— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 16:59

Mér líst ágætlega á einkunnargjöf. Ég væri til dæmis alveg til í að vita á hvaða skala síðasta félagsritið mitt var og ég hef alltaf gaman að gagnrýni.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 10/11/05 17:07

Mér heyrizt allir vera sammála (ég þar með talinn) að það hefur dembst yfir okkur óttalegt rusl undir yfirskriftinni "félagsrit" upp á síðkastið. Fyrir vikið, eins og margoft hefur verið bent á, þá eru góðu félagsritin að detta út áður en þau hafa náð dreifingu.
Nú er það alltaf álitamál hvað er vandað félagsrit og allir (karlar og konur) sem hafa tjáð sig hér, undirritaður meðtalinn, telja sig sjálfsagt í þeim hópi sem skrifar félagsrit verðug einhverra viðdvalar á forsíðu svo sem flestir megi njóta. Ég segi fyrir sjálfan mig að félagsrit mín eiga langan meðgöngutíma og því þykir mér því súrt að sjá þau hverfa úr hillu fyrir því, sem að mínu mati, eru fánýtar og hroðvirknislega unnar upphrópanir.
Vandi er þó valdi að beita og hætt við að einhverjum þætti að sér vegið njóti félagsrit þeirra ekki náð fyrir augum einhverskonar ritnefndar. Sumir myndi jafnvel emja um rit- og tjáningarfrelsi, en gerum okkur þó engar grillur því hér á Baggalút hefur aldrei, frekar en við barnauppeldi og barnakennslu, átt heima neitt lýðræði.
Þó er ekki allt sori sem ekki á heima í hillu félagsritanna. Ég bendi t.a.m. á að tilkynningar Afturhaldskommatitts og bróður míns, Vatnars Blauta, um endurkomu þeirra á Gestapó fyrir skömmu eiga alls ekki heima sem félagsrit þó ekki verði sagt að þeir hafi farið með fánýti og hroða. Öllu heldur eiga svona tilkynningar heima, sem þræðir, inni á “Vjer ánetjaðir”. Þarna er klárlega um vankunnáttu að ræða.
Vissulega er aðgerða þörf. Það þarf að gera Gestapóum grein fyrir því að ekki á allt erindi sem félagsrit sem þeir láta frá sér fara. Sumt er betur komið inni á “Vjer ánetjaðir”, eins og ég hef bent á, og annað inni á “Almennt spjall” og “Efst á baugi”. Það er að segja ýmsar stuttar ábendingar og umkvatanir sem höfundar vilja fá viðbrögð við.
Það ætti því sannarlega að vera á valdi ristjónar eða einhverrar eftirlitsnefndar að benda fólki vinsamlegast á að færa rit sín í réttar hillur þegar það á við og myndi varla særa neinn.
Svo eru það sk. félagsrit sem eru ekkert annað en argasta klám og klúður. Þar þarf að beita skærum svo undan svíður. Hvaða aðferðum menn vilja beita er spurning. Ég legg til að það verði lagt í hendur ritstjórnar. Sjálfur held ég að prófkjörshugmynd Sæma fróða sé nokkuð góð, þ.e. að einhverjir innvígðir fái að kjósa og að gefnum ákveðnum neikvæðum atkvæðafjölda verði ritið látið fjúka. Þetta gefur að vísu tilefni til eineltis, 10-15 manns gætu t.d. komið sér saman um að henda félagsritum ákveðins Gestapóa út jafnóðum og þau birtast, jafnvel ólesið, en ekkert kerfi er algott og fullkomið.
Niðurstaða mín er, eins og áður sagði: Aðgerða er þörf!
Látum svo ritstjórn eftir að moða úr þessu hugflæði okkar.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 17:16

Afar góðar hugleiðingar er vera ættu skyldulesning þeirra er áhuga hafa á að bæta ástandið í fjelagsritamálum. Þessar hugleiðingar væru eiginlega fullgildar sem fjelagsrit.

Sundlaugur Vatne mælti:

Látum svo ritstjórn eftir að moða úr þessu hugflæði okkar.

Þetta líst oss vel á - að vísu grunar oss að Enter sje eilítið upptekinn þessa dagana.

‹Veltir fyrir sjer hvenær rjetta augnablikið verði til að birta fjelagsrit um vísindastyrki forsetaembættisins›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/11/05 17:19

‹Réttir upp hönd og lofar að passa sig.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 17:22

Lúmsk hún læðist. (8) Frábært félagsrit, frumleg nálgum á viðkvæmum málum.
Galdrameistarinn - 10/11

Ellefu rósir og ein (8) Riddarinn hafði gaman að þessu félagsriti. Mosa Frænka er eitt af 10 undrum veraldar.
Mosa frænka - 10/11
.
Framsóknarmenn í álögum (8) Pólitík er alltaf leiðileg á Gestapó, gengur í þráðum en aldrei í félagsritum.
offari - 9/11
.
Feng svei! (10) Hefði getað verið skemmtilegur umræðuþráður.
Nermal - 9/11
.
Fyrirgefðu mér! (21) Hér er 16 ára unglingur að fara með vodka bænina sína. (dæmi það hver fyrir sig) Félagsritið hennar á undan þessu var samt nokkuð kostulegt og skemmtilegt.(Nei góðan daginn)
aulinn - 9/11

Vísindalegar rannsóknir á kynjamun húmors. (14) Efni tekið beint af vinsælasta þræði landsins. hefði getað verið skemmtilegur umræðuþráður.
.
Sænskt ljóð. (20) Nánast ekkert frumsamið efni, hefði getað verið skemmtilegur umræðuþráður.
blóðugt - 8/11
.
Fleiri vísindi í anda Félagsrits Galdra. (13) Hann leigir hjá mér, segi mig frá dómi vegna tengsla.
hvæsidillumeistarinn - 8/11
.
Sonnetta (af vanefnum) (7) Vel ort og skemmtilegt félagsrit.
Isak Dinesen - 8/11
.
Fótbolti (4)
Gísli Eiríkur og Helgi - 8/11 Ja hvað hægt að segja Riddarinn elskar þá bakkabræður, flott.
.
Stúdentablaðið (9) Hefði getað verið skemmtilegur umræðuþráður.
Ívar Sívertsen - 8/11
.
Hamingjan. (18) Það var svo mikil hamingja í þessu félagsriti og líka málverk
Litla Laufblaðið - 8/11
.
Herða-Kettir (23) Umsagnaraðili of skyldur höfund.
Heiðglyrnir - 8/11
.
Af góðu og illu (8) Frábært félagsrit, sérlega vel skrifað um réttlætiskend og mannbætur.
Glúmur - 8/11
.
.
Jæja Nú mega allir vera brjálaðir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 10/11/05 17:26

Flott. ‹eyðir sínu riti til að spara vinnu›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 17:28

Gætir þú bætt líka við gagrýni á mitt seinasta félagsrit. Ég iða í skinninu að fá smá gagnrýni.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 17:38

Don De Vito mælti:

Gætir þú bætt líka við gagrýni á mitt seinasta félagsrit. Ég iða í skinninu að fá smá gagnrýni.

.
.
Þitt besta til þessa Donni minn, bara þó nokkuð fyndið. Var bara að lesa það núna. Þau sem á undan voru, gáfu ekki góð fyrirheit.
.
Það þýðir ekkert að móðgast þú baðst um þetta.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/11/05 17:41

Neinei, allt í góðu. Ég er að reyna að bæta mig.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 17:43

Ég fyrir mína parta reyni ekki að skrifa þegar ég er ekki í ham til þess. Það kann ekki góðri lukku að stýra og hef ég marg oft brennt mig á því og er því farinn að draga úr skrifum mínum í fjölda en reyni að bæta gæðin að sama skapi. Misjafnlega tekst þó til eins og verða vill, en ég reyni að hafa að leiðarljósi að magn og gæði fara ekki endilega saman.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 10/11/05 17:44

‹Roðnar svakalega og skammast sín.›

Hérna sko ‹Hóstar› Fæ ég kanski ‹Hóstar meira› Smá skammir/ábendingar?
‹Tekur upp blað og blýant og sperrir eyrun.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 17:45

blóðugt mælti:

Flott. ‹eyðir sínu riti til að spara vinnu›

.
Vinsamlegast athhugið að þetta eru bara vinsamlegar umræður og ábendingar, ekki nokkur ástæða til að taka þassu svona.
.
Var að taka eftir að hún Furða vinkona mín, er búin að taka sitt litla en frábæra félagsrit út, það er mikil synd.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 10/11/05 17:47

Ég tók þessu ekki illa. Bara ákvað að það ætti að fara. Er það ekki í lagi?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 10/11/05 17:49

Mitt fór af öryggisástæðum, en ég þakka innilega fyrir allar athugasemdir.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 17:50

blóðugt mælti:

Ég tók þessu ekki illa. Bara ákvað að það ætti að fara. Er það ekki í lagi?

.
Þú ert svo sæt, hvernig verður maður svona...knúsar blóðugt fast og karlmannlega.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 17:50

Heiðglyrnir mælti:

Herða-Kettir (23) Umsagnaraðili of skyldur höfund.
Heiðglyrnir - 8/11
.

Svo ég umsagni þá þetta félagsrit, fyrsta félagsritið sem ég set sem uppáhaldsfélagsrit enda frábært og í alla stað vandað og hugmyndaríkt.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 10/11/05 17:52

Heiðglyrnir mælti:

blóðugt mælti:

Ég tók þessu ekki illa. Bara ákvað að það ætti að fara. Er það ekki í lagi?

.
Þú ert svo sæt, hvernig verður maður svona...knúsar blóðugt fast og karlmannlega.

Hvað í ósköpunum meinarðu með því? Hvernig verður maður hvernig?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 17:54

Sæmi Fróði mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Herða-Kettir (23) Umsagnaraðili of skyldur höfund.
Heiðglyrnir - 8/11
.

Svo ég umsagni þá þetta félagsrit, fyrsta félagsritið sem ég set sem uppáhaldsfélagsrit enda frábært og í alla stað vandað og hugmyndaríkt.

.
‹Fær smá ryk í augað› Þakka þér fyrir Sæmi minn. Þú ert afar sérstakur maður.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: