tíma sem viðkomandi félagsrit var fyrst gefið út.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 14:14

Hvað ef að öll félagsrit eru birt eins og núna er gert og síðan yrði því bara hent eins fljótt og hægt er af friðargæsluliðinum ef eitthvert félagsrit er bara einhver sori.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 14:27

Don De Vito mælti:

Hvað ef að öll félagsrit eru birt eins og núna er gert og síðan yrði því bara hent eins fljótt og hægt er af friðargæsluliðinum ef eitthvert félagsrit er bara einhver sori.

1. Hugsa elsku drengurinn minn skrifa svo..!..

2. Friðargæslan er tvímælalaust, ekki upp yfir þennan vanda hafin.

3. Svona vald má aldrei liggja hjá neinum einum manni.

4. Þetta er vandamál af því að þetta er vandmeðfarið, ekki af því að þetta er svona einfalt.

5. Í þessari viku einni hefði Riddarinn ætlast til að svona nefnd tæki 3-5 félagsrit af forsíðu.

6. Umræðan er þörf. En deyr sennilega í fæðingu, eins og öll svona umræða hefur gert.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 14:35

Isak Dinesen mælti:

Sammála Heiðglyrni. Mín tillaga er ritstýring sem þessi:

1) Ritstjórn Baggalúts velur ritnefnd Gestapó (yrði hluti af friðargæsluliði)
2) Ritnefnd hefur t.d. sólarhring til að merkja félagsrit ófullnægjandi. Ef einhver úr ritnefnd merkir ekki telst það að skila auðu.
3) Ef meirihluti ritnefndar telur félagsrit ekki nægjanlega gott til birtingar, er félagsritið ekki birt á forsíðu. Hins vegar verður hægt að nálgast skrifin á athvarfi viðkomandi Gestapóa.

Sá galli er við (2) að þetta tefur fyrir að mjög góð fjelagsrit birtist, nema átt sje við það sem Don De Vito nefndi, þ.e. að allt birtist í byrjun og að svo sje hægt að láta einstök fjelagsrit hverfa þannig að þau birtist þá bara í fjelagsritalista viðkomandi Gestapóa. Við hvaða aðstæður fjelagsrit ættu að hverfa er svo flóknara mál. Hugsanlega ef tveir eða fleiri í e.k. ritnefnd ákveða slíkt.

Svo er auðvitað líka hægt að hugsa sjer að hafa þetta óbreytt að öðru leyti en því að hin eina sanna ritstjórn verði aðeins strangari en verið hefur til þessa.

Það þarf að fara gætilega í breytingar hjer. Oss virðist sem virkilega ljeleg fjelagsrit sjeu hlutfallslega ekkert fleiri en verið hefur og það hafa líka birst frábær fjelagsrit hjer á síðustu 1-2 vikum. Fjelagsritum hefur bara fjölgað svo mikið, jafnt góðum sem ljelegum. Það er í rauninni 'vandamálið'. Vjer erum sammála Heiðglyrni um að í þessari viku hafa birst fáein slök fjelagsrit er eyddu dýrmætu plássi á forsíðunni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 14:41

Ég er sammála því að undanfarið hafi birst frábær félagsrit inn á milli. Þau lélegu koma hins vegar oft í veg fyrir að maður taki eftir hinum góðu - því miður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 14:43

Því má svo bæta við að vegna mikils fjölda fjelagsrita höfum vjer stundum frestað því að birta fjelagsrit eða jafnvel hætt við það því ritið hefði einfaldlega 'horfið' strax innan um annað efni hjer.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 14:44

Þú ert alveg örugglega ekki einn um það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 14:56

Þá má einnig íhuga þann möguleika að skipta félagritum í tvo flokka. Annars vegar rennslis-rit (hér er ekki átt við þá gerð rennslis sem á að eiga sér stað inni á wc en ekki á forsíðu, heldur félagsrit sem renna hratt í gegn.) Þar væri pláss fyrir 8 félagsrit.
.
Öll félagsrit byrja þar, en síðan má höfundur sækja um að komast í Stöðu-rit, sem væru hugsanlega líka með pláss fyrir 8 félagsrit og þar tæki umrædd nefnd við umsókn og afgreiddi eftir sínum reglum. Renslis-ritin yrðu þá fjótari í gegn og það er í sumum tilvikum vel, hin fengju meiri líftíma og athugasemda umfjöllun.
.
Bara hugmynd..?..

‹Isak póstur›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 15:07

Mig langar til að skora á hann Sundlaug vin minn, að leggja hér e-ð til málanna. Sundlaugur er röggsamur og heiðarlegur maður og hans álit telur Riddarinn mikils virði.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 15:07

Ég „les “öll félagsrit og missi því ekki af neinu þar, ég læt það yfirleitt ganga fyrir ef ég hef lítinn tíma að lesa félagsritin. Les er innan gæsalappa því að maður er farinn að þekkja þá sem vanda sín félagsrit og þá sem vanda ekki félagsritin sín. Ef það er frá einstaklingi sem vandar sig lítt, þá kíki ég bara rétt svo inn á það og stekk síðan út aftur.

Ég held að besta leiðinn til að fá þá sem skrifa léleg félagsrit til að vanda sig, sé að segja þeim það og oftast nær þá geri ég slíkt. Aftur á móti á ég það til að vita ekki ef menn eru að birta eitthvað sem er ekki eftir þá sjálfa, eins og t.d. þarseinasta félagsrit Galdrameistarans, það rann upp ljós fyrir mig löngu eftir að ég var búinn að leggja orð í belg að hann hafði ekki samið það sjálfur heldur var það komið utanaðfrá.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/11/05 15:17

Galdrameistarinn tók fram að ritið væri stolið, og hafði ég bara gaman að því treysti mér ekki til að dæma rit hér enda eflaust misjafn smekkur manna hér.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 15:18

Ég sé þetta svona fyrir mér, en hef ekki hugmynd um hvort það er framkvæmanlegt eða þá hvort Enter myndi vilja slíkt og eflaust eru gallar á þessu eins og öðru:

1 - Þú sendir inn félagsrit og það er lélegt.
2 - Aðrir notendur koma að skoða það og sjá að það er ekki birtingarhæft, þeir haka þá við kassa sem er fyrir neðan félagsritið til að gefa í skin að þeim finnist það lélegt.
3 - Einungis 100 (eða 200) efstu í heimavarnarliðinu auk ritstjórnar geta hakað við.
4 - Þegar yfir 10 (15, 20) hafa hakað við félagsritið, þá hverfur það af forsíðunni, en ekki af baggalút og sést enn þar sem öll félagsritin eru, sem og í athvarfi þess sem skrifaði.
5 - Ritstjórn getur svipt þá því valdi, ef þeir misnota það, t.d. með því að haka alltaf við einhvern sem þeim er illa við og svo framvegis.
6 - Ef menn eru ósáttir við að vera fleygt af forsíðunni geta þeir áfríjað það til ritstjórnar.

7 - þetta er nú meira, væri ekki best ef fólk leggði höfuð í bleyti sjálft til að laga það sem er að hjá þeim.

Skall þar hurð nærri hælum
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: