— GESTAPÓ —
Ljóð-línan II (ferskeytt)
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 10:21

Hér er nýr Ljóð-línu leikur, sem er svona óbeint framhald af hinum. Hér verður þó ætlast til að rétt verði kveðið og reglur þar að lútandi hafðar í heiðri. Agaleysi er almennt farið að standa kveðskap hér fyrir þrifum. Höfum aga á þessu.
.
.
1. Hér eru reglurnar þær að við kveðum ferskeytt með áherslu á ferskeytlur og stikluvik.
.
.
2. Sami aðili má ekki má setja tvær línu inn í röð.*
.
.
3. Leiðréttingum og ábendingum, ber að taka vel enda gefnar með góðum hug.
.
.
Stofnandi þráðar áskilur sér allan rétt til að lagfæra eða uppfæra reglur leiksins eftir því sem ástæða er til. *Hann hefur einnig leyfi til að gera það sem þarf til að halda honum lifandi.

.
Fyrsta línan er.
.
.
Velfarnað og vinaþel

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 1/11/05 10:59

Velfarnað og vinaþel
vantar fleiri línur.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 1/11/05 11:02

Velfarnað og vinaþel
vantar fleiri línur.
Öllum ber að yrkja vel

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 11:02

Velfarnað og vinaþel
vantar fleiri línur.
Öllum ber að yrkja vel
ævinlega rétt það tel

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 11:18

Hamraborgin há og tign

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 12:33

Hamraborgin há og tign
Herfilegar blokkir.
Kópavogur veður lygn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/11/05 13:43

Hamraborgin há og tign
Herfilegar blokkir.
Kópavogur veður lygn
vetrarsól og öngva rign

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 16:18

‹Já, B.Ewing maður verður að redda sér›
.
.
.

Búmaður hann bjargar sér

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 1/11/05 17:02

Búmaður hann bjargar sér,
borar svo í nefið.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/11/05 17:07

Búmaður hann bjargar sér,
borar svo í nefið.
Kroppar þar út krækiber

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 1/11/05 17:10

Búmaður hann bjargar sér,
borar svo í nefið.
Kroppar þar út krækiber,
köggla 'af hori sýnist mér.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/11/05 17:12

Búmaður hann bjargar sér,
borar svo í nefið.
Kroppar þar út krækiber
kyngir því og ropa fer. Æi, læt þetta vera bara.

Næsta:
Bragsins kónar berjast hér

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 1/11/05 17:15

Bragsins kónar berjast hér
bautasteinar fljúga

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/11/05 17:16

blóðugt mælti:

Gerði ég nú eitthvað sem ekki má? Leiðrétta mann frekar en að koma bara með allt nýtt.

Tveggja botna vísa, er það ekki bara? Ég var smástund að semja línuna líka.

p.s. Hvers vegna er bara hægt að svara en ekki vitna í á þessum þræði?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 1/11/05 17:19

Tja maður veit aldrei. Sumir yrkja nú bara um mann klámvísur ef maður gerir vitleysu en segja svo ekki orð, svo ég þorði ekki annað en að spyrja.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/11/05 17:19

Bragsins kónar berjast hér
bautasteinar fljúga
Stríðsmenn brjóst á berja sér

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 1/11/05 17:22

Bragsins kónar berjast hér
bautasteinar fljúga
Stríðsmenn brjóst á berja sér
barminn mömmu sjúga

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/11/05 00:23

Penna má hér kenna klára

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: