— GESTAPÓ —
Salka
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/10/05 08:12

Það var og, til fjalla skal haldið.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/10/05 08:30

Já, nú þykir mér týra, kæri riddari ( gættu að því að ekki hef ég gleymt þeirri kurteisi sem einkennir samskipti tveggja heiðursmanna)!

Blómvendi og hjónabönd skulum við láta liggja milli hluta en þar var um beina tilvitnun í þig sjálfan að ræða, riddari sæll.

Sem sannur ýsfirzkur karlmaður get ég fyllilega tekið undir orð þín um fljóðin og fiðringana (og líka hvað blóðugt er sæt‹Roðnar›). Ég læt þó hvorki hrifningu mína né fiðringinn ræna mig allri skynsemi. Manni verður beinlínis orðfall þegar maður horfir á kæran félaga sinn bráðna eins og smér frammi fyrir snoppufríðum nýliða, láta hana leiða sig inn í sólarlagið og gagnrýnislaust gefa henni beztu einkun fyrir hvaða gallasmíð sem er.

Nú er ég ekki af gefa neinn skít í Sölku, sem ugglaust er vænsta snót og á eftir að verða fullgildur félagi okkar þegar fram líða stundir. Ég mun standa við það að kenna henni sund og gera hana að góðum sundmanni, en það gerizt ekki með undanlátsemi og linku!

Hvað varðar smekklausa umsögn um mitt þráðarflakk í seinni tíð segi ég bara: Skulu skatnar ei skemmta sér? Ég læt það eftir mér þegar mér sýnist að leika mér á léttum þráðum, sérstaklega þegar prófkjörið í Bændaflokknum þreytir mann mest og þörf er á að varpa af sér áhyggjum og streði í lok dags. Þar fyrir utan hefur hrjáð mig í seinni tíð veiki sú er ritstífla nefnist og enginn kann lækningu við og því er ég sjaldséður á kveðskaparþráðum ‹Brestur í óstöðvandi grát› og þykir illt að vera núið slíku um nasir. Sá einn þekki mínar þjáningar sem þær hefur reynt.

Hvort ég ét hann sjálfur, heilan eða hálfan er svo mitt að ákveða, kæri riddari, og kynni ég þér þakkir fyrir að láta svona skeyti eiga sig í okkar samskiptum

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 28/10/05 08:59

‹Starir þegjandi út í loftið›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 28/10/05 09:12

Ég mæli með lestur á nýlegu félagsriti frá Isaki, það ætti að létta lund ykkar félaga, Sundlaugur og Heiðglyrnir.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/10/05 09:36

Sundlaugur Vatne mælti:

Já, nú þykir mér týra, kæri riddari ( gættu að því að ekki hef ég gleymt þeirri kurteisi sem einkennir samskipti tveggja heiðursmanna)!

Blómvendi og hjónabönd skulum við láta liggja milli hluta en þar var um beina tilvitnun í þig sjálfan að ræða, riddari sæll.

Sem sannur ýsfirzkur karlmaður get ég fyllilega tekið undir orð þín um fljóðin og fiðringana (og líka hvað blóðugt er sæt‹Roðnar›). Ég læt þó hvorki hrifningu mína né fiðringinn ræna mig allri skynsemi. Manni verður beinlínis orðfall þegar maður horfir á kæran félaga sinn bráðna eins og smér frammi fyrir snoppufríðum nýliða, láta hana leiða sig inn í sólarlagið og gagnrýnislaust gefa henni beztu einkun fyrir hvaða gallasmíð sem er.

Nú er ég ekki af gefa neinn skít í Sölku, sem ugglaust er vænsta snót og á eftir að verða fullgildur félagi okkar þegar fram líða stundir. Ég mun standa við það að kenna henni sund og gera hana að góðum sundmanni, en það gerizt ekki með undanlátsemi og linku!

Hvað varðar smekklausa umsögn um mitt þráðarflakk í seinni tíð segi ég bara: Skulu skatnar ei skemmta sér? Ég læt það eftir mér þegar mér sýnist að leika mér á léttum þráðum, sérstaklega þegar prófkjörið í Bændaflokknum þreytir mann mest og þörf er á að varpa af sér áhyggjum og streði í lok dags. Þar fyrir utan hefur hrjáð mig í seinni tíð veiki sú er ritstífla nefnist og enginn kann lækningu við og því er ég sjaldséður á kveðskaparþráðum ‹Brestur í óstöðvandi grát› og þykir illt að vera núið slíku um nasir. Sá einn þekki mínar þjáningar sem þær hefur reynt.

Hvort ég ét hann sjálfur, heilan eða hálfan er svo mitt að ákveða, kæri riddari, og kynni ég þér þakkir fyrir að láta svona skeyti eiga sig í okkar samskiptum

.
.

Æi Sundlaugur minn fyrirgefðu Riddaranum þennan orðhengilshátt í hita leiksins. Seint vill Riddarainn vera álitinn annað en heiðursmaður.
.
Eitt er það í sambandi við kennslu og nám, sem að Riddarinn veit af langri reynslu og það er, að mikill munur er kenna nemanda sem sækist eftir fróðleik og kennslu, heldur en þeim sem maður reynir að þröngva kennslu sinni upp á jafnvel í óþökk viðkomandi. Það er nefnilega þannig með kveðskap að hann lýtur svolítið sínum eigin reglum. Rím og braghættir er bara brot í þeim haugasjó sem þar um ræðir.
.
Nú veit Riddarinn að Sundlaugur og fleiri hreintrúarmenn viðurkenna ekki slíkan kveðskap. Þ.e. sem að fer ekki eftir þessum reglum. Riddarinn aftur á móti er fráslyndari í sínum skoðunn hvað þetta varðar.
.
Guð gefi að sá dagur renni aldrei upp, að fagurt fljóð og hjartans þrár verði ekki skynsemi og öðrum veraldlegum leiðindum yfirsterkari. Já og sólarlagið maður lifandi.
.
Staðfasti Riddarinn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 28/10/05 09:42

Ruglustampar!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/10/05 10:03

Sæmi Fróði mælti:

Ég mæli með lestur á nýlegu félagsriti frá Isaki, það ætti að létta lund ykkar félaga, Sundlaugur og Heiðglyrnir.

Þarna er Riddarinn hjartanlega sammála Sæma sínum, félagritið hans Isaks er alveg sérlega vel heppnað. Hann er bæði hagur á orð og heppinn, hann Isak okkar. Hvet alla til að lesa það og gefa honum gott hrós.
.
Sæmi min, Riddarinn og Sundlaugur voru þarna fyrstir manna, til að fagna og hrósa honum Isak.
.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/10/05 11:09

Blessður, heillakarlinn Heiðglyrnir riddari

Sízt vildi ég troða illsakir og munnhöggvast við slíka sómamenn og mun því láta kyrrt liggja í þessari fáránlegu deilu okkar sem hefði betur aldrei orðið.

Fyrirgefðu félaga þínum og skáldbróður þetta upphlaup, kæri riddari.

Ég er sammála þér að fögur fljóð og hjartans þrár eiga til að ræna mann skynseminni, þó sjálfur reyni ég nú ævinlega að leyfa rödd skynseminnar að óma í takt við tilfinningarnar. Og ég má til að nefna að ekki er að sjá á vönduðum kveðskap þínum meint eigið frjálslyndi.

Að lokum tek ég undir ummæli ykkar Sæma um ágætt félagsrit skáldbróður okkar, Isaks Dienesens og hvet alla til að lesa það sér til ánægju og fróðleiks.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/10/05 11:21

Fær sér sæti á garðbekknum við hlið Sundlaugs, gefur honum brosandi karlmannlegt olnbogaskot. BESTU VINIR ER ÞAÐ EKKI..?..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 28/10/05 15:33

‹Tekur þétt og karlmannlega um axlir riddarans› ÆVINLEGA!

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 28/10/05 17:24

‹Bráðnar næstum því þegar hún sér þessa myndarlegu heiðursmenn sitja saman á bekknum›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 28/10/05 18:04

Buggrit!

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 28/10/05 18:06

slúx!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 28/10/05 18:21

Bismark XI mælti:

Buggrit!

Bissi ‹Ljómar upp›
„Long time no see“ eins og sagt er upp á útlenzkan máta...

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/10/05 17:19

Stundið friðinn kappar.

Salka, kom þú blessuð og sæl á þennan stafræna sælureit skringilegheitana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/10/05 17:50

Já er mætt ný dama á Gestapó og enginn lætur mig vita ?

‹Snyrtir bartana smá›

En hérna, sumsé, já, komdu sæl Salka. Ég heiti Limbri Moðar. En það kalla flestir mig Limbra. (Þó svo sumir berjist við að uppnefna mig Limra.)

Vonandi muntu hafa það sem best hér með okkur.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 30/10/05 01:35

Ég er með flottari barta en allir á Gestapó til samans!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/05 02:33

Jóakim Aðalönd mælti:

Ég er með flottari barta en allir á Gestapó til samans!

Þú ert ekki með barta fyrir fimm-aura ! ... ...

... Þú ert með kótilettur frá helvíti !

Skál fyrir Elvisnum sem hangir í andlitinu á þér ! Karlmannlegra verður það varla !

Skál !

-

Þorpsbúi -
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: