— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 18:12

‹Dregur snöru upp úr hægri skikkjuvasanum (innri) og snarar hópknúsið og herðir að.›
Vá! Þetta er sko fast hópknús.
‹Bindur tvöfaldann kellingarhnút og þrefaldan Gordonsnút og lætur sig hverfa›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 18:13

HÓPKNÚS

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 10/11/05 18:13

Knúsí knúsí knúsí!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 10/11/05 18:14

‹Muldrar Hópknús hvað› GRUPPEKNUS

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 18:16

‹Lætur sig hverfa áður en hann heyrir meira hrognamál›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/11/05 20:24

Lofar að hætta að skrifa um pólitíkina!

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/11/05 22:41

AUGNABLIK! Við skulum halda okkur við efnið. Ég á nefnilega eftir að segja mína skoðun. Það er einfaldlega svo að Gestapóar eru misvel þokkaðir í augum samskrifara sinna. Sjálfur er ég þar engin undantekning og skal í raun engan undra. En með hliðsjón af því þá finnst mér atkvæðagjöf hvers konar óheppileg. Einnig finnst mér ritnefndarkjör ekki sniðugt á sömu forsendum. Fái félagsrit ekki að standa er óvíst að nokkur komi að skoða þau, hversu góð / slæm sem þau eru. Ég hef gert mikið af því að skrifa lítið og lélegt en ég á einhver félagsrit sem ég hefði ógjarnan viljað sjá hent út vegna þess að einhverjir aðrir hafa ekki sömu skoðun og ég á félagsritum.

Hvað varðar gagnrýni riddarans á félagsritin þá er ég sammála sumu en ekki öllu. Ég ætla ekki að fara að æsa mig yfir ummælum riddarans enda höfum við reykt friðarpípu nýlega. Hins vegar var síðasta félagsrit mitt gagnrýni á Stúdentablaðið og ekki ætlað sem umræðuþráður. En á móti vil ég benda á að Herðakettirnir hefðu einmitt orðið frábær umræðuþráður þó svo að pælingin sé frábær.

Niðurstaða mín er sú að hættan á misbeitingu valds eða smölun nei-atkvæða yrði of mikil. Ég legg til að félagsritafyrirkomulagið verði óbreytt. Hins vegar gæti verið sniðugt ef hægt væri að takmarka félagsrit við ákveðinn stafafjölda (mismunandi eftir flokkum, sálmar fengju færri orð en t.a.m. gagnrýni, saga, dagbók eða pistlingur). Einnig þurfum við bara að vera duglegri við að veita hvert öðru efnislegt aðhald. Sumir hafa séð að sér eftir að hafa sett inn illa ígrundað félagsrit eða ummæli um félagsrit og eytt því sem miður fór. Ég tel að menn séu meiri menn fyrir vikið.

Og eitt enn, þó svo að fyrri félagsrit ykkar kunni að vera gjörsamlega fáránleg eða algerlega út úr kortinu hvað siðsemi eða innihald varðar þá skulið þið ekki hreinsa þau út því þau eru nú þegar orðin hluti af sögu Gestapó. Raunar er ég á þeirri skoðun að félagsrit ætti ekki að vera hægt að eyða viku eftir að það er skrifað og því sé það greypt inn í sögu Gestapó. Það er jú alltaf hægt að leita til Enters ef einhver félagrit eru þess eðlis að þau verður að hreinsa út en þá verði það líka algerlega á hendi ritstjórnar að sjá um það eftir ábendingu frá okkur Gestapóum.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/11/05 22:58

Og annað, þetta er gífurlega þörf umræða, þar er ég sammála ykkur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 22:58

Vjer erum eins og áður kom fram mjög efins um ágæti einkunnagjafar, hvort sem er um fjelagsrit eða þræði, og erum þar sammála Ívari.

Það þarf hins vegar að gera meira af að henda allra ljelegustu fjelagsritunum (yfirleitt er augljóst hvaða fjelagsrit eru það - og þau eru ekkert mjög mörg) eða færa þau yfir á umræðusvæði (sje slíkt hægt). Vjer efumst um að það geri neitt gagn að takmarka lengd fjelagsrita.

Best væri e.t.v. að ritstjórn ljeti ákveðið í sjer heyra um þetta mál, e.t.v. í formi fjelagsrits. Það gæti hugsanlega dugað til að leysa málið án þess að gera frekari breytingar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 10/11/05 23:00

Það mætti kannski vera fítus sem sendir félagsrit í sorpminjasafnið. Þar með fara þau úr alfaraleið en eru ekki með öllu glötuð (hver vill vera höfundur glataðs félagsrits?)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/11/05 23:01

En hver á að ákveða hvað er lélegt félagsrit? Það verða alltaf flokkadrættir þar.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 10/11/05 23:08

Ég held að enginn nema höfundur félagsrits ætti að geta fært það í sorpminjasafnið. Ég er alfarið á móti ritskoðun, hvort sem hún er studd af einum eða mörgum.
Önnur leið væri að hafa valmöguleikann að fela ákveðin félagsrit, þannig að ef ég rekst á slappt rit þá gæti ég smellt á hnapp sem felur það fyrir mér um allan aldur. Við hvert félagsrit yrði svo teljari þar sem tilgreint væri hversu margir hefðu falið téð rit fyrir sínum augum. Slíkt drullukökukerfi er þó alltaf á vissan hátt neikvætt og getur verið flókið í innleiðingu en það gæti náð einhverjum árangri án þess að grípa til ritskoðunar, sem ég tel fullvíst að ritstjórn mun aldrei samþykkja.
Ég kann ágætlega við þetta eins og þetta er, stundum blossar upp umræða eins og þessi og í kjölfarið hugsar fólk betur um hvað það skrifar um. Þetta er afar lýðræðislegt og virkar eins vel og hægt er að vonast til held ég.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 23:08

Dæmi um það sem vjer áttum við með allra ljelegustu fjelagsritunum (yfirleitt er augljóst hvaða fjelagsrit eru það... er þetta:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=1785&n=3383

Reglan væri að henda bara því sem er alveg augljóst að er rusl.
Hvort ritstjórn hafi tíma til að sjá um svona 'hreinsun' er svo spurning, það er a.m.k. einn möguleikinn í stöðunni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 23:11

Glúmur mælti:

...Ég kann ágætlega við þetta eins og þetta er, stundum blossar upp umræða eins og þessi og í kjölfarið hugsar fólk betur um hvað það skrifar um.

Einmitt - e.k. 'yfirlýsing' frá ritstjórn til að ýta undir að fólk hugsi betur hvað það setur í fjelagsrit gæti e.t.v. leyst málið og þá þyrfti engu að breyta.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 23:16

Svo skemmtilega vill til að Riddarinn er hjartanlega sammála meistara Sívertsen, (að vísu ekki með Herða-kettina, þeir fengu svo fína dóma, enda varstu bara að borga fyrir þig þarna Ívar minn.).
.
Málið er að þær hugmyndir sem hafa komið fram um lausn málsins, eru allar þeim hættum búnar að hugsanlega flækja það og gera verra. Það vill engin..!..
.
Lausnin er einfaldari, eins og þeir sjá sem fara í gegnum umræðuna. Lausnin eru dómar, dæma/vegsama sérstaklega það sem vel er gert, eyða sem minnstu púðri á hitt.. ok.þ.e.
.
1. Vegsama það sem vel er gert.
2. Benda mönnum á ef þeir eru að fara yfir strikið. (eru með þráðaefni í félagsritum)(fylla ekki ónýt félagsrit af orðabelgjum, heldur láta 3 aðvaranir duga. Menn ráða síðan hvað þeir gera.)
3. Bæta við í félagsritareglur að efni verði að vera að meiri hluta frumsamið.
4. Standa saman, þetta er lykilatriði, við sem erum eldri og reyndari verðum að ná samstöðu um þessi mál og ganga á undan með góðu fordæmi.
5. Agi. Ef tekin er ákvörðun þá er ekki bakkað með hana. þó að við verðum vondu karlarnir í smá stund.
.
Þetta er lausnin í hnotskurn, Friðargæsluliðar og við sem höfum verið hér í um ár eða meira. Stöndum vörð um lútinn okkar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/11/05 23:33

Heiðglyrnir mælti:

Svo skemmtilega vill til að Riddarinn er hjartanlega sammála meistara Sívertsen, (að vísu ekki með Herða-kettina, þeir fengu svo fína dóma, enda varstu bara að borga fyrir þig þarna Ívar minn.).
.
Málið er að þær hugmyndir sem hafa komið fram um lausn málsins, eru allar þeim hættum búnar að hugsanlega flækja það og gera verra. Það vill engin..!..
.
Lausnin er einfaldari, eins og þeir sjá sem fara í gegnum umræðuna. Lausnin eru dómar, dæma/vegsama sérstaklega það sem vel er gert, eyða sem minnstu púðri á hitt.. ok.þ.e.
.
1. Vegsama það sem vel er gert.
2. Benda mönnum á ef þeir eru að fara yfir strikið. (eru með þráðaefni í félagsritum)(fylla ekki ónýt félagsrit af orðabelgjum, heldur láta 3 aðvaranir duga. Menn ráða síðan hvað þeir gera.)
3. Bæta við í félagsritareglur að efni verði að vera að meiri hluta frumsamið.
4. Standa saman, þetta er lykilatriði, við sem erum eldri og reyndari verðum að ná samstöðu um þessi mál og ganga á undan með góðu fordæmi.
5. Agi. Ef tekin er ákvörðun þá er ekki bakkað með hana. þó að við verðum vondu karlarnir í smá stund.
.
Þetta er lausnin í hnotskurn, Friðargæsluliðar og við sem höfum verið hér í um ár eða meira. Stöndum vörð um lútinn okkar.

Þetta var vel mælt riddari. Ég vil aðeins lagfæra grein 4 og vil ég að hún hljómi svona:

4. Standa saman, þetta er lykilatriði, við sem erum eldri og reyndari verðum að ná samstöðu um þessi mál og ganga á undan með góðu fordæmi en hafa það í huga að nýliðar geta oft haft á réttu að standa og taka því tillit til þeirra ummæla líka.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 23:39

Miðið þið sem sagt við ár?! ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 23:53

Við verðum að hafa ákveðin ramma sem að við megum ekki heldur fara út fyrir Ívar minn, ekki er á stefnuskrá að fara út í einelti á Gestapó..Öðru nær laga til og bæta umhverfið okkar. Er alveg handviss um að við fáum þannig mikið af okkar eldri borgurum til baka. Eins verður nýliðun með öðrum hætti ef gott fólk kemur að og sér að við erum með hlutina í lagi. (Er samt ekki að segja að okkar nýju meðlimir séu slæmir, alls ekki)
.
Okkar aðalstarf verður góða fordæmið... Síðan vil ég aðeins koma inn á Ívar minn, þessar niðurlægjandi athugasemdir frá þér um þig sjálfan. Ívar þú er vel skrifandi maður og bara góður penni, þess vegna er skarð fyrir skyldi þegar hugmyndin eða hugmyndavinnann er fátækleg..
.
Þetta er allra: Það er engin skylda að skrifa félagsrit, menn ættu eingöngu að gera sér það til gagns og gamans. Leyfa sér að fá hugmyndir vinna úr þeim í rólegheitum, ekki vera eins og rjúpan við staurinn að setja e-ð inn sem að ykkur líður svo ekki einu sinni vel með sjálfum.
.
Útgáfudagur á að vera gleðidagur, þar sem spennann er ríkjandi og gaman er að fylgjast með móttökunum. Maður á að vera helst með hnút í maganum allan daginn. Þá hefur maður lagt það til, sem er þess virði fyrir höfund og lesanda.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: