— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 26/10/05 16:30

Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, vil ekki vanda um fyrir ykkur á neinn hátt. En eitt hefur reynst heilabúi mínu erfitt, þar sem skammtímaminnið er farið að svíkja mig. Það er að muna hvað eru komin mörg svör við félagsritin.

Tökum sem dæmi að það séu félagsrit sem ég hef gaman af að fylgjast með, umræðurnar eru skemmtilegar. En þá verð ég alltaf að kíkja aftur og aftur á félagsritið til að sjá hvort það sé komið nýtt svar, þar sem ég gleymi tölum auðveldlega. Væri hægt að láta félagsrit breyta smávegis um lit ef það væri komið nýtt svar sem maður væri ekki búinn að skoða?

Ég ítreka að hér er ekki um neina kvörtun að ræða, ég sætti mig við þetta eins og það er.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 26/10/05 17:11

Hér með legg ég gott mál Sæma fróða fram sem kvörtun.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 30/10/05 23:54

Þetta þykir mér góð tillaga frá herra Sæma. Ég styð hana heilshugar.

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 31/10/05 02:39

Sumir virðast hafa misskilið félagsrit mitt um félagsrit. ‹Glottir›
Ég var ekki að tala um að flokka þau eftir innihaldi eða einhverskonar gæðastaðli. Enda slíkt varla hægt.
Datt bara í hug vegna ágætrar tillögu Sæma að sum myndu njóta sín betur á þræði.
Ekki vegna þess að þau væru "vond" (þó að einstöku séu það að vísu) heldur jafnvel þveröfugt.
Mörg þeirra tæpa á merkilegum málum, en fjörleg og áhugaverð umræða sem þau koma af stað koðnar strax niður vegna þess að um leið og þau hverfa sjónum, stundum vart sólarhrings gömul, eru þau gleymd.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 6/12/05 13:42

Fyrst það er verið að nefna fjelagsrit, þá er ég með eina umvöndun.
Það vantar að ganga þannig frá að það sé ekki hægt að senda frá sér rit án þess að gefa því nafn eða titil.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: