— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/4/06 19:45

Ég gæti trúað að
líka alveg liggileg

sé hugsað: lík' al/veg/liggi/leg

En það er þá ofstuðlað auk þess að vera með stúf í öðrum braglið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 11/4/06 23:42

hlewagastiR mælti:

Má ekki bara notast við hana svona og líta þá á annmarkana sem listrænt bragð...?

‹Tekur þátt í umræðunni, enn vegna eigin ritstíflu›

Ég tek undir þetta. Almennt finnst mér að ekki eigi að skipta sér af bragfræði þeirra sem þegar hafa sannað sig á þeim vígvelli. (Skáldið sem orti umrædda vísu, Upprifinn, telst augljóslega í þeim hópi.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 08:13

Ég er sammála ykkur báðum... hafði bara ekkert betra að gera... xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/4/06 11:54

Isak Dinesen mælti:

hlewagastiR mælti:

Má ekki bara notast við hana svona og líta þá á annmarkana sem listrænt bragð...?

‹Tekur þátt í umræðunni, enn vegna eigin ritstíflu›

Ég tek undir þetta. Almennt finnst mér að ekki eigi að skipta sér af bragfræði þeirra sem þegar hafa sannað sig á þeim vígvelli. (Skáldið sem orti umrædda vísu, Upprifinn, telst augljóslega í þeim hópi.)

.
Sérstaklega áhugaverður og góður p-u-n-k-t-u-r. Þessu mætti jafnvel fara eftir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/4/06 12:16

Hver tekur að sér að meta hæfni ljóðsmiðarins? Eða er það kannski eitthvað sem liggur innra með hverjum og einum, þ.e. greiningargetan milli viðvaninga og gæðaskálda?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/4/06 12:20

Húmbaba mælti:

Hver tekur að sér að meta hæfni ljóðsmiðarins?

.
Þeir sem kunna að nota og beygja orðið „Ljóðasmiður" Það gefur auga leið.... Úje.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/4/06 12:32

Iss

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/4/06 12:37

Húmbaba mælti:

Iss

‹hhahahahahaahaahahaaaaahhaaaaa›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 13:37

Allir hér geta komið með athugasemdir varðandi kveðskap annarra (sumir fara í fýlu yfir því aðrir ekki). Ég fæ oft ábendingar ef ég klúðra einhverju og finnst mér það fínt...

Ég hugsa að ef það er greinilegt að menn eru að yrkja eitthvað sem er augljóslega ætlað að vera illa stuðlað, illa rímað eða vitlaust kveðið þá sé það í lagi... það sést oftast ekki nema menn séu búnir að yrkja rétt og þá lengi-rétt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 13:42

Að auki vil ég nefna það að ef þráður krefst þess að innrím og endarím sé á einhvern hátt fast... þá Á að fara eftir því.... það var megin hvatinn fyrir því að ég gerði athugasemd við þessa annars skemmtilegu vísu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/4/06 21:08

Hvernig gerist maður góður?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/4/06 21:11

Æfingin skapar meistarann.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/4/06 21:16

Þá hef ég hér með ákveðið að gerast meistari. Ég mun leitast við að hafa alla botna í samhengi við fyrripart og bulla sem allra allra minnst. Einnig mun ég lesa fyrsta kafla í íslensku orðabókinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 22:22

Þú ert ágætur Húmbaba... tekur tilsögn vel og ert sjaldan með argaþras... skál karlinn minn...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/4/06 22:34

ég ætla nú bara rétt að vona að menn verði aldrei búnir að sanna sig svo vel að ekki megi gagnrýna mistök þeirra. sú visa sem var hér til umræðu var gerð í miklum flíti og þar sem að ég er ekki fæddur bragsnillingur þá lennti hún svona inn á þráðinn.
það væri nú lika andskoti óþolandi ef að sérstök gæðaskáld mættu beygja reglur en aðrir ekki.

Nema ef að búin væri til sérstakur þráður þar sem aðeins innvígðir fengju að skrifa inn og mættu þá sveigja reglurnar eftir sínu höfði.
bara svona hugmynd.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 22:38

hehe... það er ekki það sem ég meinti... menn eiga það til að koma með viljandi ofstuðlaðar vísur (það sem ég meinti)... enginn er hafinn yfir gagnrýni (nema Enter), því ef svo væri gæti maður hætt að koma hingað...

Ég biðst samt velvirðingar á að hafa tekið þig út sem dæmi, en það var eingöngu gert til að sýna óvönum hvernig eigi ekki að innríma... skál Upprifinn minn...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/4/06 22:43

algerlega sársaukalaust af minni hálfu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/06 23:44

Smá pæling fyrir málfræðinga og þá sérstaklega beint til hlewagastiR... sem er manna fróðastur í þeirri deild...

Skrifar maður orkti eða orti og er það komið af orðinu að orka (eins og að orka tvímælis) eða er þetta dregið af orðinu orð?

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... , 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: