— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/10/05 10:58

Hér er þráður fyrir nýgræðinga í ljóða gerð erfiðar reglur og reynsluleysi koma oft í að vísa verði meira en hálfkveðin Kennarar hér eiga hér að veita ráð og leiðrétta villur okkar

Komdu aftur Skabbi Skrumari
kíktu á okkar stökur
Þín bíður smurður þrumari
og þokkalegar kökur.

vinsamlegast lagið villur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 25/10/05 13:54

Komdu aftur Skabbi Skrumari
kíktu á okkar stökur
Þín bíður smurður þrumari
og þokkalegar kökur.

Ég er enginn snillingur en ég tók strax eftir því að höfuðstafurinn í annarri braglínu er of aftarlega. Einnig held ég að of langt sé á milli stuðla í þriðju braglínu.

Komdu og kíktu Skrumari
karl, á okkar stökur.
Bíður þín smurður þrumari
og þokkalegar kökur.

Það má líka alveg leiðrétta mína leiðréttingu! (sem var meira svona hugleiðing ‹Glottir eins og fífl› )

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/10/05 14:59

Takk fyrir svona hafði ég hugsað þennan þráð á ekki aðra vísu en vonandi er fleiri sem vilja spreyta sig.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 25/10/05 15:08

Ég er alltaf í vafa með hrynjanda í því sem ég sem, því þori ég lítið að taka þátt í kvæðaþráðum hér nema helst þessum stuttu (ljóð-línan og fullyrðingamót).

Getur einhver útskýrt fyrir mér hrynjanda, er þetta til dæmis rétt hjá mér:

Sólin birtist og sýnist mér
sæludagar við blasa.
Snjókornanna hulduher
hlaupa í blautan klasa.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 25/10/05 15:21

Hrynjandi=taktur=atkvæði
Ég hef reynt að halda mig við 7 atkvæði í fyrstu og þriðju línu og 6 í hinum og hef ekki verið leiðréttur um hríð allavega.

Betra væri held ég:
Sólin birtist, sýnist mér
sælustund við blasa.
Snjókornanna hulduher
hlaup´í blautan klasa.

Þó forðast ég oft að skrifa úrfellingakommuna sbr. 4.línu því mér finnst það ekki líta jafnvel út á blaði.
www.rimur.is er líka með aragrúa af upplýsingum sem ég hef aðeins kynnt mér brotabrot af.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 25/10/05 15:29

Ferskeytlan.
Haraldur Austmann: um hrynjanda
Rétt kveðin ferskeytla og ýmis afbrigði hennar eiga að passa við lagið sem oftast er sungið við kvæðið „Kristín segir tíðindi (Fljúga hvítu fiðrildin)“ og því gott að raula nýkveðna vísu með því lagi til mátunar. Passi hún ekki nákvæmlega við lagið, er hrynjandinn ekki réttur.

*- | *- | *-- 7 atkvæði/taktar
*- | *- | *- 6 atkvæði/taktar
*- | *- | *- |* 7 atkvæði/taktar
*--- | *- 6 atkvæði/taktar

* fyrsta atkvæði í orði (fyrsti taktur)
- seinni atkvæði (taktar)
0 áherslulaust forskeyti(telur ekki í takti)
/ Skipt upp í Bragliði
- Skipt upp í atkvæði

Fer-/skeytl-an-/ er- Frón-/bú-ans
*-- | * | *--
fyrst-a- / barn-a-/gling-ur.
*- | *---
En+verð-ur/ seinn-a+í /hönd-um- /hans
0 | *- | *- |0| *- | *
hvöss-sem- /byss-u-/sting-ur.
* | * | *---

Stikluvik eru síðan 7-6-7-7

(Karlrím er eitt atkvæði, kvenrím tvö atkvæði: þín – mín; þýðum – hlíðum.)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/10/05 15:32

Þetta var hinsvegar eitthvað sem offari skildi ei!

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 25/10/05 15:56

Jújú þetta er skítlétt

td stikluvik 7-6-7-7 atkvæði í hverri línu

Ljóð með hugsun muna má 7
Máttur orðs og anda 6
Hin þau engan heillað fá 7
hugmynd eða fræi að sá 7

Bragliðir eru þá svona.
.
Eftirtektarvert við stikluvik er að 1-3 og 4 ljóðlína 7 atkvæði eru stífðar. Þ.e. í enda þessara ljóðlína er rímorð sem er bara eitt atkvæði (karlrím) önnur lína 6 atkvæði er ekki stífð þar er rímorð tvö atkvæði (kvennrím)
.
.
Ljóð með | hugsun | muna|
Máttur | orðs og | anda
Hin þau | engan | heillað |
hugmynd | eða fræ- | i að |

.
.
Prófum að berja saman eina slíka, enga feimni. útskýrum þetta bara jafnóðum.
.
.
(Taka eftir st stuðlun, næsta lína þarf að byrja á "st" orði og vera 6 atkvæði)

Stikluvik má stunda hér

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 25/10/05 16:37

(Taka eftir st stuðlun, næsta lína þarf að byrja á "st" orði og vera 6 atkvæði)

Stikluvik má stunda hér

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/10/05 22:00

Afsakið hvað ég er seinn að fatta en þetta er mér bara ekki meðfætt

Hrukkurnar í Hafnarfirði
Hafa lítið Rými
Ellin verður okkur byrði
Þó að sé nægur tími.

Er þetta rétt?
Það vantar fleiri nemendur hér.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 26/10/05 09:28

Hrukk - ur | nar - í | Hafn - ar | firð - i
Haf - a | lí - tið | Rým - i
Ell - in | verð - ur | okk - ur | byrð - i
Þó | að - sé | næg - ur | tím - i.

Svona myndi þetta sleppa, bragfræðilega séð, stuðlar allir í hákveðum, eintómir tvíliðir en svo áherslulaust forskeyti í síðustu línu.

Þá verður hins vegar áherslan í síðustu línu skrítin maður mundio segja

þó-að-sé | næg - ur | tím - i (s.s þríliður, tvíliður, tvíliður) því þó og eru eiginlega óaðskiljanleg í venjulegu talmáli.

Þá er hins vegar höfuðstafurinn orðinn þ í stað sérhljóða (a) og vísan um leið orðin handónýt.

Hrynjandi vísu skiptir mjög miklu máli og oft getur vísa orðið tæk með því að lesa hana með mismunandi áherslum. Best er þó að forðast forskeytaflipp í lengstu lög, þar til maður er kominn með bragfræðina skothelda og tilfinningu fyrir hrynjandi í gott lag.

---
Ef seinni parturinn hefði verið svona:

Ell - in | verð - ur | okk - ur | byrð - i
end - a | næg - ur | tím - i.

Þá ertu kominn með sérhljóða (e) sem höfuðstaf og vísan þar með öll orðin tvíliðir og hrynjandi þar með pottþétt.

Hins vegar þykir við sérhljóðastuðlun best annað hvort að nota alltaf sama stafinn

Ellin | verður | engum | byrð i
enda | nægur | tími.

eða aldrei þann sama:

Ölið | verður | okkur| byrð i
enda | nægur | tími.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/10/05 09:43

blóðugt mælti:

Komdu aftur Skabbi Skrumari
kíktu á okkar stökur
Þín bíður smurður þrumari
og þokkalegar kökur.

Ég er enginn snillingur en ég tók strax eftir því að höfuðstafurinn í annarri braglínu er of aftarlega. Einnig held ég að of langt sé á milli stuðla í þriðju braglínu.

Þó skal taka fram að SK og ST stuðla hreinlega ekki saman, svo stökur hefði aldrei gengið sem höfuðstafur.

Lykilorðið hér mun vera gnýstuðlun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/10/05 09:47

E.t.v. getur einhver nýtt sér bragfræðipælingaþráðinn. Líklega þarf þó ekki oftar að benda á www.rimur.is og www.heimskringla.net.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 10:03

Ég held áfram að reyna

Húsasmiðjan tekið hefur
Hugmynd byko manna
Verðverndina okkur gefur
Vill einhver þetta banna

má stuðla svona?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/10/05 10:23

offari mælti:

Ég held áfram að reyna

Húsasmiðjan tekið hefur
Hugmynd byko manna
Verðverndina okkur gefur
Vill einhver þetta banna

má stuðla svona?

Nei.

Eftirfarandi ferli þarftu að tileinka þér hvað stuðlasetningu ferskeytlu varðar:
1) Finna bragliði (kveður) fyrstu línu. Þ.e. áhersluatkvæði með eftirfarandi (ef einhver eru) áhersluminni atkvæðum (auk áherslulausra forskeyta fremst í línu). Fyrsta línan skiptist í eftirfarandi bragliði (stundum eru þó fleiri en einn möguleiki fyrir hendi):
Húsa|smiðjan | tekið | hefur
2) Athuga hvort stuðlasetning falli að reglunum um að aðeins einn eða enginn bragliður megi vera milli stuðla (í ferskeytlum, aðrar reglur gilda um lengri ljóðlínur). Í þessu tilfelli er sú regla brotin, enda eru tveir bragliðir á milli húsa og hefur.
3) Finna bragliði 2. línu og hafa þriðja stuðulinn í fyrsta braglið þar (sá stuðull er kallaður höfuðstafur).
4) Gera það sama fyrir 3. og 4. línu.

Einnig er villa í 3. línu, nú ættirðu að geta fundið hana. Einnig er villa í 4. línu nema ef hún er lesin með öðru hljóðfalli en 2. lína.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/10/05 10:27

Rétt stuðlun og réttur hrynjandi gætu litið svona út

Smiðjan- tekið -húsa hefur
hugmynd byko manna
verðin okkur vernd á gefur
vilja þetta banna

Hér er einnig "lögleg" vísa
Gamall maður gengur inn
glaður er í fasi
drakk hann allan djúsinn minn
duglega úr glasi

Mín ráðlegging er að skoða sem flestar vísur hér á gestapó og lesa yfir gagnrýni þá sem sumar þeirra fá, reyna að bera það saman við réttar vísur og smám saman átta sig á villunum. Þannig síaðist þetta að lokum inn í mig allavega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/10/05 11:13

Skammast fyrir skandal minn
Skelfilega ómynd
Víst er betri bragur þinn
Bætir mína fyrirmynd.

Ég hef aldrei getað lesið langar rumsur því finst mér best að prófa mig áfram hér því finst mér gott að gera þetta svona og vonandi tekst að troða þessu í haus minn hér.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 26/10/05 11:21

Skammast fyrir skandal minn
Skelfilega ómynd
Víst er betri bragur þinn
Bætir mína fyrirmynd.

Stuðlar réttir. En rímið er í rúst sem og hrynjandi í 2. og 4. línu.

Skelfi | lega | ómynd

gengur ekki á móti:

Bætir | mína | fyrir | mynd

Bætir mína skósynd

eða

Bætir mína ókind

væru nær lagi (þó þá yrði vísan auðvitað bölvað bull).

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: