— GESTAPÓ —
Fyrirspurn
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/10/05 17:06

Í íslenskutíma í dag var kennaranemi að kenna bragfræði. M.a. áttum við að leiðrétta bragfræðivillur í vísum. Eftirfarandi vísa var leiðrétt:

Löngum kætir kennarann
krakkaskarinn fríður.
Oftar þau þó æra hann,
öskra svo að svíður.

Og þessi kom í staðinn:

Löngum kætir kennarann
krakkaskarinn fríður.
Oftar þau þó æra hann,
aldrei þá er blíður.

Kennaraneminn sagði þá að "þau þó" í þriðju línu og "þá er" í fjórðu væru "auka höfuðstafir".

Mér fannst þetta voða skrítið og ákvað því að spyrja að þessu hér. Hefur kennaraneminn rétt fyrir sér?

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 25/10/05 17:42

Hmm. Samkvæmt mínum kokkabókum er þetta nemagrey vísvitandi að spilla ungviðinu með þvælu.

hlégestur, Bölverkur og fleiri mættu þó leiðrétta mig viti þeir betur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/10/05 20:28

Löngum/ kætir/ kenna/rann
krakka/skarinn/ fríður.
Oftar/ þau þó/ æra/ hann,
aldrei/ þá er/ blíður.

Ég held að það sé tóm tjara að tala um aukahöfuðstafi eða aukastuðla í þessari vísu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 25/10/05 22:26

Það má alveg eins halda því fram að Ingólfur hafi átt auka öndvegissúlur. Ekki það ég hafi neitt vit á þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 25/10/05 23:24

Ef að orðum er víxlað í 3. línu er hún strax betri

Löngum/ kætir/ kenna/rann
krakka/skarinn/ fríður.
Oftar/ þó þau/ æra/ hann, (lesist: þóðau)
aldrei/ þá er/ blíður.

Best væri:

Löngum/ kætir/ kenna/rann
krakka/skarinn/ fríður.
Oftar/ samt þau/ æra/ hann,
aldrei/ þá er/ blíður.

Eða:

Löngum/ kætir/ kenna/rann
krakka/skarinn/ blíður.
Oftar/ samt þau/ æra/ hann,
aldrei/ þá er/ fríður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/05 02:15

Ég tek undir með Nafna.

Hef ekki hundsvit á þessu ! (En það gæti farið svo að ég læri eitthvað af þessum þræði (sérlega þá skástrikunum sem Barbapabbi setti inn).)

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/10/05 02:24

Er kennarinn ekki að benda á aukastuðlun í fjórðu línu, þ.e.:

Löngum kætir kennarann
krakkaskarinn fríður.
Oftar þau þó æra hann,
öskra svo að svíður.

Að slíkt teljist ofstuðlun hef ég aðeins eina tiltæka heimild og hún er þessi - veit svosem ekkert um gæði hennar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 30/10/05 02:39

tel að þessi heimild sé nokkuð örugg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 30/10/05 03:09

Isak Dinesen mælti:

Er kennarinn ekki að benda á aukastuðlun í fjórðu línu, þ.e.:

Löngum kætir kennarann
krakkaskarinn fríður.
Oftar þau þó æra hann,
öskra svo að svíður.

Að slíkt teljist ofstuðlun hef ég aðeins eina tiltæka heimild og hún er þessi - veit svosem ekkert um gæði hennar.

Sammála þessu. Þetta er það eina sem ég get sér rangt við þessa stöku miða við það sem ég hef fræðst um.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/10/05 11:36

Já, auðvitað. Ég misskildi fyrirspurnina. Ég er ekki frá því að margir telji þetta vera stuðlavillu og var ég eitt sinn í þeim hópi sjálfur. En svo áttaði ég mig á því að ég hef aldrei lesið neitt um það. Auk þess (eins og hlewagastiR bendir á), eru mýmörg dæmi til um hið gagnstæða.

GESTUR
 • LOKAР• 
Kennarinn 3/11/05 21:06

Hér er greinilega einhver misskilningur á ferðinni og þykir mér miður að lesa um hann hér á opinberri bloggsíðu. Ég er umræddur kennaranemi (hef reyndar áralanga kennslureynslu og töluverða menntun í íslenskum fræðum), en finnst ég knúin til að leiðrétta það sem hér hefur verið til umræðu. Ég hefði þó fremur kosið að nemandi minn hefði komið að máli við mig og borið vangaveltur sínar undir mig, frekar en að bera mig fyrir þeirri vitleysu sem hér um ræðir!
En svo ég útskýri bragfræðilega það sem um var rætt, þá var þetta verkefni úr Bögubók Ragnars Inga Aðalsteinssonar frænda míns og hér var nemendum ætlað að skoða hvað mætti betur fara í kvæðinu. Hér má augljóslega sjá að um aukaljóðstafi er að ræða í fjórða vísuorði, þ.e.a.s. ljóðstafinn sv, með áhersluþungu atkvæði í upphafi 2. og 3. kveðu. Einnig er ekki heppilegt að "þau þó" standi saman í 2. kveðu þriðja vísuorðs, þar sem það er umdeilanlegt hvort það falli saman eitt orð í framburði. Það félli betur saman í framburði að nota "þó þau" og hér væri því heppilegra að nota önnur orð, þó svo að þetta teljist ekki beinlínis rangt bragfræðilega séð.
En svo við snúum okkur að úrlausn nemandans þá taldi ég lausnina ekki ranga heldur að það væri heppilegra að nota annað /önnur orð í 2. kveðu fjórða vísuorðs, því það þykir aldrei fallegt að tvær kveður í hverju ljóðstafapari (frumlínu + síðlínu) hefjist á sama hljóði án þess að um ljóðstafi sé að ræða. Því sagði ég nemanum að þetta þætti ekki heppilegt og alveg spurning hvort menn myndu telja til aukaljóðstafa.
En hugtakið "auka höfuðstafir" hef ég aldrei heyrt nefnt áður!? Og þeir voru því alls ekki til umræðu í umræddri kennslustund!
Að lokum vil ég benda áhugasömum á mjög aðgengilega kennslubók, sem er einmitt ætluð nemendum 10. bekkjar, eftir þá Ragnar Inga Aðalsteinsson og Þórð Helgason og heitir Hugtakarolla. Þar getið þið lesið um flest allt það sem viðkemur bragfræði og brot á bragreglum.
Ég vona að einhverjir hafi haft eitthvert gagn af þessum útskýringum, eða að minnsta kosti nokkuð gaman....
Bestu kveðjur, kennarinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 3/11/05 21:19

Nei heyrðunúmig, þetta er komið út í einhvern misskilning...
Ókei, ég átti við "aukaljóðstafi" en ekki "aukahöfuðstafi", áttaði mig á því um daginn en gleymdi að laga það.
Fyrirspurnin hefur ekkert að gera með ofstuðlunina í fjórðu línu, þ.e. "svo að svíður", heldur um þessi þ í þriðju og fjórðu línu sem voru kölluð aukaljóðstafir. Mér fannst það eitthvað skrítið vegna þess að eitt af þeim er í áherslulausu atkvæði og ætti þess vegna að skipta litlu máli.
Ég hef bara aldrei verið leiðrétt fyrir neitt slíkt og aldrei heyrt um það, og vildi þessvegna bera það undir þá sem ég lærði bragfræðina af.
Svo vil ég taka það fram að ég reyndi að tala við kennarann um þetta en fékk voða litla útskýringu, og spurði því um þetta hér.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 3/11/05 21:24

Kennarinn mælti:

Að lokum vil ég benda áhugasömum á mjög aðgengilega kennslubók, sem er einmitt ætluð nemendum 10. bekkjar, eftir þá Ragnar Inga Aðalsteinsson og Þórð Helgason og heitir Hugtakarolla. Þar getið þið lesið um flest allt það sem viðkemur bragfræði og brot á bragreglum.

Ég held nú að Hlebbi þyrfti virkilega að kynna sér umrædda bók. Ekki væri heldur úr vegi að þeir Enter, Z. Natan og Barbapabbi kynntu sér bókina, svo ekki sé talað um Bölverk. En þvílíkir og aðrir eins ljóðaterroristar eru sjaldséðir á opinberum bloggsíðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 3/11/05 22:09

Kennarinn mælti:

Hér er greinilega einhver misskilningur á ferðinni og þykir mér miður að lesa um hann hér á opinberri bloggsíðu. ...
...
Bestu kveðjur, kennarinn.

Ánægjulegt er að lesa útskýringar kennarans um hvað hann er að kenna. Hef ég sjálfur vart slitið bragskónum í ljóðagerð enda reyndist minn fyrsti ljóðabálkur vera afbökun á þjóðsöngi (sjá forsíðu eins og er). Bragfæði kann ég vart nema nokkrar af einföldustu grunnreglum en eins og aðrir hér þá er markmiðið að bæta úr því og læra af reynslunni.

Þessi "bloggsíða" sem þú nefnir er eigi að finna hér. Mun þessi síða frekar flokkast sem spjallsíða fólks með sameiginleg markmið og áhugamál í lífinu en þau eru m.a. að virkja íslenska tungu, tala gott og vandað mál, vera hvort öðru til afþreyingar ásamt því að vera með skemmtilegheit í hvívetna.
Munurinn á bloggsíðu og spjallsíðu felst í megindráttum í því að eigandi bloggsíðu getur ein/n skrifað sínar eigin hugrenningar niður og fengið síðan tilsvör þeirra sem lesa hratið. Spjallsíða gengur hinsavegar út á rétt allra til að varpa fram hverju því sem hugurinn er við hverju sinni.

Furðuvera okkar kom með þessa fyrirspurn til okkar því hún var eigi sátt í lok skóladags. Hér er nefnilega hægt að finna bæði áhugamenn og áhugakonur um bragfræði og bragfræðireglur og sýnist mér að á þræði þessum hafi einfaldlega menn orðið dulítið hvumsa yfir kennslu á því sem núna virðist vera hugtakaruglingur.

Hvort sem rætt sé um "aukaljóðstafi" en ekki "aukahöfuðstafi" þá virðast flestir hafa rætt þetta í mestu rósemd og reynt að feta sig gegnum vandann án þess að fara út í það að "hrauna" yfir þá sem ekki voru til að svara fyrir sig. Á bloggsíðu hefði reyndin væntanlega orðið önnur. Hefði þá nær örugglega verið skeggrætt frekar um gáfnafar, vanhæfi og ósanngirni auk þess sem orð eins og rugludallur, bjáni eða þaðan af verra hefðu litið upplausn skjásins.

Þessvegna myndi ég að lokum hvetja þig til að skoða síðuna nánar og sjá hvort hlutar hennar eigi við þig sem kvæðamann.

Takk fyrir viðlitið Kennari

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • LOKAР• 
Kennarinn 3/11/05 23:40

Ég þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar um blogg- og spjallsíður Ewing, en vil benda þér á nokkur atriði sem urðu þess valdandi að ég tók þá ákvörðun að svara fyrir mig á þessari síðu.
Í fyrsta lagi var mér ekki kunnugt að kennsla mín væri til umræðu hér og frétti einungis af því hjá viðtökukennara mínum sem fékk sendan tölvupóst frá umræddum nemanda.... sem greinilega sendi linkinn á þessa síðu með það að markmiði að reyna að koma höggi á mig frekar en að koma að máli við mig sjálfa!
Í öðru lagi vil ég benda þér á að ég tel það fallast undir það að hrauna yfir einhvern sem ekki getur svarað fyrir sig, að segja mig "nemagrey" sem spilli ungviðinu með þvælu, að ég falli á prófi..., eða ætti frekar að snúa mér að hagfræðikennslu þar sem ég hafi ekki snefil af brageyra!
Ég held að þessi vefur sé af hinu góða margt hér áhugavert í umræðunni, en menn skulu þó varast það að bera á torg það sem betur ætti heima að geyma... eða í það minnsta að bjóða þeim sem um er rætt að taka þátt í umræðunni.
Lifið heil. Kennarinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 4/11/05 00:31

Ég get einungis vísað í mín fyrri orð. Með áherslum.

B. Ewing mælti:

...
Furðuvera okkar kom með þessa fyrirspurn til okkar því hún var eigi sátt í lok skóladags. Hér er nefnilega hægt að finna bæði áhugamenn og áhugakonur um bragfræði og bragfræðireglur og sýnist mér að á þræði þessum hafi einfaldlega menn orðið dulítið hvumsa yfir kennslu á því sem núna virðist vera hugtakaruglingur.

Hvort sem rætt sé um "aukaljóðstafi" en ekki "aukahöfuðstafi" þá virðast flestir hafa rætt þetta í mestu rósemd og reynt að feta sig gegnum vandann án þess að fara út í það að "hrauna" yfir þá sem ekki voru til að svara fyrir sig. Takk fyrir viðlitið Kennari

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/11/05 00:37

Halló halló halló.....ég vill bara koma því á framfæri aðþetta er engin andskotans Bloggsíða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 4/11/05 01:17

Nafni mælti:

Halló halló halló.....ég vill bara koma því á framfæri aðþetta er engin andskotans Bloggsíða.

Heyr heyr!

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: