— GESTAPÓ —
Vikhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15, 16  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/3/06 01:57

Þarna eru tvær villur. Í fyrsta lagi verður að vera stuðull í þriðja braglið og annað hvort í fyrsta eða öðrum braglið fyrstu línu (ekki í 3. og 4. eins og þarna er). Í öðru lagi þurfa að vera tveir stuðlar í annari línu og höfuðstafur í þriðju (eins og venjulega í ferskeytlum). Fjöldi bragliða er hins vegar réttur og ég efast um að menn vilji banna þér að skjóta orðinu mér inn eins og gert er í fyrstu línu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 19/3/06 02:02

Vikhend staka vætir augu manna.
Þannig vísu vart get ort
vegna fökking anna.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/3/06 02:04

Yndislegt er ætíð dömu að ginna
(verst að síðan þarftu þeim
í þúsund ár að sinna)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/3/06 22:02

sinna verðum syndum okkar földum
ógurleg því iðkum sport
á yndislegum kvöldum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 19/3/06 22:24

Kvölda tekur, kalt er nú á fróni.
Alsæl get í alla nótt
yljað mér hjá Jóni.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Jónísk efni, afar góð til neyzlu,
fosfór, bór & blásýra.
Blásum nú til veizlu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 20/3/06 12:27

Veislumatur varla talist getur!
Ólyfjan og sýrusull
sjaldan maður étur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 20/3/06 20:44

Etur fæðu iðradrullubrúna.
Afar svangur aldinn hrafn,
er að nart'í kúna.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 20/3/06 23:47

Kýrin Molla kann sig öðrum betur
faglega í fjósi hrein
föt í skápinn setur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/3/06 21:34

setur tetur letur ljótt á blaðið
orð í bleki óðar þá
eru að vaða svaðið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Svaðið hef ég, sveimér, mikið kannað.
Gert þar hef ég af mér allt
sem algerleg´ er bannað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/3/06 13:01

Bannað er að bakka yfir konur
þó þær séu gömul grey,
gegndu því nú sonur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/3/06 11:11

Sonartorrek samdi karl til forna
skarnið Egill Skallagríms,
við skáldmál vildi orna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ornament & allskyns tónaglingur
finna má í músík Bachs.
Mikið var hann slyngur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 29/3/06 00:15

Slyngur mjög og slóttugur var rebbi
Ömmu gömlu át hann víst,
eða var það hlebbi...?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 29/3/06 09:47

Hlebbi átti hundraðkall í pundum,
tregur við að týna þeim
taldi öllum stundum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 29/3/06 10:40

Stundum eru storkarnir að klikka
Tvíbura ég taldi þrjá
Tuma, Þór og Mikka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/3/06 13:30

Mikki refur- músakvalalosti.
Fetish hefur fílar hann,
fnyk úr mygluosti.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15, 16  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: