— GESTAPÓ —
Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/2/06 18:42

Grislingur mælti:

Hvaða orð er þetta "Geima" á kannski að skrifa þetta "Geyma"?

Eflaust, á Kveðist á er rík hefð fyrir að leiðrétta ekki stafsetningar- eða málfarsvillur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 8/2/06 13:13

Rak augun í þetta:

Ormur-Stormur mælti:

Sturtu dóni drullast í
drulla af honum lekur.
Hreinn sveinn er hann upp frá því [Snupr: orðið 'hann' er ekki í upphafi hendingar og auk þess í 2. hendingu, of langt frá stuðli. Það er aldeilis öldungis óhæft til að bera stuðul. Hlebbi.].
enginn þetta hrekur

Er það ekki rétt skilið hjá mér að Ormur Stormur er ekki að stuðla með H-um?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 8/2/06 13:45

Ætli Hlebbi hafi ekki bara verið að stríða orminum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/2/06 11:56

En má yrkja á færeysku á Enn er kveðist á?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 20/2/06 20:13

Þegar maður skrifar í 'vikhendukeðju', þarf önnur lína að rýma á einhvern hátt við hinar tvær?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 23/2/06 11:12

Skrambinn, ég klúðraði fyrriparti í ,,Hringhendusmiðir allra sveita sameinist" og biðst afsökunnar. Þetta var einkar kjánalegt af mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/2/06 12:40

Ég er ægilega glöð yfir að hafa tekið eftir vitleysu hjá Skabba á braghendukeðjunni í morgun. Ekki vegna þess að hann gerði vitleysu heldur vegna þess að þetta virðist vera að síast inn hjá mér.

Annars held ég að það sé kominn tími á að setja þennan blessaða þráð í anganvísanir.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/2/06 12:46

Skabbi skrumari mælti:

...og þar sem fuglanördar nota máfar með Effi, þá hef ég ákveðið að halda áfram að nota það þannig... enda nörd...

Nörd! Ég fagna nördum, hverskyns nördaskap sem þeir gerast sekir um!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/2/06 12:54

Blóðugt er hástökkvari vikunnar í kvæðagerð xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/2/06 12:57

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið› Ooo takk.

Það eruð samt þið sem veitið mér innblástur og ýtið undir þennan brennandi áhuga. Skál fyrir ykkur! xT

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/06 13:21

Nú eru nokkrar meinlokur í gangi í kvæðagerð hér á Kveðist á... og væri tilvalið að tveir-þrír nýliðar myndu leggja við hlustir... Ég mun nefna nöfn en það er ekki til að niðurlægja einn né neinn og rétt að menn átti sig á því...

_________________________________________________________

Meinloka número únó:
Fyrst er það að halda þræði... Allir geta gert mistök og virðist sem hér hafi verið mistök á ferð:

Húmbaba mælti:

‹Skrambinn›

Hér tekur Húmbaba til þess ráðs að henda vísunni og setur þráðinn í uppnám, hvaða keðja heldur ef það vantar hlekk? Ekki stroka út innlegg sem þið setjið inn, frekar að lita vísuna með einhverjum lit og viðurkenna mistök, þá er hægt að hoppa yfir það...

__________________________________________________________________

Önnur meinloka sem er í gangi:

Grámann í Garðshorni mælti:

Virkja ég vil ekki neitt,
vernda frekar rjóður.
Álver menga allt sem eitt,
ísafoldar gróður.

Hrynjandi og stuðlasetning til skammar... ef við skiptum vísunni upp í bragliði þá er tvennt í stöðunni.

1)
Virkja ég / vil ekki / neitt - passar, en þá verður seinni hlutinn að halda sama takti...
vernda frekar rjóður.
Álver menga allt sem eitt - þetta er bara ekki að virka saman
ísafoldar gróður.

2)
Virkja / ég vil / ekki / neitt - hér eru þá stuðlarnir vitlausir... en þeir eiga að vera fremst í braglið
vernda frekar rjóður.
Álver menga allt sem eitt, - þá er þetta orðið ofstuðlað...
ísafoldar gróður.


Annað dæmi

Grámann í Garðshorni mælti:

Síðan kemur annað ár
allt það fer í hringi.
Ómari fer að vaxa hár,
og Alfreð fer af þingi.

Sólin úti sælleg er,
svíður burtu snjóinn.

[Hvar eru stuðlarnir?

Ómari / fer að / vaxa / hár,
og Alfreð / fer af / þingi.

____________________________________________________________


Þriðja meinlokan sem er í gangi.

Grámann í Garðshorni mælti:

Ætilegt er ýsu flakið,
úrbeinað og snyrt.
Ragga viltu rétta saltið,
og rúgbrauðið vel smyrt.

Flakið og saltið rímar ekki saman... þó líta megi fram hjá því ef menn eru að flýta sér...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 13:23

Skabbi minn gerðu það kíktu á braghendukeðjuna... ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/06 13:39

Já... var að skoða það...

Ég sé þarna fjórðu meinlokuna en það er skilgreining á bragliðum... ATH: orð getur verið fleiri en einn bragliður og fleiri en eitt orð geta myndað braglið...

Sjá hér smá samtal af öðrum þræði:

Grámann í Garðshorni mælti:

Hundur sá hefur reynst höldum vá;
Undan henni ýtar hvá,
ærslafull hún bítur þá.

blóðugt mælti:

Heyrðu mig nú Grámann. Bragliðafjöldi í fyrstu línu sýnist mér út úr kú og svo hélstu ekki keðju.

Grámann í Garðshorni mælti:

Bragliða fjöldi er réttur 6-4-4
En ég viðurkenni að hafa rofið keðjuna, afsakið innilega.

blóðugt mælti:

Ég fæ ekki séð hvernig þú skiptir því?

Hundur sá/ hefur reynst/ höldum vá... þarna er hver bragliður 3 atkvæði. 3 bragliðir

Hundur/ sá he/fur reynst/ höldum /vá ... þarna er hver bragliður 2 atkvæði og línan stýfð... alveg úti að skíta og ekki 6 bragliðir.

Ég held að blóðugt mæli rétt... Ég held að braghendur eigi að vera 6 tvíliðir... en ekki þessi óreglulegi taktur sem myndast við að að skipta vísunni upp í (ein?)liði og tvíliði.

Hundur /sá /hefur/ reynst/ höldum/ vá; - Hrikalega asnalega skipt!
Undan henni ýtar hvá,
ærslafull hún bítur þá

Þess ber að geta að ég er ryðgaður í hugtökum orðinn, þó ég heyri hvort rétt er ort eða ekki (oftast nær)...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 13:49

Það sem þú kallar (ein?)lið er stúfur og braghendur mega aldrei vera stýfðar. Svo held ég að afskaplega fáir setji stúfa inn í miðja braglínu!

Sex tvíliðir og hananú!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/06 13:52

Já og hananú... hehe

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/3/06 13:53

Já! hehe

Hérna er smá fróðleikur um stúfa

Takið vel eftir síðustu setningunni.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/4/06 15:13

Um rím, innrím og annað því tengt...

Ég sá vísu sem var svona, vonandi er höfundi sama þó ég rífi vísuna í tætlur:

viðbjóðslega vinaleg
víð hún segist vera
líka alveg liggileg
lífleg stelpan bera

Er það ekki rétt skilið hjá mér að rímið Leg, rímar ekki við Leg... það hljómar eins (enda eins) en er þó ekki rím... Í þessari vísu er leg notað sem rím og innrím, fjórum sinnum... hvað segja spekingar, er það ekki rangt?

Þess ber að geta líka að þó að rímið leg mætti ríma við leg, þá er vísan röng, því innrímið er á vitlausum stað í þriðju og fjórðu línu... fyrir utan að það er mín skoðun að segist rími ekki við hin, því það hljómar öðruvísi... (að ógleymdri ofstuðlun)...

viðbjóðs/ lega / vina / leg
víð hún / segist / vera
líka / alveg / liggileg
lífleg / stelpan / bera

Jæja, þetta var bara smá pæling... sett inn til lærdóms... líklega hef ég bara ekki nóg að gera...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/4/06 19:41

Skabbi skrumari mælti:

Um rím, innrím og annað því tengt...

Ég sá vísu sem var svona, vonandi er höfundi sama þó ég rífi vísuna í tætlur:

viðbjóðslega vinaleg
víð hún segist vera
líka alveg liggileg
lífleg stelpan bera

Er það ekki rétt skilið hjá mér að rímið Leg, rímar ekki við Leg... það hljómar eins (enda eins) en er þó ekki rím... Í þessari vísu er leg notað sem rím og innrím, fjórum sinnum... hvað segja spekingar, er það ekki rangt?

Þess ber að geta líka að þó að rímið leg mætti ríma við leg, þá er vísan röng, því innrímið er á vitlausum stað í þriðju og fjórðu línu... fyrir utan að það er mín skoðun að segist rími ekki við hin, því það hljómar öðruvísi... (að ógleymdri ofstuðlun)...

viðbjóðs/ lega / vina / leg
víð hún / segist / vera
líka / alveg / liggileg
lífleg / stelpan / bera

Jæja, þetta var bara smá pæling... sett inn til lærdóms... líklega hef ég bara ekki nóg að gera...

Hver orkti?

(Ég er sammála þessum athugasemdum. Leg rímar e.t.v. við leg en það er nú heldur snautt rím.)

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: