— GESTAPÓ —
Vikhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/06 16:24

Einu sinni átti flösku tára.
Í hendingskasti hreinsaðist
hana vildi klára.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Kláravínið kroppinn ávallt nærir;
yndi bæð´ & ánægju
andanum það færir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 22/4/06 16:13

Skenkir Guð við gráturnar á morgun
afréttara og morgunmat
og minnist ekki á borgun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
mubli 22/4/06 20:41

Heyrt hef ég að sannleikurinn felist í ríminu frekan en í meiningunni svo að ég læt þetta flakka:

Borga skal ég skilding fyrir greiða.
Loki villtu bregða'á leik,
lamba'- á milli sneiða?

[Obbobbobb... of langt er á milli stuðla... skoðaðu rimur.is... Skabbi]

Borgi Skrattinn skilding fyrir greiða,
lostafullt má liggja mig,
lappa'á milli skeiða.

Sleppur þett' ekki?

[Jú elsku karlinn minn... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/4/06 15:42

Skeiðar hestur, skringilega miðar,
besti klárinn blindfullur,
brunar nú til hliðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 27/4/06 15:56

Hliðar saman hliðar allir fætur;
trylltur dansinn duna má
dimmar fram á nætur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/4/06 08:24


Næturdansinn nafla sunnar klára
Berar kveðjur best að fá
bleytu lífsis gára

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 30/4/06 22:41

Gára á ég gaukinn páfa lítinn.
Fokin í hann flensa er,
furðu er hann skrítinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Kláravínið kroppinn ávallt nærir;
yndi bæð´ & ánægju
andanum það færir.

Loki mælti:

Skenkir Guð við gráturnar á morgun
afréttara og morgunmat
og minnist ekki á borgun.

Skrýtið var það - skáldavinur kæri -
slys, að keðjan slitnaði.
Slóð í lag nú færi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/5/06 01:01

færir menn af fjörðum kunnu að yrkja
svakalega svæsinn brag
og sora, að hætti tyrkja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 1/5/06 13:26

Bætt er keðjan, betra er að vanda
fingra slingra innslátt æ
einnig gæta handa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/5/06 13:23

Handalaus og hugmynda er snauður.
Ekkert veit og ekkert skil,
er ég kannske dauður?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hendur viks er hentugast að yrkja
undir miklum áhrifum,
andann tilað styrkja.

Úpz. Rúmum tveim sólarhringum of seinn ! ( . . . tók ekki eftir að hér var komin viðbót frá því ég las þráðinn seinast )

Dauðahafið hefur engan kvóta.
Þrífst þar hvorki ljós né líf,
en líkin á því fljóta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/5/06 21:52

Fljótir nú að fiska þessa skrokka,
nábítur ég orðinn er,
englabossar lokka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 7/5/06 07:48

Lokkar hana ljósir mjög svo prýða.
Hennar eðli minnir mig
mest á dýr sem skríða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/5/06 17:27

Skríð ég fyrir fótum hunda' og manna,
reiti arfann mest sem má
matjurtabeðanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 21/5/06 23:42

Matjurtabeð mörg ég hefi skriðið,
slímugur og öðrum oft
ánamöðkum riðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 22/5/06 14:26

Reið í hlaðið rumur á léttfeta,
væna flís af vöxnum sauð
vildi fá að éta.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... , 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: