— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 15:29

offari mælti:

Galdrameistarinn tók fram að ritið væri stolið, og hafði ég bara gaman að því treysti mér ekki til að dæma rit hér enda eflaust misjafn smekkur manna hér.

Jú tók einmitt eftir því síðar, mjög skemmtilegt eigi að síður verð ég að játa!
Kannski best að forða sér áður en Galdrameistarinn leggur á mig álög!

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 15:38

Lýst vel á þá hugmynd að það verði einkunnakerfi við hvert félagsrit sem sent er inn og þau sem fá hæstu einkunn frá þeim sem lesa þau sem fá bestu einkunn verða ofarlega á forsíðu þó svo ný komi inn.

Sæmi. Engin hætta á að ég fari að leggja álög á þig þó þú gagnrínir það sem ég skrifa.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 15:38

Neineinei...ef að á annað borð að ræða þessi mál verður að gera það eins og fullorðið fólk...Það að segja að e-ð sé stolið breytir engu um þær reglur sem flest okkar fylgja. Þ.e. að vera með frumsamin félagsrit. Hvort umrætt félagrit er skemmtileg eða ekki er bara aukaatriði. Annaðhvort höfum við reglur eða ekki, svo einfalt er það.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 15:42

Það er nú stundum þannig riddari góður, að maður rekst á eitthvað á alheimsvefnum sem manni þykir athyglisvert eða þesslegt að það sé þess virði að birta það hér sem félagsrit, þá er það mín skoðun að slíkt sé í lagi sé þess sérstaklega getið.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/05 15:45

Mér finnast tillögur Sæma ágætar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 15:57

Oss líst mun betur einhverskonar útfærslu á hugmynd Heiðglyrnis um tvo flokka fjelagsrita en hugmynd Sæma. Einhverskonar einkunnagjöf (jafnvel þó einungis sjeu tvær 'einkunnir' mögulegar) líkt og í hugmynd Sæma getur verið varasöm, hvort sem slíkt er notað á þræði eða fjelagsrit.

Svo má velta fyrir sjer hvort þurfi að breyta þessu - áberandi áskorun frá ritstjórn Baggalúts um að gestir vandi fjelagsrit sín gæti e.t.v. dugað.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 16:02

Gerir þú þér grein fyrir ástandinu hér ef að allir tækju upp á því Galdri minn. Það væri nú lítið má fyrir alla að heimsækja nokkur blogg á eftir og henda inn 10 til 20 félagsritum.
.
Afhverju ekki að stofna bara hérna þráð sem heitir athygliverðir tenglar eða greinar/sögur á alnetinu..
.
Það er ekki nokkrum manni sæmandi að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ef menn sjá það ekki sjálfir, er Riddarinn í ævilangri krossferð sem snýst um að gera mönnum grein fyrir því.
.
Eru menn svo bara stoltir af afurðinni... vitið þið hvað, Riddarinn er bara gapandi hissa yfir þessu. En endilega hafið þetta fyrir nýliðunum okkar. þeir geta innan tíðar farið að stela gömlu félagritunum ykkar (sem nota bene voru stolin, allir ánægðir)...jahérnahér..!..
.
Hvaða farveg sem þessi mál fara í. Þ.e. hvort sem settar verða reglur eða ekki. Þá ÓSKAR Riddarinn eftir því vinsamlegast við alla á Gestapó, að við sem teljum okkur upp yfir það hafin að rita „Hugi.is" að skoða hvað það er sem gerir okkur svo mikið merkilegri að við viljum ekki rita nafn þess fyrirbæris.
.
Fyrirgefið ef að ykkur finnst mínar skoðanir harkalegar, en þetta eru bara mínar skoðanir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 16:07

Auðvitað geri ég mér grein fyrir því hvernig ástandið yrði ef það er endalaust hrúgað inn efni sem fengið er annarsstaðar. Málið er jú bara það, að flestir Gestapóar eru frumlegir og skapandi í hugsun og 99% félagsrita eru því frumsamin.
Ég fyrir mína parta reyni helst að forðast að koma með efni annarsstaðar frá, þó svo að það séu undantekningar á því hjá mér.

Það væri kanski ráð eins og þú segir, að setja bara upp þráð þar sem fólk getur sett slíkt efni inn í stað þess að setja það í félagsrit.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 16:19

Þess ber að geta að síðasta félagsrit Galdrameistarans ber vott um mikla hugmynda-auðgi og hvet ég hann til að halda áfram þá braut og alla til að lesa það.

Það sem fer meira fyrir brjóstið á mér en stolið og stílfært efni eru tveggja-þriggja línu félagsrit um ekki neitt, það kom eitt fyrir stuttu, man ekki hvað sá gestur heitir (athugaði málið, hann heitir Finngálkn).

En hvað finnst ykkur um það að leyfa hugmyndaríkum að eiga fleiri en eitt félagsrit á forsíðu, ef bæði félagsritin eru nógu góð?

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 16:20

Elsku hjartans besti Galdri vinur minn. Ekki stóð til af Riddarans hálfu að persónugera vandamálið, það gerðu aðrir. Að leysa vanda felst að sjálfsögðu í að finna lausn en ekki sökudólga. Annað er skammtímasjónamið hitt er langtímasjónamið... Alls ekki taka þessa umræðu meira til þín, en þér þurfa þykir.

Umræðan er engu að síður góð, hún hreinsar andrúmsloftið og skerpir á metnaðinum.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 16:24

Ég biðst velvirðingar á að hafa nafngreint Galdrameistarann og Finngálkn, þeir verða vonandi ekki sárir.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 16:27

Alltígúddífíling hjá mér Glyrnir minn. Tók þetta ekkert nærri mér á nokkurn hátt, en það er þjóðráð að hafa einn þráð hérna í ánetjuðum til að hafa svona efni sem fengið er annarsstaðar frá.

Sæmi;
Síðasta rit mitt tók nákvæmlega 7 mínútur og 12 sekúndur að verða til og var skrifað beint inn án nokkurs hiks. Ég er enn að skoða það af og til og furða mig á því hvernig í fjandanum ég fór að þessu.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 16:32

Sæmi Fróði mælti:

Þess ber að geta að síðasta félagsrit Galdrameistarans ber vott um mikla hugmynda-auðgi og hvet ég hann til að halda áfram þá braut og alla til að lesa það.

Það sem fer meira fyrir brjóstið á mér en stolið og stílfært efni eru tveggja-þriggja línu félagsrit um ekki neitt, það kom eitt fyrir stuttu, man ekki hvað sá gestur heitir (athugaði málið, hann heitir Finngálkn).

En hvað finnst ykkur um það að leyfa hugmyndaríkum að eiga fleiri en eitt félagsrit á forsíðu, ef bæði félagsritin eru nógu góð?

.
Svarið við þessu Sæmi minn er Stórt JÁ um síðasta félagsrit Galdra og Tvö Stór NEI um restina. 1. Tveggja til fjögura línu félagsrit getur verið gott og líka lélegt..Það hefur ekkert með línufjölda að gera. Stolið er bara einfaldlega alltaf stolið.
.
NEI 2 Í því takmarkaða plássi sem að við höfum fyrir félagsrit yrði ástandið en ósanngjarnara með þessum hætti. T.d. getur Riddarinn bent á að hann á svona ca. 200 félagsrit á lager, hugsanlega 30 til 40 birtingarhæf..Það á ekki að ráða þessu endilega hver er duglegastur að skrifa og meira að segja ekki endilega hver skrifar bestan texta. Inn í þetta verður að spila fjölbreytni í höfundum og skrifum og fleira og fleira.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 10/11/05 16:35

Nú er ég sammála riddaranum.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 16:36

Skil þig Heiðglyrnir, sanngjarnt er það. Ég hafði mig bara í huga, datt í hug um daginn tvö félagsrit, í kollinum voru þau bæði góð, sendi annað þeirra inn og beið með hitt, svo gleymdi ég hvað hitt átti að vera um, líklega sjálfum mér um að kenna að skrifa það ekki niður (gamall og gleyminn).

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/05 16:37

Eitt sinn gátu birst fleiri en eitt fjelagsrit á forsíðu eftir sama höfund. Eigi munum vjer hvenær því var breytt en það munum vjer þó að sú breyting var mjög til bóta, a.m.k. eins og ástandið var þá í fjelagsritunum. Ástandið var verra fyrir umrædda breytingu en það er núna, a.m.k. í minningunni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 10/11/05 16:44

Eitt verð ég að segja, ég hef einstaklega gaman af félagsritum, þau sýna svo margt um innri mann þess sem skrifar (ef þau eru ekki stolin). Ég skemmti mér yfirleitt konunglega yfir þeim og tel að ástandið sé ekki svo slæmt, einstaka sinnum kemur eitthvað sem er ekki þess vert að lesa.
Nú kíki ég á félagsritin á hverjum degi og finnst mér þau einfaldlega ekki koma nógu ört inn, sama félagsritið er oft á tíðum á forsíðunni í tvo sólarhringa, svo hæg er endurnýjunin.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 10/11/05 16:57

Já veistu það Sæmi minn að þú er sko betri en engin. Rúmlega sæmilegur. Auvitað er það eitt af stekustu vopnum baráttunar. Þ.e. að taka bara Ghandi á þetta. Hrósa því sem vel er gert, og hrósa því bara en betur sem frábærlega er gert. Þú ert perla Sæmi minn.
.
Galdri fær Risahrós fyrir félagsritið sitt um Þunglyndið/möruna. (frumsamið og flott)
Glúmur var að detta út með hreint frábært félagsrit um réttlætiskend og ýmilegt í kringum hana.
Þarf aðeins að ná mér í upplýsingar andartak.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: