— GESTAPÓ —
Leikjaröð Spesa: Hvað gerðist?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 9/10/03 16:08

Var belgfarinn nokkuð að flýja litla eldspýtnasölustúlku? Mögulega er hann knattspyrnumaður og hafði uppi einhverja kynferðislega tilburði en áttaði sig svo á afleiðingum gjörða sinna og ákvað að flýja land?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 9/10/03 16:17

Tjah, ef svo var kemur það gátunni ekki við...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 9/10/03 16:19

Hmm, líklega var bara svo heitt loftið yfir eyðimörkinni að belgurinn missti hæð hratt og belgfarinn ógurlegi hefur reynt hvað hann gat til að láta hann hækka flugið, en í látunum óvart sprengt gaskútinn í belginum og þar með endað steindauður í eyðimörkinni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 9/10/03 16:38

Þessi kenning byrjaði vel, en endaði að sama skapi illa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Myglar 9/10/03 16:58

Er þetta nokkuð Richard Branson?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 9/10/03 17:06

Það hlaut að koma að því að þú rækir nefið hingað inn, afglapinn þinn!
Nei, þetta er ekki Richard Branson.
Ef þú ætlar að vera að viðra þessar hneigðir þínar gagnvart Branson og Virgin geturðu farið eitthvert annað!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 9/10/03 17:34

Hélt maðurinn á eldspítunni vegna einhverskonar keppni sem hann tók þátt í?

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 9/10/03 23:31

Maðurinn var að fljúga í loftbelg.... Það slökknaði á brennaranum sem var bilaður og hann sá fyrir sér að deyja úr þorsta í miðri eyðimörk... hann henti öllu sem hann var með í loftbelgnum og þar á meðal fötunum til þess að halda sér lengur á lofti meðan hann reyndi að gera við brennarann. Hann fór að fikta við brennarann og reyndi að kveikja í honum með eldspítu með þeim afleiðingum að það kviknaði í loftbelgnum og hann neyddist til að stökkva út.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 10/10/03 14:11

Glúmur: Já, fjandinn hirði yður.
Blástakkur: Nei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 10/10/03 14:48

vann hann keppnina?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ég Drap Jesú 10/10/03 15:19

ekki var hann í "prumpaðu á eldspýtu keppni" á meðan þezir hræðilegu atburðir áttu sér stað í loftbelgnum sem olli keðjuverkum sem endaði með sprengingu og hann lét lífið og lendi útbyrðis

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 13/10/03 13:38

Nokkrir menn voru saman á ferð í loftbelg að skoða dýralíf og landslag Túnis, til að fá betra útsýni ákváðu þeir að hækka flugið verulega. Þeir lentu þá í afar óhagstæðum vindi sem bar þá hratt út yfir Sahara eyðimörkina, mennirnir byrjuðu að lækka flugið en uppgötvuðu fljótt að ef þeir myndu lenda belgnum þá væru þeir það langt inni í eyðimörkinni að þeir gætu ekki komist til byggða aftur, þeir reyndu þá að hækka aftur flugið en heitt loftið yfir eyðimörkinni varð til þess að loftbelgurinn hélt áfram að lækka flugið. Mennirnir sáu að þeir yrðu að létta belginn ef þeir ætluðu að ná að svífa yfir eyðimörkina svo þeir köstuðu öllu lauslegu fyrir borð. Við það fór belgurinn að rísa nokkra stund en hóf svo aftur að lækka flugið þegar þeir nálguðust miðju eyðimerkurinnar, fóru þá allir úr fötunum og hentu úr belgnum, belgurinn hélt þó áfram að lækka flugið og mennirnir sáu að svo þeir brotlentu ekki í miðri eyðimörkinni þá yrði einn þeirra að stökkva úr belgnum. Til að ákveða hver myndi stökkva tóku þeir nokkrar eldspýtur og brutu neðan af þeim auk einnar sem var höfð heil. Eldspýturnar voru svo látnar standa út úr lófa eins mannsins þannig að ekki sást hver þeirra var heil og hinir drógu sér eina eldspýtu hvor. Þeim sem dró heilu eldspýtuna var svo snarlega fleygt úr belgnum til að hinir mættu lifa. (Þegar hann lenti myndaði hann ofurlítinn sandgíg í eyðimörkinni.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 14/10/03 10:55

Órækja mælti:

vann hann keppnina?

Nei, þetta er ekki komið enn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 14/10/03 10:55

Ég Drap Jesú mælti:

ekki var hann í "prumpaðu á eldspýtu keppni" á meðan þezir hræðilegu atburðir áttu sér stað í loftbelgnum sem olli keðjuverkum sem endaði með sprengingu og hann lét lífið og lendi útbyrðis

Nei, nei og aftur nei!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 14/10/03 11:00

Anonymous mælti:

Nokkrir menn voru saman á ferð í loftbelg að skoða dýralíf og landslag Túnis, til að fá betra útsýni ákváðu þeir að hækka flugið verulega. Þeir lentu þá í afar óhagstæðum vindi sem bar þá hratt út yfir Sahara eyðimörkina, mennirnir byrjuðu að lækka flugið en uppgötvuðu fljótt að ef þeir myndu lenda belgnum þá væru þeir það langt inni í eyðimörkinni að þeir gætu ekki komist til byggða aftur, þeir reyndu þá að hækka aftur flugið en heitt loftið yfir eyðimörkinni varð til þess að loftbelgurinn hélt áfram að lækka flugið. Mennirnir sáu að þeir yrðu að létta belginn ef þeir ætluðu að ná að svífa yfir eyðimörkina svo þeir köstuðu öllu lauslegu fyrir borð. Við það fór belgurinn að rísa nokkra stund en hóf svo aftur að lækka flugið þegar þeir nálguðust miðju eyðimerkurinnar, fóru þá allir úr fötunum og hentu úr belgnum, belgurinn hélt þó áfram að lækka flugið og mennirnir sáu að svo þeir brotlentu ekki í miðri eyðimörkinni þá yrði einn þeirra að stökkva úr belgnum. Til að ákveða hver myndi stökkva tóku þeir nokkrar eldspýtur og brutu neðan af þeim auk einnar sem var höfð heil. Eldspýturnar voru svo látnar standa út úr lófa eins mannsins þannig að ekki sást hver þeirra var heil og hinir drógu sér eina eldspýtu hvor. Þeim sem dró heilu eldspýtuna var svo snarlega fleygt úr belgnum til að hinir mættu lifa. (Þegar hann lenti myndaði hann ofurlítinn sandgíg í eyðimörkinni.)

Þetta er í meginatriðum rétt.
Ég ætla ekki að hengja mig á smáatriði eins og það að eldspýtan sem frábrugðin var hinum var brunnin að hluta, þó svo að ég telji það þurfa að koma fram þar sem ég hafði svarað Glúmi því neitandi að eldspýtan væri brotin.

Þessari gátu er því hér með lokið og sigurvegari er ónefndur Gestur, en ljóst er að Glúmur sálugur vissi svarið fyrir og því kom hann með flestar þær spurningar sem svarað var játandi. Frelsishetjunni (og einnig Skabba Skrumara) þakka ég síðan fyrir afar öfluga þátttöku.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: