— GESTAPÓ —
Vikhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/10/05 16:59

Af www.heimskringla.net:

Tilvitnun:

Vikhenda eða stuðlavilla er þrjár ljóðlínur og hefur sú fyrsta fimm bragliði, en önnur ljóðlína fjóra og sú þriðja þrjá. Síðustu bragliðir fyrstu og þriðju ljóðlínu eru tvíliðir og ríma saman. Síðasti bragliður annarar ljóðlínu er stúfur. Fyrsta ljóðlínan er sér um stuðla og eru stuðlarnir í fyrsta og þriðja eða öðrum og þriðja braglið. Í annari línu eru tveir stuðlar og höfuðstafur í þriðju ljóðlínu.

Fyrsta orð vísu skal vera síðasta orð síðustu vísu.

Þá byrja ég:

Hvað er sem í sveinsins huga blundar
þegar liggur lánsamur
læra á milli sprundar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 31/10/05 18:53

Báðir virðast ofstuðla, hver með sínu nefi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 31/10/05 20:27

Þú mátt snupra þig aftur, rangar staðsetningar stuðla, ef ég skil þennan brag rétt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 31/10/05 22:05

Já fyrirgefðu hlewagastiR, ég var eitthvað að flýta mér... ‹skammast sín›

Bella hún er hægversk lítil meyja
Vangefin og vinaleg
vinsæl meðal peyja

Var það ekki einhvern vegin svona?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/10/05 22:06

hlewagastiR mælti:

Um stuðlafall segir Sveinbjörn Beinteinsson:

Tilvitnun:

Stuðlasetning í frumlínu er aðeins með tvennum hætti: Yfirstuðull er í fyrsta eða öðrum braglið, en undirstuðull alltaf í þriðja braglið.

Sama kemur fram á heimskringlu.net (og í fyrsta innleggi hér), orðað svona:

Tilvitnun:

Fyrsta ljóðlínan er sér um stuðla og eru stuðlarnir í fyrsta og þriðja eða öðrum og þriðja braglið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 1/11/05 09:23

Þetta virðist flókið.

Meyjan fríð og fönguleg í stólnum
augun sjúk og sæmileg
er sá hún mig í kjólnum

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/11/05 10:50

Skelfing er hér skemmtilega vikið
Kvæðamönnum voðinn vís
versnar ljóða bikið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 1/11/05 10:58

Bikið ei er borið fram með víni
verður mér þá varla gott
vitinu ég týni

Vona að þetta sé rétt kveðið hjá mér
???

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/11/05 12:22

Mærin sagði: "Mikið þér er undir"
ekki lengi á mér stóð*,
ástar- hófust -fundir

* Höfundur gerir sér grein fyrir tvíræðninni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 1/11/05 12:54

Fundir ásta áttum við í lundi
Milli kinna mosinn tróðst
mærinn ákaft stundi.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/11/05 13:00

stynur mærin mest þó sárs- af -auka
mosinn bítur bossann í
bálreið er mín frauka

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/11/05 13:12

Torfum sumum tel ég þó að vegið.
Einnig þægar þykja mér
þegar ný- er -slegið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 1/11/05 13:18

Sleginn brúskinn bölva ég hann styngur
taumlaust kemur táraflóð
ef typpa-villist-lingur.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/11/05 13:23

linginn Sæmi lengi þarft að temja,
(þykir slæmt ef karl ei kann
kynstur sín að hemja)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/11/05 14:53

Hemja -ó þykir Hlewagastir [Snupr: hér eiga að vera fimm hendingar. Hlebbi.]
ljóðum yfir lútsins vakir [Snupr: hér eiga að vera fjórar hendingar, sú hin síðasta stýfð. Hlebbi.]
leiðir um rastir [Snupr: hér eiga að vera þrjár hendingar. Hlebbi.]

[Afsakið hemju- ó-ganginn. Hlebbi.]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 1/11/05 15:45

Rastafari fríða lokka skekur
róar sig og reykir gras
Röstu* sína tekur.

*Rasta = kvenkyns Rastafari

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/11/05 16:01

Flott Stelp, þú mættir alveg henda inn oftar á Kveðist á.

tekið hef ég taki bossa einn vænan
(margoft hefur mér það þó
mér að tekist hæna' hann)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 1/11/05 16:09

Ruddalegur rónadjöfull ældi,
fékk ég á mig ógrynni
átta lítra mældi.

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: